Bergþór - 01.05.1963, Page 5
Maí 1963
BEBGÞÓR
3
Pulladómar um hreppsnefndarmenn
I. Skúli Gunnlaugsson.
Skúli Gunnlaugsson, oddviti
hreppsnefndar Biskupstunga-
hrepps er jafnframt aldursfor-
seti hreppsnefndarinnar enda
nokkur ár um sjötugt.
Skúli er fremur lítill maður
Framh. af bls. 2
hús á þessum tíma og hefur
ekki verið byggð í manna minn
um.
Otholt eru talin hafa verið
aðaljörð, sem Holtakot hafi
byggzt úr, „og skyldi þá Holta-
kot hafa verið svosem fyrir
Austurholt“. Þetta eru þó að-
eins munnmæli. Ekki eru þau
þó ósennileg, því að Holtakot
standa ekki svo nærri neinum
bæ, sem nú eru byggðir, að lík
legt sé, að þau séu byggð frá
honum. Kot standa oftast ekki
fjarri höfuðbólinu. Jarðabókin
getur þess sem tilgátu, að of
landþröngt hafi þótt fyrir báð-
ar jarðirnar, en Útholt verið
eyðilögð, því að túnstæði væri
betra í Holtakotum.
Á lausu blaði í handriti jarða
bókarinnar er getið munnmæla
um býli fyrir innan þáverandi
byggð. Segir þar svo: „Munn-
mæli eru, að byggð hafi verið
langt fyrir norðan Haukadal og
í kringum Bláfell, og hafi þá
Haukadalur átt að standa svo
sem í miðri sveit, en ekki vita
menn nein bæjanöfnin. Standa
og þessi munnmæli ekki ^á föst-
um fótum.
Upp úr Eystri Tungunni
segja menn og byggð verið hafa
fyrir norðan Hóla að vísu á ein
um stað, þar sem heita Djúp-
hólar, og þykjast hafa séð þar
til girðinga, en nú er sandur
þar á kominn og uppblásið.
Regnubúðir heita í Hvítár-
nesi (Hvítárnes er fyrir norðan
Hvítá, milli Hvítárvatns, Hvít-
ár og Jökulkvíslarinnar), þar
ætla menn að vísu að búið hafa
verið, og víðar er það hér norð-
ur um, sem skjallegir menn
segja eftir sér eldri mönnum,
að fyrrum hafi sést til rústa og
byggðastæða. Byggð þessa segja
menn eyðilagða vera í einni
stóiTi plágu.“
Engin tök hef ég á að leggja
dóm á þessi munnmæli, hvort
rétt eru. örnefnið Regnubúðir
þekki ég ekki, en ef til vill er
hugsanlegt, að hér sé komið
sama nafn og Hrefnubúðir í
mjög afbakaðri mynd. Hafi bær
inn staði úti í Hvítárnesi, fyrir
utan Tjarná, er enginn staður
líklegur sem bæjarstæði nema
vexti og getur ekki talizt glæsi-
menni í sjón, þó hann beri af
sér góðan þokka. Það er því
ekki vegna glæsimennsku sinn-
ar, að hann hefur orðið einhver
ástsælasti maður þessarar sveit
ar. Ekki er það heldur vegna
helzt uppi við Hrefnubúðir.
Gæti bæjarstæðið þá verið brot
ið niður af kvíslinni nú.
Hclludalskot byggðist fyrst
um 1670 og var þar kiðabú frá
Skálholti. Kotið lagðist í eyði
um aldamótin.
Austurhlíðarkot stóð við tún-
ið í Austurhlíð. Það fór í eyði
1706.
Hrauntún hefur einnig lagzt
í eyði 1706, en er líklega komið
í byggð aftur 1729. Þá eru tald-
ar tvær hjáleigur frá Othlíð,
önnur sennilega Stekkholt, en
hin Hrauntún.
Um flest þeirra kota, sem
getið er í eyði, er tekið fram,
að óæskilegt sé, að þau byggist
aftur. Eru þau venjulega talin
heimajörðinni til þrengsla og ó-
þæginda. öfugt er þessu farið
um Halakot. Talið er gagnlegt
að það byggðist til að verja
slægjurnar á þá hlið.
Af þessari upptalningu er
ljóst, að byggð hefur dregist
mjög saman í Tungunum um
aldamótin 1700. Valda þar
sennilega mestu harðindi,
Heklugosið 1693 og bólusóttin
1707. Auk þeirra býla, sem
byggð hefur lagzt niður í um
þessar mundir, má geta þess,
fimm tvíbýli og eitt þríbýli
(Iða) eru í sveitinni árið 1703,
en ekki nema tvö 1709. 1729
eru tvíbýli orðin tíu og auk
þess húsmenn á fimm bæjum,
en þeirra er ekki getið áður.
Afréttinn fyrir innan Hvítá
eiga kirkjurnar í Bræðratungu,
Haukadal, Torfastöðum og Skál
holti. Ekki er hann notaður um
þessar mundir, en helzt er að
skilja, að þangað hafi verið rek-
ið áður, enda er ólíklegt, að
eign hafi þótt í afréttinum
nema hann hafi einhvem tíma
verið notaður.
Framafréttarins er ekki getið
að öðru leyti en því, að við
Skálholt stendur: „Afrétt á
jörðin í Tungnamanna afrétt á
fjöllunum fyrir framan Hauka-
dal.“ Ekki er þó víst, að Skál-
holt hafi átt þar meiri rétt en
aðrar jarðir, og líklega hefur
afrétturinn verið sameiginleg
eign Tungnamanna.
