Bændablaðið - 13.11.1996, Síða 14
14
Bœndablaðið
Miðvikudagur 13. nóvember 1996
Samanburður áranna 1991 - 1995
Hagþjónusta landbúnaðarins
hefur tekið saman samanburð á af-
komu í nautgripa- og sauðfjárrækt
árin 1991 til 1995 þar sem notast
er við sömu bú öll árin. I sauðljár-
ræktinni liggja til grundvallar bú-
reikningar frá 37 sauðfjárbúum
sem höfðu yfir 70% tekna af reglu-
legri starfsemi frá sauðfjárrækt öll
árin. Til grundvallar niðurstöðum
fyrir nautgriparæktina liggja bú-
reikningar frá 77 kúabúum sem
höfðu yfir 70% tekna af reglulegri
starfsemi frá nautgriparækt öll
árin. Búin koma víðs vegar að af
landinu en í ritum Hagþjónustunn-
ar um niðurstöður búreikninga er
gerð grein fyrir samsetningu þeirra
búa sem koma til uppgjörs, eftir
landshlutum. Hér á eftir fer stutt-
leg umfjöllun um afkomu og fjár-
hagsstöðu þessara búgreina síðustu
fimm ár. í þessari umfjöllun kemur
fyrir hugtakið launagreiðslugeta en
það er samanlagður hagnaður fyrir
laun eigenda (án 0-búgreina) og
greidd laun og launatengd gjöld.
Launagreiðslugetan endurspeglar
því getu búsins til að greiða laun
og vexti af eigin fé. Allar tölur eru
á verðlagi hvers árs um sig.
Sauðfjárbú; eigendur
taka fé út úr
rekstrinum til að
mæta einkaneyslu
Þegar litið er á tölur fyrir af-
komu í sauðfjárrækt kemur í ljós
að búin minnka ár frá ári bæði
þegar litið er á búgreinatekjur og
greiðslumark (sem frá og með
verðlagsárinu 1996/7 er ekki leng-
ur hægt að líta á sem mælikvarða á
bústærð). Meðal greiðslumark bú-
anna til kindakjötsframleiðslu
lækkar á tímabilinu úr 5.697 kg í
4.859 kg eða um 15%. Fjöldi
vetrarfóðraðra kinda helst hins
vegar nær óbreyttur. Fastur
kostnaður og afskriftir hækka en
fjármagnsliðir lækka um 20%.
Framlegðarstig (hlutfall framlegð-
ar af búgreinatekjum) hækkar um
tæplega eitt prósentustig á tíma-
bilinu. Tekið skal fram að góða af-
komu á árinu 1992 má einkum
rekja til bóta vegna niðurfærslu á
greiðslumarki.
Hlutfallstölur undirstrika vel
það hrun sem orðið hefur í
greininni. Arið 1991 var hlutfall
hagnaðar fyrir laun eigenda af
veltu 29,7% en árið 1995 var sama
hlutfall 22,4%. Hlutfall launa-
greiðslugetu af veltu hefur einnig
lækkað úr 31,7% í 27,4%. Ástæða
er til að vekja athygli á gjalda-
liðnum “niðurfærsla greiðslu-
marks” sem er 38 þúsund krónur á
árinu 1995. I krónum talið hefur
hagnaður af búrekstri fyrir laun
eigenda fallið úr 892 þúsund krón-
um árið 1991 í 588 þúsund krónur
árið 1995. Eiginfjárhlutfall hefur
einnig lækkað á tímabilinu úr
65,5% í 56,7% og endurspeglar þá
staðreynd að slök afkoma á
undanfomum árum hefur leitt til
þess að eigendur verða að taka fé
út úr búrekstrinum til að mæta
einkaneyslu.
Kúabú; búin stækka
vegna kaupa á
greióslumarki.
Þau bú sem liggja að baki
uppgjöri fyrir kúabú virðast endur-
spegla nokkuð þá þróun sem orðið
hefúr í greininni þ.e. að búunum
fækkar og þau sem eftir standa
stækka við það að greiðsluniark
gengur kaupum og sölu. Minnst
var greiðslumarkið í mjólk að
meðaltali á bú árið 1992 eða
90.132 lítrar en árið 1995 hafði
það aukist í 95.178 lítra eða um
5%. Mjólkurkúm hafði að sama
skapi fjölgað að meðaltali um eina
kú á búi á þessu tímabili. Greiðslu-
mark í dilkakjöti hefur á móti
lækkað úr 746 kg í 346 kg að
meðaltali á bú. Framlegðarstig
hækkar lítillega eða um 1,1
prósentustig á tímabilinu.
Þegar litið er á niðurstöðutölur
rekstrar kemur í ljós að hlutfall
hagnaðar fyrir laun eigenda af
veltu hefur lækkað á þessu fimm
ára tímabili úr 22,6% í 20,9%.
Þegar hins vegar litið er á launa-
greiðslugetuna mælda sem hlutfall
af veltu, reynist hún nær óbreytt
eða rösk 27%. í krónum talið er af-
koman lökust árið 1994. Athygli
vekur að liðurinn “niðurfærsla
greiðslumarks” hækkar um 91
þúsund krónur milli áranna 1994
og 1995 og nemur það ár 215
þúsund krónum. Þetta svarar til
þess meðal stofnverð keypts
greiðslumarks losi eina milljón
króna á hvert bú. Allir kostnaðar-
liðir hækka á milli áranna 1994 og
1995 og m.a. má greina fjárfest-
ingu í vélum og greiðslumarki af
auknum afskriftuin vegna þessara
liða. Veruleg lækkun á eiginfjár-
hlutfalli úr 60,4% árið 1991 í
48,1% árið 1995 undirstrikar út-
tekt eigenda úr rekstrinum umfram
það sem búin skila í hagnað fyrir
laun eigenda.
