Þjóðvörn


Þjóðvörn - 04.10.1946, Síða 2

Þjóðvörn - 04.10.1946, Síða 2
2 ÞJÓÐVÖRN FÖstudagur 4. október 1946 Baldvin Þ. Kristjánsson: Ur w*€mðm fluttri í Alþýöuflokksfélagi Reykjavíkur 29. sept. sl. Samningsgrund- völlurinn óeðliJegur. Ég hef haldið því fram og geri ennþá, að það, sem hver einstaklingur þarf fyrst að gera sér ljóst, sé það, hvort yfirleitt eigi nokkum tíma að gera nokk- nra samning við nokkra þjóð um sérréttindi á íslandi, svo framarlega sem hagsmunir þ jóð- arinnar sjálfrar ekki krefjist slíks, eins og segja mátti t. d. um herverndarsáttmálann við Bandaríkin á sínum tíma. Frá þjóðemis- og þjóðarmetnaðar- legu sjónarmiði einu saman virðist mér auðsætt, að óspilltir Islendingar kveði einum rómi NEI við hvers konar tilmælum erlendra þjóða um hemaðarleg sérréttindi á Islandi — tilmæl- um, sem borin em fram með þeirra hagsmimi — ímyndaða eða raunveralegra — fyrir aug- um, en háskalega fyrir Islend- inga á marga lund. — Umboðslaus samninga- maður í ógöngum. En nú, í þetta smn, virðist Hvað veldur . . . Framhald af bls. 1. hefur aldrei verið rætt í útvarpi og flest blöðin forðazt að minn- ast á það. Það er eins og málið hafi átt að koma að þjóðiimi óvarri og óviðbúinni, svo að andstaðan yrði sem veikust og forystulausust. Hafa þeir þingmenn, sem ætla að játa samninum á Al- þingi Islendinga, gert sér grein fyrir því, hvaða örlagavef þeir em að vefa þjóð sinni og fóst- urjörð og hvaða dóm sagan og komandi kynslóðir kunna að kveða upp yfir þessu athæfi þeirra? Ætla þeir að láta Bandaríkja- menn skapa Islendingum sama hlutskipti og Rússar hafa skap- að Finnum og þjóðunum við Eystrasalt? Ef þingmenn felldu samning- inn, eins og hann er, hefðu þeir borgið heiðri sínum og heiðri íslands, jafrjvel þótt Banda- ríkjamenn sætu hér í óþökk eftir sem áður. málum svo kopiið, að ekki tjóar að dveljast lengi við hugleið- ingar um það, sem Islendingum hefði þó sónaa síns vegna verið sæmst að gera. Háttvirt ríkis- stjórnin — eða meiri hluti hennar — með nokkra aðstoðar- menn, löggilta af Ólafi Thors, hefur séð fyrir því. Með einka- pukri sínu og undanlátssemi við umboðsmenn Bandaríkjastjóm- ar nú um margra vikna eða mánaða skeið hafa þessir fyrir- menn slegið a. m. k. að verulegu leyti þau vopn úr höndum þjóð- arinnar, sem hreinastar höfðu eggjamar og máttú bezt bíta. Ef þeir, vegna festuleysis og skorts á eðlilegum virðuleik hefðu ekki dregið þetta alvar- lega mál niður á það stig, að nú þykir jafnvel hiniun þjóðholl- ustu mönnum ekki undankomu auðið úr ógöngunum án þess að semja — einhvern veginn. Svo mjög er búið að gefa Banda- ríkjamönnum undir fótinn. Þess- ir menn hafa rétt litla fingur- inn svo lengi og ákveðið fram, að fáum dettur í hug, að honum verði kippt að sér fyrst um sinn. Hins vegar vona góðir metm, að ennþá megi takast að spyma gegn frekari skaða og skömm. Til þess em nú gerð stór átök af hinni litlu þjóð .okkar, en þó er ekki útséð um það ennþá, hver endalokin verða. Manndómsleysið orðið beim metnaðarmál. I þetta ástand hafa forystu- mennirnir leitt þetta stærsta og viðkvæmasta mál, sem borið hefir að höndum, síðan lýðveldi var stofnað á Islandi. 1 þessa að- stöðu hafa þeir komið þjóðinni. Og þeir geta ekki úr því, sem orðið var — jafnvel þótt þeir vildu — bjargað heiyii út úr vandanum. Þeir eru búnir að vera svo ósegjanlega góðir og stimamjúkir, að viðræðumenn- imir fyrir hönd Bandaríkjanna myndu ekki þekkja þá fyrir sömu menn, ef þeir fæm allt í einu að standa fast á rétti Is- lendinga. Þess vegna m. a. eru þeir nú svo tregir í taumi. Þeim er orðið sérstakt metnaðarmál að láta ekki reka sig til baka til þess að segja við hina „vold- ugu vinarþjóð": Þjóðin harð- bannar okkur að gera fyrir ykkur það, sem við þó vildum og lofuðum. — Þees vegna er komið að þessu: „Sé forustan ónýt til boðs eða banns, skal byggja á sjálfsdáð liins einstaka manns.