Bergþór - 01.05.1963, Page 2

Bergþór - 01.05.1963, Page 2
2 B ERGÞÓR Maí 1963 Um byggð í Biskupstungum árið 1709 Um aldamótin 1700 er mikil óáran á Islandi. Fyrir og um aldamótin voru ein mestu harð indaár, sem sögur fara af, sjö ára samfelld harðindi, vetrar- hörkur og grasbrestur. Fiski- leysi var mikið hér við land, svo að nærfellt áratug lagði fisk algjörlega frá landi að sögn heimilda. Heklugos olli miklu tjóni um Suðurland árið 1693. Bólusótt barst hingað til lands 1707, ein skæðasta, sem hér hefur gengið. Almennt er talið, að um 18000 manna hafi látizt úr henni á öllu landinu, eða fullur þriðjungur lands- manna. Einokunarverzlunin var í algleymingi. Sömuleiðis hjátrú mikil og andlegir fjötr- ar sem hvers kyns trúarofstæki lagði á fólk. Byggð hefur dreg izt saman í harðærum, eins og jafnan var, og sveitirnar fyllast af húsgangslýð. Þegar manntal var gert hér árið 1703, eru 598 þar af 51 niðursetningar og 53 íbúar í Biskupstungnahreppi, flakkarar og húsgangsfólk. Þess ber þó að gæta, að tala flakk- ara er miklu hærri hér hlut- fallslega en yfir landið í heild. Hefur biskupsstóllinn í Skál- holti væntanlega haft nokkuð aðdráttarafl fyrir slíkt fólk. Vafalaust hafa íbúar sveitar- innar verið allmiklu færri 1709 vegna bólusóttarinnar. Heklugosið 1693 hefur skilið eftir sig miklar menjar um of- anverðar Biskupstungur. 1 jarðabókinni er getið land- spjalla af völdum þess á hverj um bæ fyrir ofan Borgarholt í Eystri Tungunni og ofan til í Ytri Tungunni út að Úthlíð. Bæði eru það slægjur og skóg ur, sem spillst hafa. Uppblástur herjar víða á land. Er þess getið á Tungu- seli, Hólum, Kjóastöðum, Bratt holti, Gýgjarhóli, Drumbodds- stöðum og Haukadal. Víða bera ár og lækir möl og grjót á engjar eða brjóta þær. Er þess getið um flesta bæi, er eiga engjar að Hvítá: Bræðratungu, Auðsholt, Iðu, Laugarási og Skálholti. Þar spillir auk þess Brúará engjum. í Auðsholti Litla-Laxá, á Ei- ríksbakka og Iðu Stóra-Laxá, á Efri-Reykjum Fullsæll, á Vatnsleysu Tungufljót, í Múla Stakksá og í Austurhlíð lækir úr fjallinu. Tjóns af skriðuföllum eða grjóthruni er getið á Felli, Helludal og Neðra-Dal. Þar virðist hafa fallið skriða á tún og engjar um 1690. Þess ber þó að gæta að víða þykir jarðabókin gera nokkuð mikið úr ágöllum jarða og hnignun þeirra. Einnig getur jarðabókin hlunninda og nokkurra kosta jarða. Silungs- og laxveiði er allvíða talið til hlunninda. í Hvítá er veiði frá Drumbodds- stöðum og Bræðratungu, í Litlu Laxá frá Auðsholti. Þaðan var áður veiði í Hvítá, en eyrar hafa eyðilagt drættina, er hér er komið sögu. í Brúará er veitt frá Syðri-Reykjum, einn- ig í Fullsæl. Aðrar jarðir, sem njóta veiði í Fullsæl eru Efri Reykir og Tjörn, en Brekka hefur veiði í Andalæk. Veiði í Fullsæl er sögð mjög rénandi. Höfði hefur veiði í Höfðavík. Auk þess er talin silungsveiði í læk einum í landi Minna Fljóts (sem svo er nefnt í bókinni), en varla til gagns. Skóga er víða getið, en þeir fara mjög rénandi. Þó er tal- inn bjarglegur skógur á Felli, í Helludal og Neðra Dal. Smá- skógur er á Vatnsleysu, „góður til beitar og brúkanlegur til eldingar“. í Haukadal, Austur- hlíð, Úthlíð, Miðhúsum og Brekku er skógur mjög eyddur að nokkru leyti af völdum Heklugossins . Torfastaðakirkja hefur áður átt skógarítök í Sandvatnshlíð vestan Bláfells, en þar er allt komið í sand á þessum tíma. Sama er að segja um skógarpart Bræðratungu- kirkju undir Bláfelli. Hefur þá verið blómlegra í Sandvatnshlíð en nú er, þegar skógur var sótt ur þangað sunnan frá Torfa- ! stöðum. Rifhrís til eldiviðar er í landi Miklaholts og á nokkrum bæjum, Hólum, Brattholti, Brú og Tortu, en grávíðir notaður til drýginda við hey. Reiðingsrista er talin til hlunninda á Helgastöðum og Iðu. I Laugarási eru hverir tald ir til hlunninda, sagðir spara eldivið, en þess getið á móti, að peningur drepist í þeim þess á milli. Sjálfsagt hefur hvera- vatnið verið notað til þvotta, en upphitun með hveravatni hlýtur að hafa verið alls óþekkt þá. Annars er ekki getið hvera, nema hvað hveralækur er sagð- ur spilla grasrót á engjum Stóra Fljóts. Auk þeirra hlunninda jarða, sem hér hafa verið talin hefur Skálholtsstaður margs konar ítök víða um land. Til dæmis má geta þess, að staðurinn not ar raftviðartak vestur í Húsa- fellsskógi. Enginn sjálfseignarbóndi er í Biskupstungum árið 1709. Ekki er getið um, hver á Bræðra- tungu