Bændablaðið - 01.07.1988, Síða 6

Bændablaðið - 01.07.1988, Síða 6
Mcin)>rímur Viklorsson }>limir virt úl. f f f ÞAÐ IV # A N n w IR Al ■■ . 1 E :VE w I0PU OG Nl DG Tl IL 1 1 V OTNUN UNI H ER HEINIA — ættum aö sökkva Flóanum og gætum skapað hér atvinnu fyrir fjölda bænda, segir Steingrímur Viktorsson álamaður á Selfossi Gela álaveiðar orðið arðvæn- lc’” atvinnugrein á Islandi? I krinj>um 1960 veiddu bændur á nokkrum stöðum í landinu ál sem var ýmist flultur lifandi í vinnslu erlendis eða reyktur í Reykjavík. Af einhverjum ástæðum datt þessi útflu(ninj>- ur niður eftir fáein ár en nýlegar tilraunir bænda á Suðurlandi, undir forystu Steinj>ríms Viktorssonar kjötiðnaðar- manns, benda lil að þarna j»eti verið álilleo „aukabúj»rein“ fyrir talsverðan hóp manna. Is- lenskur áll hcfur í sumar fenj>ist í þremur verslunum oj> á einum veitingastað er boðinn steiktur áll. Smásöluverð á reyktum ál í Danmörku er 1700 krónur íslenskar fyrir hvert kíló. Þar i landi er skila- verð til bænda 250 til 400 krónur íslenskar á hvert kíló. Þar eru árlega veidd um 5000 tonn afál en í Noregi nemur ársveiðin ekki nema um 300 tonnum. Ef tækist að veiða 300 tonn hér á landi gæti það skapað sem samsvarar árstekjum 60 til 100 bænda. Steingrímur Viktorsson sem hefur talsvert kynnt sér þessi mál telur að eftirspurn eftir þessum sérstæða fiski sé mun meiri en framboðið, — sérstaklega hefur verið bent á Holland, Frakkland og Belgíu sem fýsileg markaðslönd. Allinn er þekktur austur á Héraðsflóa og suður um allt til Snæfellsness og vitaö að hann getur lifað talsvert langt inni í landi, — hefur fundist í neðanverðum Bisk- upstungum, — en lífsskilyrði hans hafa þó vafalítið versnað með auk- inni ræktun og minna mýrlendi en var. Sjá nánar um þessi atriði í við- tölum við álaveiðimenn hér til hlið- ar. Stofnkostnaður við álaveiði er lítill. Steingrímur Viktorsson taldi að 20 gildrur og lítinn bát gætu menn fengið fyrir 100 til 200 þús- und krónur. Állinn er færður lifandi úr gildr- unum og geymdur þannig í vatni þar til komið er að því að vinna hann. Þá er bætt salti í vatnið sem bæði drepur fiskinn og gefur honum hæfilegt saitbragð. Síðan er hann reyktur í heilu Iagi og seldur sem álegg á brauð. Steingrímur seg- ir að á sýningu sem hann sá í Bella Center fyrir ári hafi lax verið seldur á 100 til 150 krónur danskar en áll aftur á móti á 295 krónur. Dýrastur er fiskurinn þegar liann er orðinn kynþroska og á leið til hafs, — þá nefnist hann bjartáll og sá veiðist helst á haustin. í sumar og síðasta sumar hafa tilraunaveiðar á ál verið stundaðar á nokkrum btejum ‘ í Árnessýslu og einn bóndi í Rangár- vallasýslu hyggur nú á álaveiðar. Víða er fiskurinn smár en ekki talið útlokað að vötnin séu ofsetin. En gefum Steingrími orðið: „Þetta er gleymdi fiskurinn á ís- landi. Við erum að horfa uppá það að þaö er vöntun á þessum fiski allsstaðar í Evrópu. Framboðið er heldur ntinna en eftirspurnin og á sama tima er verið aö etja bændum um allt land í loðdýrarækt og fleira sem gengur ekki upp. Hjá mér er þetta rúmlega ársgamalt áhugamál og fyrst þegar ég fór að ræða þetta við menn hefði ég þurft að framvísa geöheilbrigðisvottorði til þess að