Gunnar Karlsson.
þess, að hann sé skörulegur
ræðumaður. Hann hefur heldur
óáheyrilegan málróm, sém veik
ist með aldrinum. Þrátt fyrir
þetta hafa Biskupstungnamenn
kjörið hann nær einróma í
hreppsnefnd síðustu þrjá til
fjóra áratugi og hreppsnefndin
valið hann oddvita sinn síðustu
5 skiptin og að því er ég bezt
veit, ávallt með 6 atkvæðum af
7, nema í fyrsta skiptið fékk
hann 5. Auk þess hefur Skúli
haft með höndum fjölda ann-
arra trúnaðarstarfa, sem of
langt yrði upp að telja.
Þessa trausts nýtur Skúli
vegna sinnar góðu almennu
greindar. Hann ber gott skyn
á ýmsa hluti og er víða vel
heima. Minni hefur hann gott,
en mun þó heldur vera farinn
að tapa því fyrir aldurs sakir.
Hann hefur gott vit á að fara
með tölur, enda hefur hann
verið endurskoðandi Sláturfé-
lags Suðurlands mörg undan-
farin ár.
Skúli er mjög samvinnulipur
maður og skoðar hvert mál
ávallt frá fleiri en einni hlið.
Ýmsir telja þó Skúla tæpast
nógu harðan baráttumann, en
ég býst við að hann sé gott
dæmi um menn, sem koma sín-
um málum fram með lipurð og
lægni.
Skúli er prúður maður og
hæggerður, en stundum nokk-
uð seinlátur. Hann hefur ljúfa
lund og skiptir sjaldan skapi,
en getur þó reiðst illa, jafnvel
af litlu tilefni, en honum renn-
ur fljótt reiðin og gæti ég trú-
að að honum væri ekki illa við
nokkurn mann né nokkrum
manni illa við hann.
Skúli hefur kímnigáfu góða
og getur verið mjög meinlegur
í svörum án þess þó að vera
særandi.
Elli kerling hefur enn verið
furðu mjúkhent við Skúla, en
hætt að hún hlífi honum ekki
svo lengi enn, að hann geti
gegnt öllum sínum trúnaðar-
störfum fyrir sveitina. Þegar að
því kemur verður eftirmönnum
hans mikill vandi á höndum,
því löngum er erfitt að taka við
starfi af góðum starfsmanni.
Arnór Karlsson.
- Stjáni
Framh. af bls. 4
allt fólk úr hverfinu komið nið
ur í naustið til þess að fylgjast
með skipinu, er beið að boða-
baki fyrir utan brimið, er gekk
á sundið. Karlmenn þeir, er
stóðu á svonefndum Kotvogs-
bakka, sáu betur til skipsins en
aðrir. Þeir sáu, að skipið hélt
sig nokkuð fyrir utan sundið og
hvarf, að því er virtist, í öldu-
dalinn. Þá sáu þeir líka, að til
formannsins var kominn maður
í skutinn, og vissu menn strax,
hver það var. Það hlaut að
vera Stjáni. Hann reri þessa
vertíð hjá Magnúsi Pálssyni.
Menn vissu hvílíkur snillingur
hann var og hversu hann gat
hafið sig yfir allan fjöldann á
svona augnablikum. Nokkuð
löngu seinna kom lag á sundið,
sem þeir tóku og heppnaðist
vel, enda lögðu þarna tveir
snillingar saman ráð sín, Stjáni
og formaðurinn. Margar hendur
voru til taks að draga skipið á
þurrt, er það lenti, en þegar
það stóð á þurru mælti Magnús
formaður og var þá reiður til
þess að bæla niðri í sér klökkv-
ann: „Hana piltar, þakkið þið
honum Kristjáni fyrir lífgjöf-
ina í dag.“ Magnús var dreng-
lyndur maður og vissi, hvað
hann sagði.“
Og enn segir sr. Jón Thorar-
ensen: „Menn, sem voru með
Stjána þennan dag á sjó, sögð-
ust aldrei hafa séð hann alúð-
legri né skemmtilegri en þann
dag. Það var eins og hann yxi
upp úr sjálfum sér, þegar hann
horfðist í augu við háskann.
Hann hefur verið einn af þeim
mörgu, sem ekki lifa í sterku
tjóðurbandi við þetta líf og því
ávallt búinn til að fara. En
hann þurfti ekki fyrir það, að
verða sá listamaður, sem hann
varð á mælikvarða sjómennsk-
unnar. Það var honum með-
fætt. — f riki sjómennskunnar
var hann fæddur konungur, í
ríkinu, sem leggur svo mikið
til af kjarnanum í þjóðlífi okk-
ar íslendinga.“
„Hann var alinn upp við sjó,
ungan dreymi um skip og sjó,
stundaði alla ævi sjó,
aldurhniginn fórst í sjó,“
segir örn Arnarson í kvæði
því, er vitnað var til í upphafi.
Þau urðu afdrif Stjána, að er
hann var orðinn aldraður mað-
ur, lagði hann upp úr Hafnar-
firði einn á báti í norðanveðri,
er versnaði þó, eftir að hann
fór. Mun hann hafa ætlað heim
til sín í Keflavík, en kom ekki
fram, og fréttist aldrei til hans
síðan.
Þórður Kárason.
- llm liyöiiil í [lisl(U|is(iiiiíiiiiii árið 1709