Dagsbrún - 01.02.1944, Síða 1
ÚTGEFANDÍ: VERKAHAN ií AFÉLAGI DAGSBRÚN
Sigurður Sigurðsson,
ráðunautur, fyrsti form. Dagsbrúnar
Héðinn Valdimarsson,
formaður Dagsbrúnar í 15 ár
Sigurður Guðnason, Sigurður Guðmundsson, Njarð 61,
núverandi formaður Dagsbrúnar einn af stofnendum Dagsbrúnar
Dagsbrún 38 ára
Hinn 26. jan. 1906 var formlega geng-
ið frá lögum og stofnskrá verkamanna-
félagsins ,,Dagsbrún“. Dagsbrún er
þannig nú 38 ára gömul. Saga Dags-
brúnar þessi 38 ár er minningamerk
fyrir reykvíska verkamenn. Hér verður
ekki gerð tilraun til að rekja sögu þessa
félags, sem skipað hefur forustusæti í
íslenzkri verklýðshreyfingu öll þessi ár,
þess aðeins minnst að sú verkamanna-
kynslóð er nú nýtur manndómsára
sinna, á „Dagsbrún“ meira að þakka en
unnt er að lýsa í fám orðum. Á öðrum
tíma og öðrum stað verður það að sjálf-
sögðu hlutverk Dagsbrúnarmanna að
sjá svo um, að saga félags þeirra verði
skráð, og þeirra forustumanna minnst
á viðeigandi hátt, sem drýgstan skerf
hafa lagt til stofnunar þess og uppbygg-
ingar. Af stofnendum Dagsbrúnar, þeim
er óslitið hafa verið í félaginu, eru nú
lifandi 33. Þessir frumherjar og braut-
ryðjendur Dagsbrúnar hafa að sjálf-
sögðu margs að minnast í sambandi við
stéttabaráttu reykvískra verkamanna,
ekki sízt fyrstu árin, meðan róðurinn var
þyngstur og hver sigur, sem vannst svo
dýrkeyptur að óhugsandi er við þær
aðstæður sem þá voru, að aðrir en þeir,
sem snortnir voru krafti nýrra hug-
sjóna, vígðir framsóknarbaráttu nýrrar
aldar fengju staðizt. Og þó var oft um
smátt barist. i£n lítill sigur boðar annan
stærri. Og þannig hefur barátta og starf
Dagsbrúnar gengið öll árin. Alltaf mið-
að í rétta átt og heildarárangurinn af
störfum félagsins er stórkostlegt og
glæsilegt átak, sem valdið hefur alda-
hvörfum í lífi verkamannastéttarinnar
í Reykjavík.
Störfum Dagsbrúnar hefur jafnan
fylgt mikil gifta. Félagið hefur líka
undantekningarlítið notið forustu góðra
og dugandi manna.
Fyrsti formaður þess var Sigurður
Sigurðsson búfræðingur, síðar ráðunaut-
ur. Hollráður umbótamaður og liðlegur
stjórnandi.
Árið 1922 verður Héðinn Váldimars-
son formaður Dagsbrúnar. Undir for-
ustu hans má segja með miklum rétti,
að félagið verði að stórveldi í stétta-
baráttu verkamanna, ekki aðeins 1
Reykjavík heldur einnig á landsmæli-
kvarða. Gáfur Héðins og atorka naut
sín vel í samvinnu við verkamenn. For-
usta Héðins í málum Dagsbrúnar var
sterk og krafðist mikils fylgis af þeirra
hálfu, enda veittu verkamenn Héðni
og þeim málum er hann bar fram fyrir
þeirra hönd, óskorað brautargengi. Hinn
minnisverði hlutur Héðins Valdimars-
sonar í starfi og baráttu Dagsbrúnar
er ekki sízt merkilegur fyrir þá sök.
að hann hefur ekki þurft að heyja sjálf-
ur hina erfiðu lífsbaráttu verkamanns-
ins. En þrátt fyrir þetta einstæða da.-mi
um utanstéttarmanninn, sem verður um
langt skeið athafnasamur og mikiivirk-
ur foringi í verkamannafélagi, mega
verkamenn ekki láta sig dreyma um
það, að samtökum þeirra verði að jafn-
aði vel stjórnað nema af þeim sjálfum.
Þetta hafa Dagsbrúnarmenn látið sér
skiljast. Um leið og Héðinn Valdimars-
son hvarf úr forustu í félaginu völdu
þeir úr eigin hópi formann fyrir félag-
ið. Sig. Guðnason hefur verið tvisvar
í röð sjálfkjörinn formaður Dagsbrún-
ar Undir hans forustu hefur Dagsbrún
náð þýðingarmiklum áfanga í eining-
arbaráttu verkalýðsstéttarinnar. Og
reynslan af forustu Sigurðar Guðna-
sonar hefur staðfest það með glæsi-
legum hætti að verkamenn eiga allt
undir sjálfum sér og geta líka átt það
öruggir. Á. Ág.