Þjóðvörn


Þjóðvörn - 18.11.1947, Blaðsíða 4

Þjóðvörn - 18.11.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVÖRN Þriðjudaginn 18. nóv. 1947 hvort ekki sé rétt og sjálfsagt að segja samningnum upp, þegar samn- ingstíminn sé liðinn. Ég tel, að ef slík yfirlýsing fengist af hálfu hæstv. ráðh., mundi það hreinsa andrúms- loftið að verulegu leyti, en ýmsum þykir það nú ekki eins skírt sem skyldi. Það mundi verða ýmsum, sem nú eru óánægðir með samning- inn og framkvæmd hans, til hugar- hægðar, ef þeir fengju yfirlýsingu af hálfu þessara tveggja ráðherra um þá skoðun þeirra, að samningnum beri að segja upp, þegar samnings- tíminn er á enda.*) 7 1» Viðkvœmasta vandamálið. Ég vil ekki ljúka svo máli mínu, að ég geti þess ekki, að af ræðum hæstv. utanríkisráðh. og hæstv. flug- málaráðh., sem og af skrifum ýmissa dagblaða, mætti helzt ráða, að hér væri um mjög þýðingarlítið og í rauninni einfalt mál að ræða. Þegar búið sé að víkja frá störfum ein- hverjum ónýtum embættismönnum frá tíð fyrrverandi flugmálaráðh., þá séu öll vandamál úr sögunni. Það er ástæða til þess að andmæla þess- um málflutningi í heild. Því fer vissulega afarfjarri, að hér sé ekki um að ræða viðkvæmt og þýðingar- mikið mál. Það er þvert á móti eitt þýðingarmesta og viðkvæmasta vandamál okkar, ekki aðeins síðan lýðveldið var stofnað, heldur einnig síðan við fengum fullveldi okkar viðurkennt. Það er vitað, að Banda- ríkjamenn ætla sér að byggja heilt bæjarhverfi á íslenzku landi, ýmsar stórbyggingar, íbúðarhús, skrifstof- ur, skóla, kirkju og þar fram eftir götunum, en samkvæmt samningn- um eiga þeir að hafa rétt til að vera hér aðeins 6y2 ár. Er nú líklegt, að aðili, sem gerði ráð fyrir að vera hér aðeins svo skamma stund, mundi leggja í slíkar framkvæmdir? Ég hygg, að svo verði ekki talið. Og þá er hér um alvarlegt mál að ræða, og vissulega léttúðugt að loka aug- unum fyrir því, að þetta bendir til þess, að gagnaðilinn geri ekki ráð fyrir því að vera sagt að hverfa héð- an eftir fyrrgreindan tíma. Sömuleiðis á öllum að vera kunn- ugt um, hvernig um þetta mál er ritað í erlendum blöðum. Hæstv. utanríkismálaráðh. er vafalaust ger- kurinugur því, sem birtist í erlend- um blöðum um ísland og íslend- inga, og hæstv. flugmálaráðh. sjálf- sagt líka. Og þá hljóta þeir að vita. í hvaða tón þau hafa skrifað um þetta mál. Þar er yfirleitt litið á samninginn sem herstöðvasamning, m. ö. o. að Bandaríkin hafi her- stöðvar hér á landi, og er oft um það talað þannig, að ráð sé fyrir því gert, að svo muni verða um ófyrirsjáanlegan tírna. Þessi ummæli em að vísu oft ekki byggð á nægum kunnugleika á því, hvert eðli samn- ingsins þó í raun og veru er, en engu að síður hljóta þessi,skrif er- lendra blaða að benda til þess, að víða sé gert ráð fyrir, að Bandaríkja- menn verði hér um langan tíma. Vil ég ekki sízt benda á, hvernig blöð og jafnvel opinberar nefndir í Bandaríkjunum hafa um þetta mál rætt. Ég skal ekki rekja það nánar að þessu sinni, og væri það þó hægt, * Hvorugur ráðherranna gaf í svari sínu afdráttarlausa yfirlýsingu um ,að hann vildi segja samningnum upp þegar í stað og það væri haegt. en mér virðist það ekki ástæðulaust, að þessi skrif veki nokkurn ugg í brjósti íslendinga. íslenzku þjóðinni er hér geysileg- ur vand» á höndum, og með tilliti til þess get ég ekki látið hjá líða að minnast á, að mér hefir fundizt gæta nokkurrar léttúðar í ummæl- um liæstv. ráðh. sem og blaða í sam- bandi við