og hjáleigur hennar, en af samningi, sem getið er milli húsbónda og ábúanda, er ljóst, að jörðin er ekki ábúandaeign. Jón biskup Vídalín á tvær jarð ir, Hóla og Drumboddsstaði. Einholt er í eign brytans í Skálholti. Kjóastaði á bóndinn á Mosfelli. Torfastaðir eru í eign kirkjunnar (beneficium) ásamt Torfastaðakoti. Allar aðr ar jarðir, 36 að tölu og hjáleig- ur þeirra 8, á Skálholtskirkja. Alls eru í sveitinni 54 byggð býli, 42 jarðir og 12 hjáleigur. Tvíbýli eru tvö, á Gýgjarhóli og Galtalæk. Sex býli eru í byggð árið 1709, sem nú eru í eyði. Það eru Hólar, Lambhúskot (einnig kallað Gerðakot), Reykjakot, Tjarnarkot, Torta og Bryggja. Þrjár hjáleigur eru í eyði þá, sem nú eru byggðar, Gýgjar- hólshjáleiga, Krókur og Hala- kot. Þá nefnir jarðabókin all- mörg eyðibýli, sem ekki eru í byggð nú, sum aðeins til í óljós um munnmælum. Sum þessara býla hafa byggst upp aftur á tímabili, en ekki kann ég að greina frá því. Nokkur kotanna eru byggð aftur árið 1729. Það má sjá af manntali frá þeim tíma, en sá er galli á, að það manntal nafngreinir ekki hjá- leigur, getur þeirra aðeins, ef í byggð eru. Ég mun nú reyna að gera nokkra grein fyrir þessum eyði býlum, þar sem þar er fróðleik- ur, sem von er til, að mönnum sé forvitni í. Tungusel eða Gamla Sel er gömul hjáleiga frá Bræðra- tungu í Tunguheiði, innan við alla byggð. Þar hefur verið bú- ið í nokkur ár um 1660, en áð- ur var þar selstaða. Þar er allt orðið uppblásið, er jarðabókin er rituð. Kjarnholtanes er í Kjarn- holtslandi. Um byggð þar segir jarðabókin: „Þar reisti byggð fyrir hér um 50 árum einn ný- ungagjarn maður, sem alla hans ævi hafði lyst til að byggja þar sem auðn hafði ver ið, og var aldrei kyrr á sama :tað. í þessu Kjarnholtanesi bjó hann eitt ár. Þar hefur hvorki áður né síðan byggt verið, og ekki er þar byggjandi.“ Litla Einholt var skammt frá Einholtstúni. Ekki er annað eft ir þar en vallgrónar tóttir, er jarðabókin er rituð, enda full- yrðir hún, að þar hafi ekki byggð verið í 100 ár. Drumboddsstaðahjáleiga hef- ur farið í eyði 1708, en jafnan verið í eyði öðru hverju fram að þeim tíma. Fjósakot er skammt frá bæn um í Bræðratungu. Það er fyrst byggt um 1760, en hefur farið í eyði um 1790. Gata hét hjáleiga í Torfa- staðatúni. Hún fór í eyði 1706. M'klaholtshjáleiga í túni Mi.klaholts lagðist í eyði um 1700. Tvær hjáleigur aðrar eru nefndar í Miklaholtslandi. önn- ur var á stekkatúni jarðarinn- ar, byggð í 5 eða 6 ár um 1680 —90. Hin var í túninu við stöð- ulinn, í byggð um svipað leyti. Einhver af þessum hjáleigum mun byggð aftur 1729. Hreinskot var í túni Minna Fljóts, lögð í eyði um 1670. Jarðabókin telur óhugsandi, að kotið byggist aftur vegna lantí- þrengsla heimajarðarinnar. Hjáleiga, ónafngreind var skammt frá túni Stóra Fljóts, en hún er úr byggð löngu lyrir þennan tíma. Fellshali hét kot í Fellstúni. Það fór í eyði um aldamótin 1700. Arnarhóll var hjáleiga í landi Syðri Reykja. Þar er tal- ið byggt um 1675, en þó sást þar til eldri merkja um byggð. Byggð lagðist niður í koti þessu um 1693. Litla Ból stóð skammt frá Bólstúni. Það byggðist um 1695 og var í byggð í 2 eða 3 ár. „Þar lifði maður við eina kú og bjó vesællega“, segir jarðabók- in. Ónefnd hjáleiga er nefnd í Arnarholtslandi. Þar eru fjár- Framh. á bls. 3 OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO 0 0 Grein þessi er að mestu upptíningur úr jarðabók þeirri, er þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín gerðu og létu gera yfir allt Island á vegum dönsku stjórnarinnar á árunum 1703—14. Ég reyni að láta bókina tala sem mest sjálfa og bæta scm minnstu við úr öðrum heim- ildum. eða frá mér sjálfum. Ég geri enga tilraun til að rckja byggðar- sögu sveitarinnar, ekki einu sinni á ákveðnu tímabili. Hér birtast að- eins brot úr lýsingu á sveitinni árið 1709, er jarðabókin yfir Biskups- tungur var gerð, (Lýsing Skálholts er gerð 1713.) Fróðlegt væri að bera sagnirnar um fyrri alda byggð saman við þau munnmæli, scm sjáifsagt eru enn til í sveitinni um gömul eyðibýli. Það verður að bíða betri tíma, en verði birting þessa samtínings til þess, að ein- hver fari að rifja upp hálfgleymdar sögur, kemur hann ekki til einskis fyrir augu Tungnamanna.

x

Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergþór
https://timarit.is/publication/925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.