Bergþór - 01.05.1963, Side 6

Bergþór - 01.05.1963, Side 6
4 BERGÞÓR Maí 1963 Hann var alinn upp við slark, útilegur, skútuhark. Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark. Kæmi Stjáni í krappan dans, kostir birtust fullhugans. Betri þóttu handtök hans heldur en nokkurs annars manns. Þessar vísur eru teknar úr hinu ágæta kvæði, er Magnús Stefánsson, öðru nafni örn Arnarson ,kvað um Kristján Sveinsson, er gekk undir nafn- inu „Stjáni blái“ allmikinn hluta ævi sinnar. Vann Magnús með því tvennt í einu. Hann reisti Stjána minnisvarða, er lengi mun standa og reynast ó- brotgjarn, en fyrir sjálfan hann varð þetta kvæði til þess, að hann fékk skáldastyrk síðustu ár ævi sinnar, er kom sér vel fyrir hann, er bæði átti við heilsuleysi og fjárhagserfiðleika að stríða. Mér þótti vænt um þetta kvæði, því bæði var það skemmtilega ort, og svo gat ég unnt Stjána þess, að eitthvert vingjarnlegt orð yrði sagt eftir hann látinn. Ég hygg að fáir hér um slóð- ir hafi kynnzt honum persónu- lega, því að vettvangur hans var annars staðar en hér. En eina vertíð, meðan ég stundaði sjó, lágu leiðir okkar saman, og þá kynntist ég honum. Ég held, að það hafi verið 1911. Ég fór óráðinn að heiman, en þegar ég kom til Reykjavíkur, var ég falaður í skiprúm suður í Höfnum. Ég tók þessu boði og fór suðureftir og var þar á sexrónum bát um vertíðina. Engan af áhöfninni hafði ég séð áður, enda hafði ég aldrei í þetta pláss komið. En ekki kom það að sök, því mér féll vel við þessa félaga mína. Formaðurinn hét Kristján Sveinsson, og var mér bráðlega sagt, að hann væri kallaður Stjáni blái. Þann mann hafði ég aldrei heyrt nefndan fyrr, og var hann þó víst á þeim árum orðinn all- nafnkenndur, en það varð hann víst aðallega á skútuöldinni, því þá var hann að starfi allan tímann, sem skúturnar gengu, og ekki alltaf logn í kringum hann, sérstaklega ef Bakkus var með í ferðinni, eins og al- gengt var víst á þeim árum. Ekki er mér kunnugt um fæðingarár Kristjáns og ekki heldur hverjir foreldrar hans voru. Sagt var að hann hefði alizt upp að Görðum á Álfta- nesi, að líkindum hjá Þórarni presti Böðvarssyni, og ungur að árum fór hann að stunda sjó þaðan. Ungur var hann og orðinn formaður á fleytu frá Görðum, og á þeim árum mun hann hafa verið kallaður Garða Stjáni. Sjó stundaði hann alla ævi bæði á opnum bátum og þilskipum. Eins og fyrr segir var hann formaður minn vertíðina 1911, og féll okkur vel saman. Hann var að jafnaði orðfár, en gat þó verið glettinn og gert að gamni sínu. Greindur hygg ég hann hafi verið allvel og las dálítið, umgengnisgóður og jafnlyndur hversdagslega. Hann var fylli- lega meðalmaður á hæð, með fremur breitt andlit, rauðlitt yfirskegg og leit út fyrir að hafa verið freknóttur á yngri árum. fyrst, að sér hafi orðið á að leggja ofaní þá, en segir svo: „Ég ætla að biðja þig fyrir lóð- arspottann minn, Bjarni minn, ef hann kemur upp hjá þér, þegar þið farið að draga, en fiskinn hugsa ég ekkert um.“ Svo sagði hann okkur að róa frá aftur. Lóðinni náðum við að mestu eða öllu leyti, en afl- inn varð lítill hjá okkur, en Bjami fiskaði vel. Sr. Jón Thorarensen ólst að nokkru leyti upp í Kotvogi í Höfnum og þar kynntist hann Stjána bláa og hefur skrifað greinarkorn um hann, er hann STJANI Vín smakkaði hann ekki þessa vertíð, þótt hann væri talinn allmikill drykkjumaður bæði fyrr og síðar á ævinni, enda bar hann þá ábyrgð á skipi og mönnum. Og svo var annað. Hann var í tilhugalífi þennan vetur. Hjá okkur var ráðskona, sem Guðrún hét. Hún var ekkja, myndarkona með 8 ára dóttur með sér, og vissum við það, að Stjáni gerði sér von ir um hana sem konuefni. Enda fór það svo, að þau mynduðu heimili saman, en hvort þau giftust, vissi ég ekki. En þrjú börn eignuðust þau, sem upp komust. Stjáni sagði stundum, að sér þætti skemmtilegast að umgang ast stálpaða stráka og hunda, end.a var það venjan, að oft var eitthvað af öðru hvoru, strák- um eða hundum, í kringum hann. Ég veitti því eftirtekt, oft er við vorum komnir að landi og farnir að gera að afl- anum og Stjáni stóð við borð og flatti, að hópur af strákum safnaðist til hans og rabbaði við hann og hann við þá. Aldrei bar á stríðni eða keskni af þeirra hálfu, heldur var þarna gagnkvæm gamansemi af beggja hálfu. Sama var að segja um hundana. Ef Stjáni var einhvers staðar á gangi og hundur var í nágrenninu, var hann kominn á hæla Stjána, þótt hann ætti engan hundinn sjálfur. Venjulega var róið í dimmu á morgnana og búið að leggja lóðina, áður en bjart var orðið. Morgun einn, er við höfðum lagt lóðina, sjáum við, að skip liggur yfir lóð rétt hjá okkur, og segir Stjáni þá: „Nú hefur illa tekizt til. Við höfum lagt lóðina ofaní lóðina hans Bjarna Guðnasonar, en það er þjófótt- asti maður á sjó í þessu plássi. Takið þið í, drengir. Við skul- um róa til hans.