þetta mál. Það er mjög varhugavert, að leitast við að draga yfir það fjöður, hvílíkt vandamál hér er á ferðinni, og ræða þannig urn það, svo sem hið eina, sem gera þurfi, sé að losna við nokkra lélega starfsmenn íslenzka og fá aðra í stað- inn. Hinu vil ég ekki mæla á móti, að málflutningur háttvirts Sósíalista- flokks sé óviðurkvæmilegur. Þar er um að ræða sams konar málflutn- ing, sem maður á yfirleitt að venjast úr þeim herbúðum, mikil stóryrði og óvarleg og skal ég vissulega ekki mæla því bót. En þótt Ég sat hér um daginn stundar- korn niðri á áheyrendapöllum Al- þingis og hlýddi á mál þingmanna. Fyrir lá frumvarp nokkurt, sem dcildar voru skoðanir um, eins og gengur. Þótti þeim, sem á móti frumvarpinu mæltu, það vera mjög ólýðræðislegt og vera spor aftur á bak, til þeirra tíma, þegar lýðræðis- hugsjónin hefði ekki verið svo þrosk- uð, sem hún væri nú hjá hinu sjálf- stæða íslenzka lýðveldi. Fyrir hugskotssjónum mínum birtist þá skyndilega táknmynd lýð- veldisins okkar, sem við sjálfsagt elskum öll, í hinu fegursta gyðju- líki. Á höfði bar hún hina fögru kórónu lýðræðisins og var kóróna sú alsett dýrum gimsteinum. Þrír þess- ara steina báru af hinum að stærð og ljóma, enda oft til þess vitnað með stærilæti, að þeir séu í eigu lýð- veldisins íslenzka, en nöfn þessara gimsteina eru: skoðanafrelsi, ritfrelsi og málfrelsi. En er ég athugaði stein- ana betur, sá ég, að á þá bar fölskva eigi alllítinn, svo að þeir voru langt frá því að glitra eins og efni stóðu til, enda þótt þeir forráðamenn lýð- veldisins, sem standa eiga vörð um djásn þessi, virtust veita því litla athygli. Varð mér þá að fara að hugsa um, hvern ljóma ber á líf okkar íslendinga sem einstaklinga frá þessum þjóðardjásnum. Ekki ber ég á móti því, að skoð- anafrelsi einstaklinga sé ríkjandi hér á landi, á meðan maður geymir skoðanirnar hjá sjálfum sér og reyn- ir ekki að koma þeim á framfæri, nema þá í viðræðum við kunningj- ana. En langi mig nú til að ná til þjóðarinnar og kynna henni skoð- anir, sem eru andstæðar skoðunum stjórnmálaflokkanna í landinu, hvernig fer þá? Vitanlega er mér ekki bannað að skrifa, því að hér á landi er ritfrelsi ríkjandi, en hvar fæ ég það birt? Ekki í blöðum neins stjórnmálaflokks, sem telur mig andstæðing sinn, og ef ég loksins fæ birtar skoðanir mínar hjá ein- mönnum geðjist ekki að framkomu íslenzkra kommúnista í sambandi við þetta mál fremur en önnur, má það ekki verða til þess, að menn missi sjónar á, að hér er um þýð- ingarmikið mál að ræða, sem tala verður um og hugsa um af mikilli alvöru. Ég tel, að þessum samningi beri að segja upp, þegar samningstíminn er liðinn. Bezti undirbúningurinn að uppsögn samningsins er í því fólginn, að haldið sé vel og skelegg- lega á málstað okkar gagnvart hin- um samningsaðilanum, en ef linlega er á haldið, þá er hinurn aðilanum varla láandi, þótt hann geri ekki ráð fyrir, að samningnum verði sagt upp. Ég vona því, að hæstv. utan- ríkisráðh. og hæstv. flugmálaráðh. haldi framvegis skelegglegar á mál- stað okkar en gert hefir verið á því samningsári, sem liðið er. Gylfi Þ. Gíslason. hverju stjórnmálablaðinu, sem-telur sér þær ekki hættulegar þá stund- ina, þá er ég samstundis af hinum flokkunum stimpluð sem erindreki þess flokks. Rök mín í málinu eru einskis virt, þau eru ekki rædd, svör- in aoeins persónulegar svívirðingar og áburður um að gengið sé erinda einhverra þjóðhættulegra samtaka. Mér liggur við að halda, að í þessu