Bergþór - 01.05.1963, Page 4

Bergþór - 01.05.1963, Page 4
BERGÞÖR Maí 1963 Úr pokahorninu Ekki veröa íslendingar sak- aðir um að vera snyrtimenni úr hófi fram í búskap sínum eða umgengni umhverfis bíbýli §ín. Þó má sjá mikla viðleitni til fegrunar víða í bæjum og þéttbýli hin síðari ár. Höfuð- Staðurinn fríkkar t. d. með hverju ári fyrir bætt skipulag og vaxandi framtakssemi ein- staklinga. Hins vegar mun víða fremur um afturför að ræða á einstökum býlum til sveita. Með fyrri kynslóðum ríkti alda gömul umgengnismenning, sem hlaut að losna mjög úr reipum á þessari öld nýrrar tækni og fólksfæðar í sveitum. Efalaust er ástandið i þessum efnum misjafnt eftir landshlutum, en hæpið mun að fullyrða nokkuð um, hvar í röð Biskupstunga- menn muni standa. Hitt skiptir meira máli, að hér sem víðar mun vaxandi viðleitni og áhugi beirjast í rétta átt. Heyrzt hefir, að Kvenfélagið hafi nýlega kosið nefnd til þess að vinna að fegrun kirkjugarð- anna i sveitinni. Er þaö sannar- lega gleðilegt. 1 því sambandi má benda á Biskupstungnabók og sjóöinn, sem henni er tengd- ur, en hann mun nú það stór, að leyfilegt mun að verja 2/s af vöxtum hans til prýði á kirkju- gðrðunum eða umhverfi barna- skólans og félagsheimilisins. Margt mætti raunar segja um umhverfi Aratungu og barnaskólans. Þar eru einhver hin brýnustu verkefni sveitar- félagsins í framtíð. Allt, sem gert hefir verið á svæði félags- heimilisins, er raunar ágætt, svo langt sem það nær. En bet ur má ef duga skal. Þessar for- kunnarfögru nýbyggingar leiða vissulega vel í ljós, hversu nöt- urlegt og fátæklegt allt hið næsta nágrenni þeirra er. Blíkt hlýtur að meiða augu gesta og gangandi. — Hvenær verður t. d. vegurinn aystur í hverfið orðinn slíkur, sem hann þarf að verða?— Hvenær verða vírgirð ingarnar horfnar af skurðbökk- unum meðfram honum og lim- gerði komið í stað þeirra? — Hvenær losnum við yfirleitt við gaddavírsmenninguna, fs- lendingar? — Það skal vissu- lega ekki vanmetið, sem ein- staklingar hafa vel gert í Reyk- holtshverfinu, en heildarsvip- urinp er ekki fagur. Fyllsta þörf væri á að fá hæfan mann til þess að gera tillögur um skipulag og úrbætur fyrir hverf ið allt í heild. — Hið sama þyrfti að gera í Laugarási, áður en það er um seinan. Hér var minnzt á Biskups- tungnabók. Vel gæti hún orðið hin merkasta bók sem heimild- arrit, en til þess að svo megi verða, þurfa fleiri rithöfundar að vekjast upp í Tungunum. Haft var eftir merkum bók- menntamanni, íslenzkum, að rithöfundur blundaði á öðrum hverjum bæ á landinu. Líklega er þó of vægilega til orða tek- ið, að rithöfundar blundi hér í sveit. Þeir hljóta að steinsofa. Má það heita býsna hart, þar eð vagga íslenzkra bókmennta mun þó hafa staðið í Biskups- tungum. ■—: En eitt er augljóst: Sveitarblað er varla hugsanlegt að gefa út til langframa, ef tveim eða þrem mönnum er ætlað að skrifa hyern staf í það. Skáld eru þó fyrir víst í Tungunum. Varla hefur verið ort eins mikið hér í sveit um árabil og nú í vetur. Meira að segja er hér nú all afkastamik- ið hestavísnaskáld, Gunnar Thorsteinsson á Spóastöðum. Gunnar er raunar ennþá ungur, og því varla tiltökumál, þótt vísur hans séu misjafnar að gæðum, en með aukinni æfingu og sjálfsgagnrýni ætti hann að verða snjall. Hér eru fjórar vísur eftir hanp: Um Goða Höskuldar Eyjólfs- sonar: Rennur tíðum Goði grund, gneistar fold und járnum. Hefur jafnan hýra lund Höskuldur á klárnum. Fallega teygir fákur skrokk fram um sléttar grundir. Goði hristir ljósan lokk, loga steinar undir. Um moldstjörnóttan tamnings- fola: Höfuð frítt og hálsinn góður, hátt sig reisir Stjarni minn, allur gangur, — enginn ljóðyr, alltaf sami léttleikinn. Um Þórarin á Spóastöðum: Leggur iðinn staf við staf, úr starfi ei verður rækur, sá garpur hefir gaman af að gera upp kúa-bækur. Leiklistin er þó sú listgrein, sem á flesta iðkepdur hér j sveit, og er ekki annað en gptt um það að segja. Bér skal að- eins varpað fram þeirri spurn- ingu, hvort ekki væri eðlilegra og vænlegra til framdráttar list inni, að stofnaður yrði leik- klúbbur, sem starfaði a. m. k. alla vetrarmánuðina reglulega, í stað þess að vinna í fárra vikna skorpum. G. Öl. Ól.

x

Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergþór
https://timarit.is/publication/925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.