Bændablaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. maí 1997 Bœndablaðið 5 Tilraunastöð Háskóla íslands á Keldum Arfgengt næmi fyrir riðu- smiti hjá íslensku sauðfé Riða í sauðfé stafar af smitandi próteini (hvítu) en ekki veiru eins og lengi var talið. Þetta prótein nefnist príonprótein og er himnu- prótein í heila og taugavef spen- dýra og fugla. Til er afbrigðilegt, þétt form príonpróteinsins (riðu- formið) sem er smitandi og mjög þolið fyrir niðurbroti. Talið er að við smit verði tenging á milli af- brigðilega formsins og hins eðli- lega sem leiðir til þess að eðlilega próteinið tekur á sig mynd hins af- brigðilega og verði við það sjálft smitandi og svo koll af kolli. Smám saman hleðst svo próteinið upp í taugafrumum og veldur riðu. Aðrir dýrasjúkdómar sem einnig stafa af uppsöfnun á afbrigðilegu príonpróteini eru t.d. kúariða (BSE). Ekki er unnt að bólusetja gegn riðu því smitefnið örvar ekki myndun mótefna við smit. Það stafar af því að ónæmiskerfið greinir ekki príonprótein smit- efnisins sem utanaðkomandi pró- tein þar sem það er svo líkt eigin príonpróteini. Það að prótein geti verið smitandi er einstakt fyrir riðu. Rannsakaður er náttúrulegur breytileiki í einu geni (erfðavísi), sk. príongeni sem myndar príon- próteinið, og hvemig mismunandi arfgerðir gensins skiptast milli riðusjúks fjár og heilbrigðs ijár. Rannsóknin felst í því að fyrst er DNA erfðaefni einangrað úr blóði eða vef og príongenið fjölfaldað. Síðan er beitt sameindafræðilegum aðferðum til þess að nema breyti- leika gensins. Þær upplýsingar segja til um arfgerð príonpróteins- ins sem viðkomandi einstaklingur myndar. Astæðan fyrir því að DNA er rannsakað er sú að miklu einfaldara er að rannsaka DNA heldur en prótein. Fyrstu niðurstöður liggja nú fyrir og eru þær forvitnilegar á margan hátt. Fyrst var gerð frum- rannsókn á tíðni arfgerða í íslenska fénu á svæðum þar sem aldrei hefur orðið vart við riðu, þ.e. A- Skaftafellsýslu, Strandasýslu og Snæfellsnesi. Þessi svæði voru valin þar sem engin möguleiki er á því að þar hafi riða náð að skekkja tíðni arfgerða. í ljós komu tveir breytilegir staðir í príonpróteininu (í amínósýrum nr 136 og 154). Þetta er í samræmi við niðurstöður úr rannsóknum á erlendum fjár- kynjum. íslenskt sauðfé er frá- brugðið öðrum fjárkynjum hvað þetta varðar en í erlendu fé er breytileiki á enn einum stað sem vantar í íslenska féð. Frekari rann- sóknir á fé frá öðrum svæðum á landinu hafa staðfest þetta en alls hefur 450 fjár verið rannsakað. ATilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum hefur sl. tvö ár verið beitt aðferðum sameindaerfðafræðinnar til að kanna næmi sauðfjár gegn riðusmiti. Markmið rannsóknanna er að finna nýjar leiðir til þess að útrýma riðu sem kostar þjóðarbúið milljónatugi á ári. Sameindaerfðafræðingarnir dr. Ástríður Pálsdóttir og dr. Stefanía Þorgeirsdóttir sjá um rannsóknimar, í samvinnu við dr. Guðmund Georgsson forstöðumann Keldna og Sigurð Sigurðarson dýralækni. Höfundar greinarinnar, dr. Stefanía Þorgeirsdóttir (t.v.) og dr. Astríður Pálsdóttir á rannsóknastofu sinni á Keldum. Ástæðan fyrir minni erfða- breytileika í íslenska fénu miðað við erlend fjárkyn gæti verið að upprunalegi fjárstofninn, sem fluttur var til landsins við landnám hafi verið lítill (landnemaáhrif). Næst