“ Er við kom- um til þeirra, afsakar Stjáni birti í riti sínu, Rauðskinnu. Þar segir hann meðal annars: „Og Stjáni var þrennt í senn. Hann var handsterkur, hand- fljótur og handviss. Var það hvort tveggja í senn, grátt gam an og þó hálfbroslegt að sjá að- farir hans. Dag einn um nón- bilið kom Stjáni að Kotvogi og var ofurlítið hreifur af víni. Stjáni fór upp á baðstofuloft, dvaldi þar stutta stund hjá fólkinu ósköp rólegur, gekk síð an niður og út. Þegar Stjáni kom út á hlað, voru þar nokkr- ir sjómenn fyrir, þar á meðal einn norðan úr Fljótum, stór maður og myndarlegur. Ein- hver lyfting mun hafa verið komin í hann, því hann fór óð- ara að særa Stjána og valdi honum ýmsan skáskeyting. Stjáni sneri sér þá að honum og áður en auga yrði á fest, hafði hann rennt vinstra þumal fingri inn í hægra munnvik mannsins utan við tanngarðinn og gripið á móti með fingrun- um aftan við kjálkabarðið, snú- ið manninn niður og ætlaði að veita honum þá ráðningu, að hann yrði rólegur fyrst um sinn. Gengu þá sjómenn á milli og báðu Fljótamanninum griða, og tókst það án þess að illt hlytist af. Dag einn, er allar fleytur voru á sjó, brimaði mikið, og flýttu menn sér í land, er þeir sáu, hvað fara gerði með brim- ið. Komust allir í land, áður en fullversnað var nema eitt skip. Það kom lang seinast, og var þá komið stórveltu brim og Kirkjuvogssund ófært. Formað- ur á þessu skipi hét Magnús Pálsson, góður stjórnari, merk- is maður og einbeittur, en nokk uð þurr á manninn, ef því var að skipta. Skip hans var talið gott sjóskip, en þó ekki stórt, ' en áhöfnin 11 eða 13 menn. ; Þegar hér var komið sögu, var Framh. á bls. 3 Fylgt úr hlaði Samkvæmt samþykkt ung-1 mennafélagsfundar í nóvembsrj s.l. kemur þetta blað nú fyrir sjónir okkar. Hið fyrra blað ungmennafélagsins „Baldur“, hefur nú legið í dvala í nokkur ár og er þetta blað að nokkru leyti arftaki þess. Þó er ekk- ert því til fyrirstöðu að bæði þessi blöð kæmu út hvort í sínu formi. Þetta blað er að því leyti frábrugðið hinu fvrra, að „Baldur" var hand.skrifaður, en við höfum hug á að taka tæknina í þjónustu okkar og láta prenta blaðið, ef það mætti verða til þess að fleiri gætu notið efnis þess. Að vísu er út- gáfa blaðs í ekki stærra upp- lagi en þetta nokkuð erfið fjár hagslega og er vafasamt að það geti staðið undir sér. En vænt- anlega verður fjárhagshlið út- gáfustarfsemi þessarar rædd nánar á næsta fundi í ung- mennafélaginu. Við höfum valið þessu blaði nafn hinnar fornu þjóðsagna- hetju úr Bláfelli, sem sagan segir að hafi lagt leið sína um sveitina, er hann fór til mjöl- kaupa á Eyrarbakka. En Berg- þór þarf að fá nokkurn beina. Eins og hann bað fyrr um sýru til drykkjar á Bergsstöðum þarfnast hann nú efnis til að geta haldið áfram göngu sinni um sveitina og ef til vill víðar. Bergþór hefur þegar knúið dyra hjá nokkrum mönnum og beðið þá að ljá sér fróðleiks- korn og annað það efni, er hann flytur ykkur nú. Von- andi á hann eftir að koma við hjá fleirum sömu erinda á kom andi árum og þiggja þar eitt- hvað er orðið gæti öðrum til fróðleiks og skemmtunar. A- reiðanlega eiga margir minn- ingar og fróðleik af ýmsu tagi, sem væri þess virði að festa á blað og láta ekki falla í gleym- sku. Það er fyrst og fremst vettvangur þess háttar fróð- leiks, sem við ætlumst til að blað þetta verði. Einnig væri æskilegt að fá ýmislegt úr sögu sveitarinnar, sem er ekki öll- um kunnugt. Vettvangur deilna getur það varla orðið, því til þess kemur það aldrei nógu oft út, enda ættu menn frekar að deila um innansveitarmál á fundum en í blaði. Með þessum orðum óskum við „Bergþóri“ brautargengis. Ritncfnd

x

Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergþór
https://timarit.is/publication/925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.