Bændablaðið - 13.11.1996, Qupperneq 5

Bændablaðið - 13.11.1996, Qupperneq 5
Miðvikudagur 13. nóvember 1996 Bœndablaðið 5 A að flytja inn erlendan kúastofn? í fyrsta hefti Nautgriparæktar- innar árið 1996 er afar fróðleg grein eftir þá Jón Viðar Jónmundsson og Gunnar Ríkharðsson um hina svo- nefndu Færeyjartilraun þar sem bomar voru saman kvígur af norsk- um og íslenskum stofni og í fram- haldi af því velta þeir félagar fyrir sér hugsanlegum innflutningi á er- lendu kúakyni til Islands. Er í grein þessari farið ítarlega í þetta mál og rökin með og á móti tínd til þannig að litlu er við að bæta. í lok grein- arinnar hvetja höfundar til þess að bændur og aðrir sem málið varðar, láti í sér heyra og umræða verði um málið. Og vissulega hefur um- ræðan ekki látið á sér standa. Sérstaklega eftir að aðalfundur Landssambands kúabænda ályktaði með innflutningi norskra mjólkur- kúa síðastliðið sumar hafa margir látið í sér heyra og farið geist í hinum ýmsu ijölmiðlum. Hafa skoðanir þeirra mjög verið á einn veg, þar sem þeir hafa vægast sagt varað við þessum hugmyndum. Þar sem lítið hefur farið fyrir þeim sem eru meðmæltir því að reyna inn- flutning, sendi ég þessar línur í Bændablaðið. Mjólkurframleiðslan er í kyrrstöðu Um árabil hefur ríkt stöðnun í mjólkurframleiðslunni. Mjólkurverð til bænda hefúr lækkað að raungildi og framleiðslumagn er takmarkað með kvóta. Fyrirsjáanlegt er að mjólkurverð mun ekki hækka í náinni framtíð. Samanburður verður alltaf viöhafður á verðlagi hér og í nágrannalöndum og ef við höldum ekki vöku okkar og reynum að þróa búskapinn til aukinnar framleiðni og hagkvæmni gætum við dregist svo langt aftur úr, að ekki yrði leið út úr ógöngunum. Fljót- lega mundu sveitimar ekki framfleyta bændafólkinu lengur, býlin gengju úr sér og neytenda- styrkimir (beingreiðslumar) hrykkju ekki til þess að halda mjólkurverðinu samkeppnishæfu. Hætt er við að hið háa Alþingi myndi við þessar aðstæður slá mjólk- urframleisluna af eins og hveija aðra vanmetaskepnu með því að láta beingreiðslumar fjara út og galopna hér allt íyrir innfluttningi mjólkurvara “ neytendum til bjargar”. Þetta er svört mynd en þó öllu raunhæfari en sú mynd sem þeir draga upp sem telja að við getum búið hér við kyrrstöðu og einangrun og framleitt landbúnaðarvörur á hálfgerð”m húsdýragörðum þar sem túristar gætu skoðað foma bú- skaparhætti og séð með eigin aug- um frumstæðar kýr víkinganna. Bændum fækkar Það hefúr ætíð verið vont mál að tala um fækkun bænda. Mjólk- urframleiðendum fækkar samt stöðugt á Islandi og munu flestir viðurkenna að svo haldi áíram. Samkvæmt úttekt sem gerð var á Suðurlandi í fyrra kom fram að meðalaldur fjósa er 31 ár. Má því ætla að víða séu aðstæður til mjólkurframleiðslu orðnar bágbomar. Með tilliti til þess hversu erfitt þaö er orðið að rífa upp mjólkurframleiðslu á jörðum þar sem aðstaða og framleiðsla er lítil fyrir og með tilliti til þess hversu þjóðfélagsgerðin er orðin fjöl- breyttari en áður var og gefur fólki kost á ýmsum störfum sem þekktust ekki fýrr á árum, má fastlega gera ráð fyrir að innan nokkuð skamms tíma muni mjólkurframleiðendum fækka hraðar en áður. Þetta er f f vissulega