Bændablaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 2
2 Bœndablaðið Miðvikudagur 13. nóvember 1996 Ferðaþjónusta Fjtisi breytt í glæsilegan gististaO Fjósið á Öngulsstöðum III í Eyjafjarðarsveit hefur svo sannarlega tekið breytingum. Þann 8. janúar á þessu ári hóf heimilisfólkið að umbylta öllu í fjósinu og breyta því í gististað og hlöðunni í setustofu, sjón- varpskrók, móttöku, bar, mat- sal og eldhús. Básar hurfu, nýir veggir risu og þann 8. júní komu fyrstu gestirnir. í hús- næðinu eru 12 tveggja manna herbergi auk aðstöðunnar í hlöðunni fyrrverandi. Herberg- in, sem öll eru með baði, eru afar rúmgóð og hátt til lofts og auðvelt að setja inn aukarúm ef þess er óskað. Með öðrum orðum geta nú um 30 manns gist í fjósinu sem áður hýsti um 40 kýr og tvo tugi geld- neyta. Það eru þau Jóhannes Geir Sigurgeirsson og kona hans Kristín Brynjarsdóttir, elsta dóttir þeirra hjóna, Sveina Björk, og maður henn- ar Gunnar Valur Eyþórsson sem standa að framkvæmdunum. En hvers vegna var þetta skref stigið? Jóhannes Geir sagði ástæðumar margar. “Sú stærsta var löngun til að reyna eitthvað nýtt en við hentum ekki hefðbundum búskap íyrir róða. Búið er enn með um 100 þúsund lítra mjólk- urframleiðslu og 50 fjár. Það má því segja að hér sé rekinn afar blandaður búskapur!” sagði Jóhannes Geir. Öll Qölskyldan vann við reksturinn í sumar - jafnt þau sem fyrr eru nefnd sem og yngri dætur Jóhannesar og Kristínar sem enn eru í skóla. Hvað um rekstrargrundvöll- inn? Jóhannes Geir sagðist vera nokkuð ánægður með sumarið enda var nýtingin betri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Nú gista að vísu fáir í fjósinu fyrrverandi en nýtingin á salnum í hlöðunni er þeim mun meiri. Þegar Bbl. var á ferð á Öngulsstöðum sátu þar strætisvagnastjórar á Akureyri á námskeiði en í haust hafa þarna verið haldin afmæli og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. “Við höfum ekkert gert til að markaðssetja okkur yfir veturinn en það má segja að varla líði sá dagur að ekki sé spurt um salinn og gistirýmið. Nábýlið við Akureyri hefur sitt að segja en því fylgja mun fleiri kostir en gallar.” Þau hjón voru búin að gera samning við ferðaþjónustuaðila um fjölmargar gistinætur áður en lokaskrefið var stigið og fram- kvæmdir hafnar. “Þessi samningur hjálpaði okkar mikið en það breytir því ekki að áður en menn fara í framkvæmd af þessu tagi verða þeir að gera nákvæmar áætlanir. Við gerðum kostnaðar- og rekstraráætlanir og þær hafa staðist. Það eitt út af fyrir sig er léttir,” sagði Jóhannes Geir og hann bætti því við að tækifæri hefðu ekki verið mörg í hefð- bundnum búskap og ekki dygði annað en láta á reyna hvort nýjungar á borð við endur- byggingu fjóssins gætu borgað sig. En var þetta ekki dýrt? Jóhann- es Geir sagði svo vera en hann sagði að frá upphafi hefðu þau lagt áherslu á að hafa innréttingar ein- faldar en um leið smekklegar. Litir á veggjum leika stórt hlutverk. Enn er eftir að innrétta stóran hluta hlöðunnar og þar er ætlunin að Sveina Björk fái vinnuastöðu en hún er textilhönnuður. Auk þess verður rúmgóð fúndaaðstaða í hlöðunni. “Trúlega þarf vissa geggjun til að fara í framkvæmd af þessu tagi,” sagði Jóhannes Geir er við kvöddumst í eldhúsdyrunum, “en án hennar gerðist trúlega fátt nýtt í landbúnaði.” Ný landsmarkaskrá í undirbúningi Rúmlega 16 púsund mörk í landinu í haust hafa verið að koma út nýjar markaskrár um land allt og eru þær síðustu að verða tilbúnar til dreifingar. Samtals verða þær 18 að tölu. Eftir að markaskrár 1988 komu út gaf Búnaðarfélag íslands út fyrstu landsmarkaskrána þar sem birt voru öll skráð mörk í landinu ásamt ýmsu öðru efni sem varðar fjallskilamál. Lands- markaskránni 1989 var vel tekið og er hún nær uppseld. Stjóm Bændasamtaka Islands hefúr ákveðið að gefa út nýja landsmarkaskrá í vetur og hefur falið dr. Ólafi R. Dýrmundssyni ráðunaut umsjón með útgáfúnni eins og með þeirri lyrri. Að sögn Ólafs hefúr mörkum fækkað um rúmlega 20% frá 1988 og eru þau núrúmlega 16.000 aðtölu. Meðal nýmæla í nýju landsmarkaskránni verður tafla með yfirliti yfir gild- andi Ijallskilasamþykktir