Hvert stefnir?
Ekki mun ofsagt þó því sé
haldið fram að afkoma cinstakra
búa í nautgripa- og sauðfjárrækt sé
slök. Um það vitnar best sú lækk-
un sem orðið hefur á eigin fé bú-
anna á tímabilinu sem skoðað var.
Á kúabúum tekst að auka launa-
greiðslugetuna í krónum talið þó á
sama tíma lækki hún sem hlutfall
af veltu og einnig lækkar eigin-
fjárhlutfallið. Þetta gerist við
stækkun búanna og fækkun fram-
leiðenda. Þá voru tekjur mjólkur-
framleiðenda af nautakjötsfram-
leiðslu að meðaltali hærri árið
1995 en árið 1994. Á móti auknum
rekstrartekjum vegna þessa koma
hins vegar útgjöld vegna kaupa á
greiðslumarki og auknar afskriftir.
Þegar þessar tvær búgreinar eru
bornar saman á grundvelli launa-
greiðslugetu á ærgildi, kemur í ljós
að árið 1991 var hún nánast sú
sama (3.030 krónur á ærgildi á
kúabúum en 3.016 krónur á ær-
gildi á sauðfjárbúum). Síðan hefúr
heldur dregið í sundur og árið
1995 skiluðu kúabúin 3.076
krónum í launagreiðslugetu á
ærgildi en sauðfjárbúin 2.698
krónum á ærgildi. Reiknað á verð-
lagi ársins 1995 hefur launa-
greiðslugeta á ærgildi á kúabúum
lækkað um 9% en á sauðfjárbúum
hefur hún lækkað um tæp 20%.
Erna Bjarnadóttir og
Chabane Ramdani
Hagþjónustu landbúnaðarins
Tafla 1. Afkoma á 37 sauöfjárbúum árin 1991 til 1995
Fjárhæöir í þúsundum króna á verðlagi hvers árs
Ar 1991 1992 1993 1994 1995
Fjöldi reikninga 37 37 37 37 37
Fjöldi vetrarfóöraöra kinda 276 295 280 275 279
Greiöslumark, ærgildi 317 304 296 268 267
Þar af dilkakjöt 313 303 295 268 267
1. Búgreinatekjur 2,814 2,793 2,694 2,530 2,490
Sauöfé 2,598 2,604 2,557 2,436 2,371
2. Breytilegur kostnaöur 967 907 926 863 833
3. Framlegö 1,847 1,886 1,769 1,666 1,657
4. Fastur kostnaöur 575 603 628 604 634
Laun og launat. gjöld 63 67 104 127 132
5. Afskriftir 369 389 457 397 405
Niöurfærsla greiöslumarks 0 0 11 33 38
6. Fjármagnsliöir 206 173 247 156 166
7. Aörar tekjur 195 370 231 95 137
8. Hagn./(tap) f. laun eigenda 892 1,091 669 604 588
9. Hagn./jtapj 0-búgreina 78 68 119 116 68
13. Eignir alls 6,867 7,086 6,555 6,726 6,428
16. Skuldir alls 2,370 2,534 2,397 2,637 2,781
17. Höfuöstóll 4,498 4,552 4,159 4,089 3,647
18. Skuldir og höfuöstúll 6,867 7,086 6,555 6,726 6,428
Launagreiöslugeta búsins 955 1,158 772 731 720
Eiginfjárhlutfall 65.5% 64.2% 63.4% 60.8% 56.7%
Tafla 2. Afkoma á 77 kúabúum árin 1991 til 1995
Fjárhæðir í þúsundum króna á verðlagi hvers árs
Ar 1991 1992 1993 1994 1995
Fjöldi reikninga 77 77 77 77 77
Fjöldi mjólkurkúa 26 26 26 26 27
Greiöslumark, ærgildi 568 546 556 558 566
Þar af mjólk 527 518 532 539 547
1. Búgreinatekjur 5,965 5,908 5,814 5,779 6,144
Mjólkurkýr 5,608 5,527 5,477 5,476 5,786
2. Breytilegur kostnaöur 2,418 2,297 2,310 2,313 2,421
3. Framlegö 3,546 3,612 3,503 3,466 3,724
4. Fastur kostnaöur 1,233 1,191 1,211 1,233 1,268
Laun og launatengd gjöld 310 300 389 393 411
5. Afskriftir 812 841 821 858 1,063
Niöurfærsla greiöslumarks 0 45 51 124 215
6. Fjármagnsliðir 385 347 319 251 293
7. Aðrar tekjur 296 241 378 181 230
8. Hagn./(tap) f. laun eigenda 1,412 1,473 1,530 1,305 1,330
9. Hagn./jfapj 0-búgreina (2) (5) (4) 26 11
13. Eignir alls 10,464 10,614 10,599 10,855 10,995
16. Skuldir alls 4,145 4,702 4,711 4,873 5,704
17. Höfuöstóll 6,319 5,912 5,889 5,982 5,291
18. Skuidir og höfuðstóll 10,464 10,614 10,599 10,855 10,995
Launagreiöslugeta búsins 1,721 1,773 1,920 1,698 1,741
Eiginfjárhlutfall 60.4% 55.7% 55.6% 55.1% 48.1%