Dagsbrún - 01.11.1976, Qupperneq 10

Dagsbrún - 01.11.1976, Qupperneq 10
Starfsaldurshækkun á kaupi Verkamenn, sem öðlast hafa rótt til óskerts vikukaups. skuiu eiga rétt á 4% grunnkaupshækkun eftir 1 árs starf hjá sama vinnuveitanda (sjá ennfremur kauptaxta mánaðarkaupsmanná) hó skulu verkamenn í fiskvinnu, byggingarvinnu, fagvinnu og hafnarvinnu ávallt eiga rétt á framangreindri kauphækkun eftir eins árs samfellt starf í starfsgreininni, þótt hjá fleiri en einum vinnuveitanda sé. svo og föstu vikukaupi amkvæmt þar að iút- andi reglum og heldur hann þessum réttindum, þótt hann flytjist milli vinnuveitenda í starfsgreininni. Reglur um orlof og orlofsfé Lágmarksorlof er 24 virkir dagar. Orlofsfé er 8,33% af öllu kaupi. Veikist launþegi hér innanlands í orlofi það alvarlega, að hann geti ekki notið orlofsins, skal hann á fyrsta degi, t.d. með sím- skeyti, tilkynna vinnuveitanda um veikindin og hjá hvaða lækni hann hyggst fá læknisvottorð. Fullnægi hann tilkynningunni og standi veikindin samfellt lengur en 3 sólarhringa, á ianuþegi rétt á uppbótarorlofi jafn langan tíma og veikindin sannarlega vöruðu. Undir framangreindum kringum- stæðum skal launþegi ávallt færa sönnur á veikindi sín með læknisvottorði. Vinnuveitandi á rétt á að láta lækni vitja laun- þega, er veikst hefur í orlofi. Uppbótarorlof skal eftir þvi sem kostur er, veitt á þeim tíma, sem launþegi óskar, og skal veitt á tímabilinu 1. maí—15. september, nema sérstaklega standi á. Réttindi verkamanna, sem vinna hiuta úr degi Verkamenn, sem vinna hluta úr degi samfellt hjá sama atvinnu- rekanda, skulu njóta sama réttar um greiðslur fyrir samnings- bundna frídaga, veikinda- og slysadaga, starfsaldurshækkánir o. fl. og þeir sem vinna fullan vinnudag, og skulu greiðslur miðaðar við venjulegan vinnutíma aðila. Reglur um fast vikukaup Hafi verkamaður unnið hjá sama atvinnurekanda samfellt í 3 mánuði eða lengur skal honum greitt óskert vikukaup þannig, að samningsbundnlr frídagar, aðrir en sunnudagar, séu grelddir. Um matar- og kaffitíma Sé unnið í matar- og/eða kaffitíma á dagvinnutímabili skal hann eða sá hluti hans, sem unninn er, greiddur í nætur- vinnu. Um iaunaseðia I hvert skipti sem laun eru greidd skal launagrelðandi afhenda launþega launaseðil, er sýni fjárhæð Iauna og greinilega sund- urliðaðan allan frádrátt launa. Gætið launaseðilsins vel! 10

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.