í landinu og þar verður birt skrá með öllum fastanúmerum hrossaræktenda. Utkoma landsmarkaskrárinnar verður auglýst hér í blaðinu og verður hún til sölu á skrifstofu Bændasamtaka íslands. MgerOir gegn jngurhölgu Á síðasta stjómarfundi BI var fjallað um erindi SAM um sam- ráðsnefnd um aðgerðir gegn júg- urbólgu. Þórólíúr Sveinsson gerði grein fyrir erindinu sem ljallar um að komið verði á laggimar sam- ráðsnefnd, sem hefði það að mark- miði að samræma og aðstoða við baráttu gegn júgurbólgu í landinu. Stjórnin skipaði Ara Teitsson í nefndina og Gunnar Guðmunds- son, nautgriparæktarráðunaut Bænda- samtakanna til vara. Bændablaösmynd/ÁÞ Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Kristín Brynjarsdóttir i setustofunni - sem áóur var hlaða.________________ _________ _____ Hráefnisskortur í ullariðnaði HauMiings bedið með trejju Um 30 tonnum minni ull barst til ístex hf. á þessu ári en árin á undan. Á sama tíma hefur veruleg söluaukning orðið í handprjóna- og þó einkum gólfteppabandi sem gerir það að verkum að hráefnisskortur gerir nú vart við, sig í þessari iðngrein. Ullar- bigðir ístex eru á þrotum og ef haustrúningur hefst ekki bráðlega mun jafnvel þurfa að hægja tíma- bundið á framleiðslu fyrirtækisins. “Það er rétt - það er orðið nokkuð tóm- legt hjá okkur því við emm nánast búin að vinna úr allri ull sem barst eftir rúningstíma á síðasta vetri og við bíðum því spennt eftir að haustrúningur hefjist,” segir Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri ístex hf. í Mosfellsbæ. Hann segir að mestur hluti ull- arinnar komi til vinnslu á nokkrum mánuðum. Bændur sendi ull af haustrúnu fé í desember og janúar en ull af vetrarrúnu fé berist að jafnaði í mars og apríl. Enn berist nokkuð af sumarrúinni ull en það sé hverfandi miðað við haust- og vetrarrúning enda sumarullin verra hráefni. Þriðja flokks ull af sumarrúnu fé sé tæpast nothæf til vinnslu hjá ístex og því þurfi að senda hana óunna úr landi. Guðjón segir að fari ull ekki að berast bráðlega megi gera ráð fyrir að hægja verði á starfseminni tíma- bundið vegna skorts á hráefni. Ástæður þess að nú vantar ull til vinnslu eru einkum vaxandi sala á bandi á erlendum mörkuðum. Guðjón Kristinsson segir að sala á handprjónabandi hafi vaxið bæði í Bandaríkjunum og í Kanada en mestu muni þó um vaxandi útflutning á gólfteppabandi. Á þessu ári sé búið að framleiða og selja um 120 tonn af gólf- teppabandi sem sé mikil aukning frá fyrra ári og þar sé fyrst og fremst að finna orsakir þess að hráefni sé nú að ganga til þurrðar hjá verksmiðjunni. Fyrr á árinu hafi verið ljóst að nægilegt hráefni væri ekki fyrir hendi og því hafi verið gripið til þess ráðs að kaupa um 40 tonn af gæruull frá Skinnaiðnaði á Akureyri. Nú sé hins vegar búið að vinna úr þessum 40 tonnum auk annars hráefnis sem ístex hafi borist. Guðjón segir að þótt sú staða sé komin upp að að ullariðnaðinn vanti hráefni verði reynt að komast hjá því að flytja inn er- lenda ull fyrir utan það sem flutt hafi verið inn á undanfomum árum vegna framleiðslu ákveðinna vörutegunda. Fækkun sauðljár sé farin að gera vart við sig og minna hafi borist af ull til fyrirtækisins á þessu ári en árin á undan. Þar muni um allt að 30 tonnum af hráefni til ullariðnaðar. Þetta sé mikil breyting frá undanfömum árum því á hverju ári hafi orðið að selja nokkuð af óunninni ull úr landi. í byrjun þessa árs hafi óunnin ull, sem ekki hafi verið gert ráð fyrir að nota, verið seld en framleiðsla og sala hins vegar orðið meiri en gera hafi mátt ráð fyrir. Guðjón segir að miðað við óbreyttan fjölda fjár í landinu og sambærilegrar sölu á bandi og verið hafi á þessu ári megi gera ráð fyrir nægilegri ull til framleiðslu fyrirrækins en hins vegar virðist ekki mega selja neina óunna ull úr landi. Slíkt hafi verið gert í nokkrum mæli til þess að birgðir söfnuðust ekki upp á meðan sala fyrirtækisins hafi verið minni. Þó sé spuming um hvort eftir sem áður verði að selja lökustu flokkana óunna úr landi þar sem þeir henti ekki til þeirrar framleiðslu sem fyrirtækið stundi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.