Bændablaðið - 13.11.1996, Qupperneq 3

Bændablaðið - 13.11.1996, Qupperneq 3
Miðvikudagur 13. nóvember 1996 Bœndablaðið 3 Nýtt brunabótamat Hækkunln nam 126% í Ijósavatnslireppi! Frá og með 1. janúar 1995 hef- ur Fasteignamat ríksins séð um brunabótamat sem er vá- tryggingarfjárhæð húseignar- innar og heldur utan um skráningu brunatrygginga húseigna og veitir upplýsingar um brunabótamat. A síðasta stjórnarfundi BÍ gerði Ari Teits- son grein fyrir því að þetta endurmat fasteigna hefði haft gífurleg áhrif til hækkunar á álagningu opinberra gjalda sem og tryggingaiðgjalda. Sem dæmi má nefna Ljósa- vatnshrepp en nýtt mat Fasteignamat ríkisins í hreppnum nam 2,5 milljörðum en eldra mat nam rétt röskum milljarði. Hækkunin var 126%. “Endurmat er vel á veg komið í sumum kjördæmum en verkið er nánast ekki hafið í öðrum,” sagði Ari Teitsson í samtali við blaðið. “Brunabótamatið í Ljósavatns- hreppi var þann 1. janúar á þessu ári 1.093.214.000 en samkvæmt nýju mati er þessi tala komin upp í 2.474.270.000 sem er 126% hækkun. En það er fleira sem hangir á spýtunni. Vátrygginga- félög verða lögum samkvæmt að innheimta ýmis opinber gjöld með brunatryggingariðgjaldi en þau eru reiknuð sem hlutfall af hverri milljón brunabótamats.” Hvað þýðir þetta fyrir hrepp á borð við Ljósavatnshrepp? Ari sagði opinber gjöld hafa hækkað um 752 þúsund - fyrir utan hækkunina á sjálfu iðgjaldinu - en þegar hún hefur verið reiknuð með er kostnaðarauki hreppsbúa rösk ein milljón. “Eg tel ekki sanngjamt að landbúnaður - í gegnum óeðlilega hátt brunabótamat - sé skattlagður á þennan hátt. Eitt af því fáa sem bændur hafa upp úr þessari breytingu em hækkaðar bætur vegna bmna og í algjömm undan- tekingartilvikum vegna foktjóna. Hins vegar em bætur vegna bruna háðar því að menn byggi samskon- ar byggingar á sama stað. Hvað sem því líður er matið of hátt og ekki í neinum takt við raunvem- leikann. Matið á húsnæði er víða mun hærra en eðlilegt getur talist og það teljum við ámælisvert,” sagði Ari Teitsson. “Það er síðan að bæta gráu ofan á svart að nota óeðlilegt mat sem álagningargrunn annarra gjalda.” Á meðfylgjandi mynd sjáum við nemendur á skrúðgarðyrkju- braut í verklegum tíma í síðustu viku í Landmælingum hjá yfir- kennaranum, Þórhalli Hróð- marssyni. Nemendumir em Jó- hanna B. Hergeirsdóttir frá Hafnarfirði, Guðmundur Bjamason frá Reykjavík og Friðfinnur Freyr Guðmundsson frá Akureyri. /MHH Landmælingar l GarOyrkjuskúlanum Verkefni nemenda Garð- yrkjuskóla ríkisins eru bæði fjölbreytt og skemmtileg. Nemendur fa að spreyta sig á verklegum æfingum í skolanum, m.a. í landmælingum, trjám og runnum og lífrænni ræktun. Einnig er farið í fjölmargar vettvangsferðir. Nemendur skólans em á öllum aldri og koma allsstaðar af landinu. Hjá mörgum sem heija nám við Garðyrkjuskólann er gamall draumur að rætast því það er átak fyrir fólk t.d. um fertugt að rífa sig upp frá öðrum störfum og íjölskyldu sinni og drífa sig í garðyrkjunám. Við skólann er starfræktar fimm brautir, þ.e. ylræktar- garð- plöntu-, skrúðgarðyrkju-, um- hverfis- og blóma og markaðs- braut. Munu refaveiðar leggjast af? SparnaQaphugmyndip rfkisins geta haft alvarleg M ó lífríkið “Stjórnin er þeirrar skoðunar að þau áform ríkisins að hætta þátttöku í kostnaði í refa- veiðum ógni lífríkinu. Ef refur- inn nær að fjölga sér mun t.d. mófuglum fækka. Síðar kemur að því að refurinn mun herja á æðarfugl og sauðfé,” sagði Ari Teitsson, formaður Bl en stjórn Bændasamtakanna og Æðarræktarfélags íslands hafa ritað Guðmundi Bjarna- syni, landbúnaðar- og um- hverfisráðherra bréf, þar sem þessum áformum er mótmælt og farið fram á að þeim verði frestað, en jafnframt að skipuð verði nefnd sem fái það hlut- verk að endurskoða fyrir- komulag og kostnað við refa- veiðar. Ari sagði að á síðasta ári hefði hann setið aðalfund norsku bænda- samtakanna og þar hefðu menn mikið rætt um ágang úlfsins sem er friðaður í Noregi. “Við getum án efa lært nokkuð af Norðmönn- um en á þessum fundi kom fram að úlfurinn er orðinn alvarlegt vandamál. Bændur mega ekki drepa úlfinn en hann hefur hins vegar lagst á sauðfé. Nú er það ekki svo að það sé verið að friða refinn en eðli málsins samkvæmt virðir hann hvorki hreppa- né sýslumörk. Hættan felst í því að hann eigi sér griðland í þeim hreppum sem ekki leggja áherslu á að halda stofninum niðri.” Á stjómarfundinum sagði Hrafnkell Karlsson að hann teldi að Veiðistjóraembættið hefði brugðist í þessu máli. Þá fannst honum sem viðbrögð Sambands íslenskra sveitarfélaga við hug- myndum ríkisvaldsins vera bæði máttlaus og sein. LÓNSBAKKA•601 AKUREYRI -zs- 463 0321,463 0326, 463 0323 FAX 462 7813 Alfa Laval Agri Eyjirskir mjólkurframleiðendur! Eins og flestum er kunnugt hefur KEA selt meirihluta sinn í Þórshamri hf. og nýir eigendur ákveðið að taka núverandi húsnæði undir aðra starfsemi. Þórshamar hf. hefur undanfarin ár annast sölu á Alfa-Laval Agri varahlutum og rekstrarvöru í umboði Globus- Vélaver hf. Til að tryggja eyfirskum mjólkurframleiðendum áfram góða þjónustu íyrir Alfa-Laval Agri vörur hefur Byggingavörudeild KEA tekið að sér sölu á Alfa- Laval Agri varahlutum og rekstrarvörum í umboði Globus-Vélaver hf. Byggingavörudeild KEA hefur einnig keypt Alfa-Laval Agri varahlutalager Þórshamars ásamt hluta af landbúnaðarlager. ess skal einnig getið að starfsemi þjónustubifreiðar Globus-Vélaver hf og þjónustusamningar um fyrirbyggjandi viðhald Alfa-Laval Agri mjaltakerfa á samlagssvæðinu verður með óbreyttum hætti enda hefur sú starfsemi þegar skilað mjólkurframleiðendum auknum gæðum, rekstraröryggi og lægri viðhaldskostnaði. yggingavörudeild KEA og Globus- Vélaver hf vænta þess að áðurnefndar breytingar verði til þess að styrkja enn frekari þjónustu fyrirtækjanna við mjólkurframleiðendur á samlagssvæði KEA. gi- u A réttri línu með ALFA LAVAL AGRI!

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.