voru rannsakaðar arf- gerðir príonpróteinsins í riðufé og tíðni arfgerðanna borin saman við tíðnina í fé frá riðulausum svæðum annars vegar og í einkennalausu fé úr riðuhjörð hins vegar. Ein arf- gerðin (kölluð VRQ) skar sig úr vegna hárrar tíðni í riðufé miðað við hina flokkana og vom niður- stöðumar mjög tölfræðilega mark- tækar. Virðist fé sem hefur þessa arfgerð vera sérstaklega í hættu fyrir riðusmiti. Þessi arfgerð er nú skilgreind sem áhættuarfgerð fyrir riðusmit. Ein arfgerðin, kölluð AHQ, fannst aldrei í riðufé og var sú niðurstaða einnig marktæk, þótt arfgerðin sé fremur sjaldgjæf (u.þ.b. 10 %) í heilbrigða fénu. Þessi arfgerð, AHQ, er nú skil- greind sem vemdandi arfgerð. Fyrirhugað er að kanna ítarlega allt fé í hjörðum þar sem riða kemur upp á næstu ámm til þess að leita svara við ýmsum spurningum sem ósvarað er, því enn er þekking á smitefni, smitleiðum o.fl. mjög ófullkomin. Þessar niðurstöður undirstrika hversu nauðsynlegt er að ís- lendingar stundi sjálfir sínar rann- sóknir. Vegna mismunandi fjár- kynja og einnig mögulega mis- munandi stofna riðusmitefnis í hinum ýmsu löndum er ekki hægt að heimfæra niðurstöður beint milli landa. Upplýsingamar um áhættuarfgerð (VRQ) príonpró- teinsins mætti nýta til þess að lækka tíðni riðusmits í íslenska fjárstofninum með markvissum kynbótum. Fljótlegasta leiðin er sú að arfgreina kynbótahrúta. Lands- samtök sauðfjárbænda svo og Bændasamtök Islands hafa sýnt þessum rannsóknum mikinn áhuga og hafinn er vísir að þjónustu við sæðingarstöðvamar þar sem kynbótahrútar em arfgreindir. Árið 1996 reyndust 18% hrútanna sem arfgreindir vom hafa áhættuarf- gerðina VRQ. Það er mjög mikil- vægt að hafa sem nánasta sam- vinnu við bændur og að þeir sendi sýni frá hrútum til greiningar á arf- gerðum. Þess má geta að vísinda- menn í Skotlandi bjóða upp á svipaða þjónustu við sauðfjárrækt- endur. Ástríður Pálsdóttir og Stefanía Þorgeirsdóttir, sérfrœðingar á Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum. Forrit fyrir ráðunauta og bændur Það er stefna Bændasamtakanna, að útvega bændum hug- búnað, sem hjálpartæki við dagleg stöif. Ekki skiptir máli með hvaða hætti sá hugbúnaður er fenginn (þó ekki stol- inn!), þ.e. hvort sem sá hugbúnaður hefur verið smíðaður í tölvudeild- inni, smíðaður af verk- taka samkvæmt kröfu- lýsingu eða keyptur að utan og þjónustaður af tölvudeildinni. Til að mynda hefur verið samið við þijú dönsk fýrirtæki urn sölu og þjónustu á jafnmörgum forritum og með því hefur tekist að útvega bændum öflug forrit með skjótum og hagkvæmum hætti. Hvaða leiðir standa héraðsráðu- nautum og bændum til boða í dag í tölvumálum? Tölvusamskipti milli Bændasamtakanna og búnaðarsam- Jón Baldur Lorange forstöðu- maður tölvudeildar BI banda em margvísleg svo sem í formi tölvupósts, uppflettingar í skýrslu- haldsgögnum og nú síðast í hópvinnukerfinu Lotus Notes, sem vikið verður hér að síðar. Bændur geta nýtt sér einmenningstölvu- forritin Fjárvísi, Einka- Feng og Búbót sér til aðstoðar við skýrsluhald og bókhald. Frá árinu 1994 hafa bæst við dönsk forrit fýrir svínabændur, loðdýra- bændur og forrit til gerðar fóðuráætlana fýrir kúa- bændur. Á árinu 1997 verða tvö ný Windows forrit sett á markað; saman- burðarforrit fyrir bókhald og jarð- ræktarforrit, sem hjálpartæki við