Bændablaðið - 13.11.1996, Qupperneq 16

Bændablaðið - 13.11.1996, Qupperneq 16
16 Bœndablaðið Miðvikudagur 13. nóvember 1996 Ólafur Krístjánsson, Ekki norskar kýr, heldur nýjar íslenskar. Framahald af bls. 5 stofnsins þá fmnst mér það vera hættumerki hversu ófrjósemi og dulbeiðsli virðast vera algeng í íslenskum kúm og virðist þetta aukast ef eitthvað er. Þess vegna væri góð til- breyting ef bændur fengju ein- hvem áþreifanlegan árangur af þeim fjármunum sem varið er í kynbótastarfið og markvisst væm famar þær leiðir sem skila ótví- ræðum árangri en þar kemur auð- vitað ekkert annað til greina en innfluttningur erfðaefnis. Þurfa betri kýr meira kjarnfóóur ? Þeir sem efast um ágæti af- kastameiri kúa á íslandi hafa nefnt að ávinningurinn af slíku yrði enginn, vegna þess að kjamfóðurs- gjöf myndi fara upp úr öllum skörðum. Víst er að gefinn verður fóðurbætir ef það er íjárhagslega hagkvæmt. Á hinn bóginn reyna bændur ætíð að komast eins langt og hægt er á heimaöfluðu fóðri og hefur mikið áunnist í því á síðustu árum. Nú orðið hefja bændur slátt töluvert fyrr en áður tíðkaðist og og algengt er að meiri hluti túna sé sleginn tvisvar. Rúllutæknin hefur gert þetta auðveldara og með rúllubindivél að vopni eru bóndan- um flestir vegir færir. T.d. með því að verka grænfóður í rúllur er hægt að ná fóðri sem nánast hefur kjamfóðurs ígildi. Ekki má heldur gleyma komræktinni sem eflist með hverju ári. Síðan vill það oft gleymast í umræðunni að Island framleiðir gífurlegt magn af verðmætum fóðurbæti og er hér átt við fiskimélið. Skammlaust er að nota það í landbúnaðarframleiðslu. Með þessu fóðri sem hér er upp- talið, má komast langt í því að fóðra kýr til fullra afurða. Jafnvel alla leiðina. Ekki er sjálfgefið að afkasta- miklar kýr kalli á óhóflega kjam- fóðurgjöf. Á Bretlandseyjum og á Nýja-Sjálandi búa bændur með svartskjöldótta Friesankynið. Þessar kýr hafa getu til þess að mjólka yfir 9000 lítra á ári að meðaltali. En í þessum löndum er meiri áhersla lögð á að ná sem mestri mjólk af flatareiningu beiti- lands eða eftir ársverk frekar en að pressa hámarksafurðir út úr kúnum. Á þessum forsendum skila gripimir aðeins helmingi þess sem þeir gætu gert með meiri fóðurstyrk. Segja má að þessar kýr vinni eins og stórar vélar sem komast létt og örugglega á góðan skrið án þess að fara úr hægagangi. Ef til vill myndi þetta búskap- arlag falla sumum bændum vel hér á landi. í sambandi við þau rök sem menn hafa fært fyrir því að hag- kvæmast sé að hafa smávaxið og léttbyggt kúakyn er gaman að minnast á kyn það í Svíþjóð sem þarlendir kalla “sænskar koll- óttar“. Þetta er gamalt landkyn sem svipar mjög til íslenskra kúa. Kýr þessar eiga sér nokkra ein- dregna stuðningsmenn sem stunda ræktun kynsins og hafa þeir meira að segja keypt sæði úr íslenskum nautum til þess að hleypa í það nýju blóði. Ekki virðast þó sænsk- ir bændur vera ýkja ginkeyptir fyrir þessum stofni því samkvæmt nýjustu tölum eru “sænskar kollóttar” komnar niður í það að vera aðeins 0,5% af sænskum kúm. Reyndar er það ekki undrunarefni þar eð mjög erfitt hefur reynst að halda frumutölu þessara kúa neðan við ásættanleg mörk og er það víst