“ Það er nú gert, — m. a. hér í dag. Plagg forsætisráðherrans ekki einu sinni lélegur verzkmarsamningur, hvað þá meira! Og athugum svo dálítið plagg- ið, sem f jórir okkar góðu manna áttu þátt í að leggja fyrir Al- þingi með forsætisráðherra og nokkrum einkavinum hans. Við veitum með samþykkt samningsuppkastsins Banda- ríkjunum sérstök hlimnindi um margra ára skeið, hvort sem við nú köllum þau hernaðarleg eða ekki. Hvað fáum við í stað- inn? Úr því við verðum senni- lega að sleppa heilbrigðasta sjónarmiðinu, skulum við bara beita frumstæðustu gagmýni hins hreinræktaða verzlunar- manns, — hafa strípað við- skiptasjónarmið í málinu. Hvað nýtt fáum við í okkar hlut. — Hvað nýtt fáum við fyrir nýj- ar sérréttindaveitingar til Bandarikjanna — OG FRÁ ÞEIM? Við fáum ekki neitt! Þetta plagg forsætisráðherrans og fé- laga hans er ekki einu sinni lé- legur verzlunarsamningur hvað þá meira! Er ekki sannleikurinn einfaldlega sá, að í staðinn fyrir eitt skýrt og ótvírætt ákvæði herveradarsáttmálans, sem hald- ið var að þjóðinni af öllum for- ystumönnum hennar árum sam- an sem jafnábyggilegri stað- reynd og tveir og tveir séu f jór- irr, þ. e. að Bandaríkjamenn færu með allt sitt hafurtask burt af Islandi, strax og stríð- inu lyki — að í staðinn fyrir það fáum við nú mörg loðin ákvæði? Þetta er staðreynd. Getnm við treyst Bandarík jamönnom ? Bandaríkjamenn sviku þetta eina gullna drengskaparloforð sitt, hvað gott sem annars má með sanni segja um þá. — Úr því að svo sorglega tókst til um þetta eina loforð, hvers er þá sanngjamt að ætlast til af þeim um efndir á hiniun mörgu, loðnn og haldlausu loforðum? — Ég spyr! Ég spyr ykkur Banda- ríkjávini, sem teljið sjálfsagt að semja við svikara um lands- réttindi á íslandi, fyrir það eitt, að þeir gefa ný loforð, sem er miklu auðveldara og minna áberandi fyrir þá að svíkja. Hér er áreiðanlega ekki neitt að verðlauna. Þetta er það, sem ég get ekki kallað annað en að ieggjast lágt og vera lítilþægur, hvað sem hver segir. Hvorki svikin loforð né frek tilmæli hins seka um svo að segja ævar- andi herstöðvar á Islandi, verð- skulda traust né virðingu. For- svarsmenn uppkastsins hafa kysst á vöndinn. — Það er vissulega ékki rishá afstaða, sem viðkomandi herrar hafa markað þjóðinni í vitimd um- heimsins í sambandi við þetta mál. Ég fyrir mitt leyti tek und- ir það með frú Aðalbjörgu Sig- urðardóttur, að ég tortryggi og vantreysti Bandaríkjunum f þessum málum, — tel mig hafa ríka ástæðu til þess og skamm- ast mín því ekkert-fyrir jiað. Og ég tel þjóðinni skylt að liafa þá afstöðu, hversu vinveitt, sem hún annars kann að vilja vera Bandaríkjunum. Það hefir löng- um verið sagt, að sá sem svíki lítið, geti svikið það, sem meira er. En hvað geta þeir þá, gert, sem byrja á því að svíkja mikið — það mesta, sem við íslend- ingar gátum verið sviknir um? — Ég spyr. — Og hvers má vænta af mönnum, sem mitt I stórri sök sinni hafa beðið okk- ur þeirra bóna, sem stjómar- völd Bandaríkjanna hafa gert? Uað hefir verið haldið illa á okkar málstað. Það minnsta, sem við gát- um ætlast til af forsvars- Framtaald & S. híÖu.

x

Þjóðvörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/938

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.