það væri tekið mark á mér. Eg hafði samband við Veiðimálastofnun og var sagt þar að állinn hér á landi væri alltof lítill, — en ég hafði heyrt hitt og trúði frekar náttúrubörnun- um en fræðingunum. Álasögur sem ég hef heyrt úr Flóanum, Safamýri og víðar að eru flestar um 20 ára gamlar. Þá veittu menn vatni á engjarnar á vorin og tóku það svo af í júní eða júlí. Á þessum tíma lifði állinn á engjunum og hafði óhemjusvæði til að stækka og dafna. Kaupakonurnar voru að fá álinn á hrífurnar og sláttumenn slógu í hann. Hann var þá oft á ferðalagi í blautu grasinu og það er hugsanlegt að þetta hafi verið kyn- þroska áll á leið til sjávar, en þá skríður hann oft beinustu leið á þurru landi. Hrygningastöðvarnar eru svo í Saragossahafinu í Mexíkó- flóa og þangað syndir hann eða lætur sig berast með straumum og fer yfir 30 kílómetra á dag. Frá þessum tíma hef ég heyrt sögur um ála sem voru álíka sverir og hand- leggurinn á manni og yfir meters langir. Eg hef sagt að ég vildi helst sökkva öllum Flóanum í vatni aftur og breyta honum í álatjarnir. Núna erum við að tala um að það sé veru- legur samdráttur í hefbundnum landbúnaði og þá höfum við ekkert að gera við alla þessa ræktun sem er komin og það mætti þvi hugsa sér að gera eitthvað að mýrlendi aftur. Það eru óþrjótandi rannsóknar- verkefni varðandi álinn sem ekki hefur verið unnið að. Við höl'um áhuga á því að reyna að veiða svolít- ið al' glerál í sumar og reyna eldi á honum. í einu kílói af glerál eru um 3000glerálar sem má selja í eldi á 10 krónur stykkið. Þegar menn eru að tala um að flytja álinn inn frá Bret- landi til þess að ala hann hérna, þá finnst mér skína í gegn hvað það er lítil trú á landsins gæðum. Úti í Sví- þjóð hafa menn orðið áhyggjur af sjúkdómum í áli frá Bretlandi og þessvegna verið rætt um það þar að fá ál frá íslandi. Þar búa menn til tjarnir lyrir álinn og náttúran er lát- in sjá um að ala hann upp.“ Steingrímur kvaðst ætla að á 14 til 16 mánuðum verði 1 kílóafglerál að um hálfu tonni af ál við 20 til 25 gráðu hita. Bændur sem hel'ðu ála- veiðar sem atvinnu að sumrinu gætu alið tvö til þrjú tonn til við- bótar með litilsháttar glerálaveiði. Nú nýlega hefur Steingrímur orðið sér út um glerálagildrur sem vænt- anlega verða reyndar næsta vor. Fram til þessa hefur álaveiði ver- ið tilraunastarf þó svo að nokkur hundruð kíló hafi borist á land i sumar. Stærri álana hefur Stein- grímur tekið til reykingar og fékk nokkra tilsögn i þeim efnum á Jót- landi nú á liðnu vori. Þó kvaðst hann ekki enn hafa náð fullu valdi á þessarri verkun og því ekki farinn að senda reyktan ál í búðir. Aftur á móti hefur ferskur áll til steikingar verið boðinn í þremur verslunum; vöruhúsi KÁ á Selfossi og Flag- kaupsbúðunum í Kringlu og Skeifu. Lítið hefur selst af fiskinum og sagði Steingrímur að greinilega væri erlitt að yfirvinna séríslenska fordóma gagnvart þessum fiski. Til þess að þoka því striði áfrani hefur áll nú verið boðinn á veitingahúsinu Úlfar og Ljón á Grensásvegi. Auk þess að vera á matseðli býður eig- andinn og yfirkokkurinn Úlfar Eysteinsson gestum ókeypis smakk af steiktum ál í hádeginu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.