hálf dapurt en þarf ekki endilega veikja stöðu sveitanna. I minni sveit lögðu 19 bændur inn mjólk fyrir tveim til þrem áratugum en nú eru innleggsnúmerin 8. Allar jarðimar eru þó enn setnar og stundar fólk þar hin ýmsu störf, allt frá því að gegna stöðu Um- boðsmanns Alþingis, kenna I grunnskóla eða ala svín og kjúklinga. Framleiðsla fjölskyldubúsins þarf að aukast Fyrir þá sem áfram munu starfa að Ólafur Kristjánsson er kúabóndi i Geirakoti í Árnessýslu koma kvieur livort lagt , „iir lior '"" spena sex L’ÓO fíntm E nnþa fram Af.öllum skoðunum sem menn úr ýmsum áttum hafa látið í ljósi í flölmiölum um inn- flutning mjólkurkúa eru skoðanir sumra bú- vísindamanna okkar einna herfilegastar. Eftir að Færevjatilraunin leiddi mjög ótvírætt í ljós að íslensku kvígurnar stóðu þeim norsku langt að baki í öllum atriðum sem lagt var mat á létu fljótlega nokkrir okkar best menntuðu bú- vísindamanna ljós sitt skína. Töldu þeir að óráð mikið væri að hugsa til þess að flvtja inn nýtt kúakvn og tæptu á því að það væri vísast bændunum að kenna að íslenska kvrin væri ekki búin að sýna virkilega hvað í henni bvr. Mátti helst á þeim skilja það sérþarfir íslenskra bænda að eiga lélegar kýr. Það er með ólíkindum að menn sem vegna menntunar sinnar og starfa eiga að vita best hvað er á döfinni í búskap annarra þjóða. geti horft upp á íslenska naut- griparækt dragast aftur úr og drabbast niður og lvsa því svo vfir að stórvarasamt sé að revna að laga ástandið. mjólkurframleiðslu skiptir öllu máli að búið verði sem best í haginn fyrir þá auknu framleiðslu sem þeir verða að takast á við. Það er lykil- atriði fyrir kúabændur framtíðar- innar að þeir eigi kost á gripum sem hafa þá afkastagetu til að bera að nýting á vinnuframlaginu sem eytt er í framleiðsluna verði sem best og sé ekki langt fyrir neðan það sem eðlilegt þykir í nálægum löndum. Það er auk þess bjargföst skoðun mín að þá fyrst komi í ljós hversu Island er vel fallið til nautgriparækt- ar þegar íslenskir bændur eiga völ á gripum sem eru virkilega góðir. Þá muni koma í Ijós að þrátt fyrir norð- læga stöðu landsins og svöl sumur eru landgæði hér mjög þokkaleg. Grasrækt er hér auðveld og áfalla- laus og landrými mikið. Þetta eru aðstæður til að búa vel. í byrjun næstu aldar þarf fjöl- skyldubú sem eingöngu framleiðir mjólk og sem telur þetta 30 árskýr að framleiða rúma 200 þúsund lítra mjólkur á ári. Þetta er nauðsynleg framleiðsla til þess að búið hafi þann slagkraft sem þarf til að reksturinn geti staðist faglegar kröfur sem gerðar verða til hans sem matvælafram- leiðanda. Minni framleiðsla mun vart geta skilað þeim tekjum til fjöl- skyldu sem þarf til að lifa því nú- tímalífi sem aðrar stéttir landsins gera kröfur til. Vitanlega verða einnig smærri bú sem framleiða mjólk og hafa viðbótartekjur af öðru svo sem sauðfjárrækt, nautaeldi eða aukabú- greinum. í Evrópusambandslöndum hefúr þróunin orðið sú aó bændum sem framleiða mjólk hefur fækkað mjög Núna er eitt brýnasta verkefni kúabœnda að leggja grunn að lífvœnlegri framtið ungs fólks sem kýs að starfa við mjólkurframleiðslu. ört og búin hafa stækkað. í Dan- mörku t.d. framleiðir nú meðalkúa- búið