gerð áburðaráætlana. Samvinna um lausn mála Um þessar rnundir er unnið við að koma upp hópvinnukerfinu Lotus Notes hjá BÍ. Með hóp- vinnukerfinu (samvinnukerfinu!) Lotus Notes er stefnt að skilvirkari Aðgangur starfsfólks að Alnetinu (Internetinu) er í gegnum Notes. í dag er í Notes kominn vísir að fé- lagatali samtakanna, faghandbók ráðunauta, "ráðsíefna" um fagleg málefni og síðast en ekki síst mála- og samskiptabrunnur samtakanna. Þegar búnaðarsambönd taka Notes í notkun opnast þeim sömu mögu- leikar og starfsfólki Bændasamtak- anna í Reykjavík og er það einn af megin kostunum við kerfið. Búnaðarsambönd hafa lengi óskað eftir að fá aðgang að þeim upp- lýsingum sem eru vistaðar í Bændahöllinni. Með tilkomu Notes er ekkert því til fyrirstöðu hvað þau kerfi varðar sem byggð verða upp í Notes. Notes kerfið byggir upp á dreifðum gagna- Iengri annarri atvinnugrein er eins ör þróun eins og í tölvutækninni. Á aðeins þeim tveimur áratugum frá því einmenningstölvubyltingin hófst hefur framþróunin verið göldrum líkast. Tölvutæknin tekur sífelldum breytingum, sem hefur áhrif á starfsumhverfi fyrirtækja í öllum greinum þjóðfélagsins. Stefnumörkun í tölvumálum er þar af leiðandi viðamikið og vandsamt verk. og agaðri meðferð og úrvinnslu mála. Með Notes fæst betri yfirsýn yfir einstök mál, sem eru í vinnslu hjá Bændasamtökunum, og samvinna milli starfsfólks um úrlausn þeirra verður þjálli. Rit- vinnsla og skjalavarsla er gerð auðveldari í Notes og með mögu- leika á sendingu tölvupósts og myndsendinga (fax) er öll skjala- vinna starfsfólks gerð hraðvirkari. söfnum, sem uppfærast sjálfvirkt í gegnum tölvusamskipti. Verkefni á næstu árum Á næstu árum þarf að huga að eftirfarandi. í fyrsta lagi þarf áfram að þróa þann hugbúnað sem er fyrir hendi þannig að hann þjóni enn betur hlutverki sínu að vera hjálpartæki ráðunauta og bænda í störfum sínum. Hugbúnaður er aldrei fullgerður; sífellt aukast eða breytast þarfimar. Þannig þarf að huga að Windows útgáfum og jafnvel margmiðlunarútgáfum á þeim forritum sem em í notkun í dag. í öðm lagi þarf að opna enn betur aðgang búnaðarsambanda að skýrsluhaldsgögnum í sauðfjár- og nautgriparækt. Leiðbeiningar ráðunauta byggja m.a. á upp- lýsingum úr skýrsluhaldi og kunn- áttu þeirra til að nýta þær í ræktunarstarfi. Gífurlegar upp- lýsingar em til staðar í fjöl- notendatölvu Bændasamtakanna sem ná yfir langan tíma en að- gangur héraðsráðunauta og skýrsluhaldara að þeim er ófull- nægjandi. í þriðja lagi þarf að út- vega kúabændum forrit fyrir skýrsluhald og bústjómun, og út- vega þarf bændum og búnaðar- samböndum forrit til rekstrar- áætlunargerðar. I íjórða lagi verður farið að huga að notkun handtölva við skýrslugerð og dómarastörf ráðunauta, en það sparar tíma og skráningu. í fimmta lagi verður hópvinnukerfið Notes notað til að stórauka upplýsingaflæði og bæta vinnuaðferðir með meðferð mála og skjala hjá Bændasamtökunum og búnaðarsamböndum. Að lokum munu Bændasamtökin í samvinnu við Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins og fleiri stofnanir koma upp heimasíðu á Alnetinu. Alnetið er besta leiðin til að ná milliliða- laust til sem flestra og sjá má mikilvægt hlutverk þess í virkri leiðbeiningaþjónustu landbúnaðar- ins á komandi árum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.