almenn reynsla af nytlágum kúastofnum. íslenskir kúabændur þekkja þetta vel. Henta lélegar kýr íslenskum bændum best? Af öllum skoðunum sem menn úr ýmsum áttum hafa látið í ljósi í fjölmiðlum um innfluttning mjólk- urkúa eru skoðanir sumra bú- vísindamanna okkar einna herfi- legastar. Eftir að Færeyjatilraunin leiddi mjög ótvírædd í ljós að íslensku kvígumar stóðu þeim norsku langt að baki í öllum atriðum sem lagt var mat á létu fljótlega nokkrir okkar best menntuðu búvísindamanna í ljós sitt skína. Töldu þeir að óráð mikið væri að hugsa til þess að flytja inn nýtt kúakyn og tæptu á því að það væri vísast bændunum að kenna að ís- lenska kýrin væri ekki búin að sýna virkilega hvað í henni býr. Mátti helst á þeim skilja það sérþarfir íslenskra bænda að eiga lélegar kýr. Það er með ólíkindum að menn sem vegna menntunar sinnar og starfa eiga að vita best hvað er á döfinni í búskap annarra þjóða, geti horft upp á íslenka nautgriparækt dragast aftur úr og drabbast niður og lýsa því svo yfir að stórvarasamt sé að reyna að laga ástandið. Nýjar íslenskar kýr Nú ríður á að bregða skjótt við og hefja þegar í stað innflutning á nýju erfðaefni til að breyta hinum gamla íslenska kúastofni. Framtíð þeirra sem vilja hafa viðurværi sitt af kúabúskap á íslandi er í veði. Norðmenn lögðu sín gömlu Dala- og Þelamerkurkyn til hliðar fyrir meira en hálfri öld og hönnuðu nýja nautgripi sem nú standast snúning því besta sem þekkist annarsstaðar. Sjálfsagt er að leita í smiðju til þeirra í því verkefni sem nú er fyrir höndum. En þótt við sækjum sæði eða fósturvísa til Noregs erum við ekki að flytja inn norskar kýr heldur erum við að búatil NÝJAR ÍSLENSKAR. Sturtuvagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Sturtuvagnar á vetrartilboði Stálgrindahús. Margar gerðir, hagstætt verð. H. HAUKSSON HF. SUÐURLANDSBRAUT 48 Sími 588 1130 - Fax: 588 1131 Heimasími: 567 1880 Búnaðarsamband Vestfjarða Magnkaup á búvélum Á síðasta fundi Búnaðarsambands Vestfjarða var samþykkt að kanna hug bænda á sambandssvæðinu með fyrirhuguð kaup á búvélum með magninnkaup í huga. Stjórn BSV vill því óska eftir því við þá bændur er áhuga hafa að skila inn skriflegum óskum um fyrirhuguð búvélakaup. Fram þarf að koma tegund og gerð þeirra tækja sem óskað er eftir. Æskilegt væri að fá fram forgangsröðun á tegund tækjanna. Skilafrestur er til 15. janúar 1997 og skal senda til Búnaðarsambands Vestfjarða, Sindragötu 2, 400 ísafjörður. Frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu BSV. Búnaðarsamband Vestfjarða Trefjaplast Framleiðum ýmsa hluti úr trefjaplasti svo sem r rotþrær j ( heita potta j vatnstanka j Búi Gíslason, Hlíðarbæ -Símar 433-8867 og 854-2867 MASSEY FERGUSON MASSEYFERGUSON Ingvar Helgason hff. Vélasala, Sævarhöfða 2, slmi 525 8070 INGVAR HELGASON 3N HF Hr \J 1956 - 1 996 12x12 gírkassi Vendigír 40 km ökuhraði Veltistýri Óháð 540/1000 snún. aflúttak 63 lítra vökvaflæði Útvarp/segulband 55° beygjuradíus 100% vökvalæst framdrif Vel hljóðeinangrað hús (82 dbl) Slétt gólf Lyftutengdur dráttarkrókur Opnir beislisendar Varist eftirlíkingar! «HaiilH»BIBn lllllll

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.