efni höfum við að öllu samanlögðu stigið fet aftur á bak en ekki áfram síðan um aldamót, þrátt fyrir lýðræð- ið og sjálfstæðið. Þá voru hér til frjáls- lynd blöð, enda ritstjórarnir óháðir menn, sem ekki þurftu að spyrja flokksklíkuna um það, hvort birta mætti þetta eða hitt, skrifað þó undir fullu höfundarnafni. Nægir í þessu efni að minna á Þjóðvilja Skúla Thoroddsens, Bjarka Þor- steins Erlingssonar og Fjallkonu Valdimars Ásmundssonar. Nú er eins og allir vita ekki hægt að flytja nokkurt það mál á prenti, sem stjórnmálaflokkarnir eru andvígir, nema með því að gefa út blað sjálf- ur, en vitanlega hefir almenningur ekki tök á slíku. Þar að auki kaupa flest heimili utan Reykjavíkur að- eins eitt dagblað, blað síns eigin flokks, og vita ekkert, hvað hin blöð- in eða flokkarnir segja; segja þar með skilið við eigin dómgreind og gefa sig vamarlaust á vald einhliða áróðri flokksins. Ég kem nú að málfrelsinu, sem hlýtur að vera okkur íslendingum mikils virði, þvf að ekki erum við alltaf svo orðvör og höfurn líklega aldrei verið. Ekki ber því að neita, að bæði í heimahúsum og á fund- um getum við hiklaust látið uppi skoðanir okkar. Hér í Reykjavík get- um við meir að segja staðið uppi á kassa niðri á Lækjartorgi og bóta- laust vísað nafngreindum mönnum til neðsta vítis. En í sambandi við málfrelsið ber þess' að minnast, að sjálft ríkið á eina allsherjar talstofn- un, ríkisútvarpið. Ætti maður að mega ganga að því vísu, að hjá slíkri stofnun í lýðfrjálsu landi væri ríkj- andi bæði skoðana- og málfrelsi, því að hvar mundi það sóma sér betur? Vitanlega verður að gera ákveðnar, jafnvel strangar kröfur bæði um málfar og málflutning og allar per- sónulegar árásir að vera útilokaðar, enda mun mega segja, að þær hafi ekki átt sér stað. En hvernig er ástatt með skoðana- frelsið? Fá landsmenn að- heyra framsettar liinar ólíkustu skoðanir hjá þessari stofnun? Veitir ríkisút- varpið ef til vill ofurlitla uppbót á því, hvað erfiðlega gengur með framkvæmd ritfrelsisins? Nei, öðru nær, því er nú miður. Ríkisútvarpið er og liefur alltaf verið útvarp þeirra ríkisstjórna, sem við völdin eru á hverjum tíma. Skoðanir, sem eru andvígar þeim stefnum, sem ríkis- stjórnirnar í hvert sinn halda fram, eru með öllu útilokaðar, nema ef til vill í- útvarpsumræðum frá Al- þingi. Gæti ég talið upp mörg mál, þar sem algerlega hefur verið neitað um að skýra mál, sem alla þjóðiria hefur varðað, nema frá þeirri hlið, sem komið hefur sér vel fyrir þá, sem völdin höfðu í það sinn. Ég ætla þó í þetta sinn að láta nægja að minna á nærtækasta dæmið, sem allri þjóðinni er minnisstætt. Ríkisútvarpið bar til þess gæfu að fá á síðast liðnu sumri ungan blaðamann til að flytja ákveðinn Samningar standa nú yfir um tollgreiðslur Bandaríkjamanna til ríkisins af því vörumagni, sem ekki cr notað beint til hernaðarþarfa samkvæmt 9. grein samningsins. Talið er að Bandaríkjamenn vilji korna sem mestu undir ákvæði þeirrar greinar. Hins vegar hlýtur það að vera sjónarmið íslendinga, að Bandaríkjamenn skuli greiða tolla, skatta og skyldur allar í hlut- falli við tölu hcrvéla og annarra flug- véla, sem um völlinn fara. Undan- farna 5 mánuði hafa 111 flugvélar farið um völlinn mánaðarlega, en aðeins 13 hervélar. Samkvæmt þessu eiga Bandaríkjamenn afdráttarlaust að greiða tolla af nærri 90% af inn- flutningi sínum. Verður nú fróðlegt að fylgjast með endalykt þessa máls. Af því má nokkuð ráða, hvers við megum vænta