Dagsbrún - 01.03.1974, Page 9

Dagsbrún - 01.03.1974, Page 9
Um uppsagnarfrest verkamanna Þegar verkmaður hefur öðlast rétt til fasts viku- kaups, þ. e. hefur unnið 6 mánuði eða lengur hjá sama vinnuveitanda, er gagnkvæmur uppsagnar- frestur 1 vika, miðað við vikuskipti, þar til við- komandi hefur öðlast rétt til eins mánaðar upp- sagnarfrests samkv. lögum nr. 16, 1958. Mánaðar- kaupsmenn eiga ávallt eins mánaðar uppsagnar- frest, miðað við mánaðamót, sé ekki annað ákveð- ið í samningum. Þegar verkamanni er sagt upp vegna samdrátt- ar, skal hann, ef um endurráðningu er að ræða innan 6 mánaða, halda áunnum réttindum, svo sem starfsaldurshækkunum, föstu vikukaupi og rétti til kaupgreiðslu í veikinda- og slysatilfellum. Kaupgreiðsla í veikinda- og slysatilfellum o. fl. Slasist verkamaður vegna vinnu eða flutnings til og frá vinnustað, skal hann halda kaupi eigi skem- ur en 7 virka daga. Verði ágreiningur um bóta- skyldu vinnuveitanda, skal farið eftir því, hvort slysatrygging ríkisins telur skylt að greiða bætur vegna slyssins. Vinnuveitandi kostar flutning hins slasaða til heimilis eða sjúkrahúss. I veikinda- og slysatilfellum skal verkamaður, sem unnið hefur skemur en eitt ár hjá sama at- vinnurekanda fá greiddan einn dag fyrir hvern unninn mánuð (150 klst.). (f slysatilfellum þó aldrei skemur en allt að 7 virkum dögum). Verkamenn, sem unnið hafa hjá sama atvinnu- rekanda í eitt ár eða lengur, skulu halda óskertu kaupi í allt að 4 vikur. Vinnuveitandi getur krafist læknisvottorðs um veikindi verkamanns. Vinnuveitandi greiði læknisvottorð að því til- skildu, að veikindi séu þegar tilkynnt til atvinnu- rekanda á fyrsta veikindadegi, og að starfsmönn- um sé ávallt skylt að leggja fram læknisvottorð. 9

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.