ríflega 300 þúsund lítra. Meðalnyt kúa eykst stöðugt og gíf- urleg viðskipti er með kynbótagripi, sæði og fósturvísa milli landa og heimsálfa. Ef áfram heldur sem horfir mun stöðugt breiðara bil verða milli af- kastagetu íslensku kúnna og hinna þaulræktuðu stofna í nágrannalönd- unum. Ef enn verður haldið dauða- haldi í hinn gamla landnámsstofn verður unga fólkið sem ætlar að hasla sér völl í mjólkurframleiðslu á Islandi á komandi árum að sæta því að framleiða sína vöru á forsendum þar sem vonlaust er að nálgast þau afköst og hagkvæmni sem þykja sjálfsögð í nágrannalöndunum. Nautakjötið og markaðurinn. Eins og stendur horfir ekki væn- lega fyrir framleiðslu nautakjöts á Islandi. Neysla nautakjöts hefur reyndar löngum verið lítil þar sem völ hefur verið á afbragðs grasbíta- kjöti sem er hið hefðbundna lamba- kjöt. Þegar bændur reyndu að bæta sér upp skerðingu í mjólkur- framleiðslu með aukinni nautakjöts- framleiðslu sprakk'markaðurinn og verðið féll. Gífurleg velta er í við- skiptum með nautakjöt milli landa sem glögglega kom í ljós í um- ræðunni um bresku kúariðuna. Jafnvel er verð á nautakjöti á þess- um heimsmarkaði ekki svo fjarri því verði sem bændur hér fá fyrir nautakjöt eftir að sláturleyfishafar klúðruðu niður verðlagningunni í kjölfar offramleiðslunnar. En eins og stendur eru íslenskir bændur gjörsamlega vonlausir á þessum markaði þar sem íslensk naut ná ekki þeirri holdfyllingu og þroska til þess að ná þeim staðli sem ein- hvers virði þykir. Auk þess tekur uppeldi íslenskra nautkálfa langtum lengri tíma en uppeldi kálfa af þeim kynjum sem almennt eru notuð í nautakjötsframleiðslu. Það má vel ætla að ef hér á landi væri í mjólkurframleiðslunni notað tvínytja kúakyn þ.e.a.s. sem bæði væri holdmikið og mjólkurlagið væri hægt að koma nautakjöti á markað erlendis á viðunandi verði. Einu sinni voru seldir íslenskir sauðir á fæti til Bret- lands fyrir gullpeninga. Ef til vill verður einhvem tíma hægt að ,;elja naut frá íslandi á líf- dýramönruðum á Bretlandseyjum eða frnna einhvem þann markað sem greiddi viðunandi verð fyrir góða markaðshæfa vöm. Verður of dýrt að skipta um kúakyn? Nefnt hefur verið að mikill kostnaður muni fylgja því að flytja inn nýtt kúakyn. Nú má segja að allmiklu sé til kostað í það kyn- bótastarf sem stundað hefur verið hér áratugum saman. Árangurinn hefur reyndar ekki orðið sem erfiðið enda eru forsendurnar fyrir góðum árangri í lágmarki þar sem kyn- bótastofninn er svo lítill. Reyndar þekki ég engan bónda sem ein- dregið er þeirrar skoðunar að hér hafi orðið einhverjar verulegar kyn- bótaframfarir á liðnum árum. Sjálfur hef ég framleitt mjólk í 25 ár og við það að fletta í gegnum gaml- ar kúaskýrslur sé ég t.d. enga aukningu á nythæð sem ekki má skýra með bættri fóðuröflun. Fyrstakálfskvígur virðast ekki ná meiri nythæð nú en fyrir áratug síðan og ennþá er undir hælinn lagt hvort kvígumar koma inn í fram- leiðsluna með fjóra, fimm eða sex spena eða einhverja þaðanaf verri júgurgalla. Þótt fróðir menn full- yrði að ekki sé hætta á skyldleika- ræktun eða úrkynjun vegna smæðar Framhald á blaðsíðu 16

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.