vestan um haf. Umboðsmenn Bandaríkjanna hér á landi eiga að vita það og skilja, að sú nrinnsta krafa, sem þeir verða að gera til sjálfra sín, meðan þeir dvelja á íslandi, er að láta hið sama yfir sig og sína menn ganga og aðra þjóðfélagsþegna á íslandi. Vilji þeir launa sínum nrönnum vel fyrir úti- vistina á íslandi, geta þeir greitt þeirn við heimkomuna til Banda- ríkjanna. Þeim er ekki sæmandi að greiða starfsmönnum sínum laun í dollaratékkum. Þeinr er ekki sæm- andi undir neinum kringumstæð- um að flytja áfengan bjór til lands- ins, a. m.k. ekki fyrr en frumvarp Sigurðar Bjarnasonar er orðið að lögum(U). Þeim er ekki sæmandi erindaflokk á sunnudagskvöldum. Óhætt er að fullyrða að erindi þessi voru mjög vinsæl hjá hlustendum, ekki sízt vegna þess að þeim fylgdi einhver hressandi, frjáls andvari, án þess að stigið væri út fyrir nokkur velsæmistakmörk. En hvað skeður? Hinn 5. október flytur maðurinn látlausa frásögn af heimsókn á Keflavíkurflugvöllinn. Var þar víða vel að orði komj^t, en ekki hallað á nokkurn mann, innlendan eða út- lendan. Samt verður þetta erindi til þess að maðurinn er látinn hætta við erindaflutninginn og a. m. k. í einu blaði stjórnarinnar borin fram sú ástæða, að hann hafi sama dag- inn skrifað óviðurkvæmilega grein um flugvallarmálið í eitt dagblað bæjarins. Finnst mönnum nú ekki skörin færast upp í bekkinn, þegar það er hispurslaust játað, að þeir menn, sem við ríkisútvarpið starfa, mega ekki um það leyti, sem þeir koma fram í útvarpinu, láta í ljósi skoðanir, ríkisstjórninni óþægilegar, einhvers staðar annars staðar en í út- varpinu. Já, fyrr má nú vera skoð- ana- og málfrelsið. Gimsteinarnir þrír — skoðana- frelsi, ritfrelsi, málfrelsi — ljóma í kórónu lýðveldisgyðjunnar okkar. Gætum þess vel, að þeir séu ekki áður en varir þaðan horfnir og fá- nýtt gler komið í staðinn. að flytja inn áfengi eða tóbak nema með milligöngu áfengisverzl- unar og tóbaksverzlunar ríkisins. Þeim ber að greiða tolla af öllum vörum jafnskjótt og þær koma til landsins, en fá síðan endurgreiðslur úr ríkissjóði samkvæmt þeim samn- ingum, sem kunna að vera gerðir. Og fleira mætti til telja. Ríkisstjórnin íslenzka á auðvitað að standa á rétti okkar, en hún hef- ur verið mjög svifasein. Þess vegna getur hún líka tekið sér þessar bendingar til eftirbreytni. Ef umboðsmenn Bandaríkjanna hafa nokkuð við þetta að athuga og vilja teygja hinn loðna samning sér í vil, eftir allan þann greiða, sem þeir hafa orðið aðnjótandi hér á landi, og þá velvild, sem þeir hafa mætt hér fyrr og síðar, þá má öll- urn landslýð ljóst verða. að þeir virða okkur ekki meira en ýmis Suður- og Mið-Ameríkuríkin, sem þeir hafa átt í útistöðum við. Og við íslendingar höfum fulla ástæðu nú orðið til þess að vera tortryggnir í garð Bandaríkjastjórn- ar. Nýlega barst sú fregn hingað, að hernámsstjórnir Breta og Banda- ríkjamanna í Þýzkalandi liafi levft 200—300 togurum að stunda veiðar á íslandsmiðum, jafnframt því að banna þeim veiðar í Norðursjó og við Noregsstrendur. Ekki er að furða, þótt okkur finnist anda kalt að vestan um þessar mundir. Ritnefnd: Friðrik Á. Brekkan. Hákon Bjarnason. Magnús Finnbogason. Pálmi Hannesson. Frentsmiðjan ODDI h. f. Aðalbjörg Sigurðardóttir: SkoSanafrelsi — málfrelsi — ritfrelsi HáhoÉ1 Bjamason: Ætlar stjórn Bandaríkj- anna að neyta afls-

x

Þjóðvörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/938

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.