Bændablaðið - 13.11.1996, Qupperneq 9
Miðvikudagur 13. nóvember 1996
Bœndablaðið
9
Ingvar
Helgason hf
Vélavarahlutir,
Sævarhöfða 2,
sími 525 8040
ára
Sýning í Búgarði
Skipt hefur verið um
sýningu í anddyri Búgarðs,
húsnæði BSE á Akureyri.
Handverkskonur úr Svarfað-
ardal eru með sýningu en
þær kalla sig Freyjur frá
Tjörn. Sýnincj þessi stendur
út þennan manuð.
FJÁRHUNDAR
Hvolpar til sölu
Hreinræktaðir, skoskir
fjárhundar. Uppl. í
síma 464 3568
Allt verkað af skrokknum
sem neytandinn nýOr ekki
Haraldur Sveinsson bóndi á
Hrafnkelsstöðum í Hruna-
mannahreppi bauð nýverið upp
á 18% ódýrara lambakjöt í sam-
vinnu við SS og Kaupfélag
Árnesinga í tengslum við sunn-
lenska daga. Ástæðan er sú að
hann lét SS verka skrokkana
þannig að allt það sem
neytandinn nýtir ekki var
fjarlægt af skrokknum, þ.e.
slögin, neðri hluta af síðu,
bringubita, banakringlu og auk
þess sem leggkúla af framparti
og liðfótur af hækli voru teknir í
burtu. Skrokkurinn var síðan
seldur á sama kílóverði og áður
þannig að neytandinn þurfti ekki
að borga fyrir þá hluti sem hann
nýtir ekki og niðurstaðan var
18% ódýrari lambaskrokkur.
Þetta er í fyrsta skipti sem boðið
er upp á lambakjöt á þennan hátt svo
best sé vitað. Viðbrögð létu ekki á
sér standa því 100 skrokkar sem
Haraldur setti á markað í Vöruhúsi
KÁ seldust á sólarhring. Alls 200
pokar en hálfur skrokkur var í
hverjum þeirra.
Bændablaðið hafði samband við
Harald og spurði hann hvemig
honum hefði dottið þetta í hug?
"Þetta er búið að vera hugarfóst-
ur hjá mér síðustu ár en ég ákvað að
láta slag standa í haust eftir að það
tókst mjög góð samvinna á milli mín
og SS og KÁ sem ég er ákaflega
þakklátur fyrir. Ég hef starfað
síðustu 30 ár sem kjötmatsmaður hjá
SS á Selfossi í sauðijárslátrun og hef
því oft velt því fyrir mér hvaða leiðir
eru bestar til að auka sölu á lamba-
kjöti. Þess má geta að ég leitaði til
Framleiðsluráðs landbúnaðarsins og
landbúnaðarráðuneytisins og óskaði
eftir að verða undanþeginn af
þessum 100 skrokkum hvað varðar
útflutningsskyldu sem var 19% af
öllu innlögðu kjöti í haust. Mér var
neitað á báðum þessum stöðum á
þeim forsendum að það væru engar
reglugerðir til sem samræmdust því
sem ég ætlaði að fara að gera. Mér
finnst þetta ansi hart og alls ekki til
að liðka fyrir einhverjum nýjungum
sem bændur vilja gera sem miða að
þvi að auka neyslu á lambakjöti"
sagði Haraldur.
En ætlar Haraldur að halda
áfram á þessari braut og bjóða upp á
18% ódýrara lambakjöt næsta haust?
"Já, það mun ég svo sannarlega
reyna að gera því viðbrögð neytenda
við þessari tilraun minni fóru fram
úr björtustu vonum. Hvort ég næ að
halda verðinu niðri á þennan hátt
veit ég ekki en það er ljóst að
einhver þarf að bera þann kostnað
sem fylgir því að ljarlægja þessi
18% af skrokknum sem til þarf.
Spumingin er hvort neytandinn er
tilbúinn að greiða hærra verð fyrir
vöruna eða hvort landbúnaðaryfir-
völd sjá sér einhvern hag í því að að-
stoða sauðijárbændur við að korna
kjöti sínu á markað á þennan hátt"
sagði Haraldur að lokum./MHH
Siguróur Teitsson verslunarstjóri Vöruhúss KÁ (t.v.), Níels Hjaltason
gœöaeftirlitsmaður hjá SS og Huraldur Sveinsson sauöfjárbóndi
kampakátir með þau viðbrögð sem neytendur sýndu við 18% ódýrara
lambakjöti._____________________________________
VELAVERí
Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sfmi: 588 2600, fax: 588 2601
HITAVATNSKUTAR
A Alfa Laval Agri
Ryðfríir að utan og innan
Sérúttak ■ þvottavél
Hámarkshiti 95°C
Áreiðanlegir, öruggir og
endingargóðir
Sérhannaðir fyrir
mjólkurframleiðendur
Stillanlegur
blöndunarventill
Sér heitavatnsúttak i ,,-'
þvottavél “95°C”
pjmskiptanlegT
tæringarvorn
I Ytra byröi úr y-
I ryðfríu stáli 1
'T’ölyurefhane" einángrun j
án umhverfiseyðandi efna
Innra byrði úr ryðfríu stáii
| TTitaelement
öryggisventill
l\EWHOLLAI\D
CD
O)
<
New Holland á íslandi
Dráttarvélar fyrir
nútíma landbúnað
C L O B U S
VÉLAVER?
Lágmúla 7, sími 588 2600
REWHOLLAND