blaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 8
8 erlent 0 , teláttur! Allar EGO kvittanir veita 25% afslátt í Laugarásbíó Leiðtogar allra þjóða: Sorg, reiði og samstaða Samúðar- og baráttukveðjur bárust frá leiðtogum flestra - ef ekki allra - þjóða heimsins til Breta í gær. Auk þess komu kveðjur frá Benedikt XVI. páfa, Alberto Ruiz-Gallardon, borg- arstjóra Madrídarborgar og Miehael Bloomberg, borgarstjóra New York borgar ásamt fleirum. George Bush Bandaríkjaforseti: „Mér þykir munurinn á því sem er að gerast hér [á G8 fundinum] og því sem sést á sjónvarpsskjám frá Lundúnum gífurlegur. Annars vegar höfum við fólk sem vinnur að því að minnka fátækt í heiminum og að losa heiminn við alnæmisfaraldurinn. Fólk sem er að reyna að finna leið til þess að hreinsa náttúruna. Hins veg- ar höfum við fólk sem myrðir blásak- laust fólk. Munurinn gæti ekki verið ljósari á fyrirætlunum og hjartalagi okkar sem kærum okkur um mann- réttindi og frelsi annars vegar og hins vegar þeirra sem drepa." Jacques Chirac Frakklandsforseti: „Ég vil tjá þann hrylling fyllist þegar ég sé hryðju- verkaárásimar sem böð- uðu ensku höfuðborgina í blóði. Ég vil koma á fram- færi til allra Lundúnabúa og allra Englendinga sam- stöðu, samúð og vináttu Frakklands og frönsku þjóðarinnar allrar. Þessu hef ég komið á framfæri til leiðtoga stærstu þjóða heimsins sem hér eru komnir saman, til hennar hátignar drottningar Eng- lands, Tony Blair forsætis- ráðherra og allra breskra yfirvalda." sem eg Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna: „Þessar ógeðfelldu spreng- ingar valda mér gífurlegri hryggð. Þessar hræðilegu árásir hafa skorið okkur öll inn að beini því þær ráðast á mannkynið allt. í dag stendur heim- Þessar hræðilegu árásir hafa skorið okk- ur öll ínn að beini því þær ráðast á mannkynið allt. urinn allur bak í bak við Breta sem ásamt öðmm í heiminum hafa barist af svo miklum krafti gegn fátækt í heiminum og veðurfarsbreytingum fyrir G8 leiðtogafundinn. Ég er þess fullviss að þeir muni taka þessari þraut af sama hugarfari, kjarki og ákveðni." Benedikt XVI páfi: „Ég er gífurlega sorg- mæddur að heyra þær fréttir sem bárust í morg- un um hryðjuverkaárás- irnar. Égbið mínar einlæg- ustu bænir til þeirra sem létu lífið og þeirra sem syrgja. Á meðan ég for- dæmi þessar villimanns- legu árásir á mannkyn bið ég um að fólk hugsi til þeirra sem eiga um sárt að binda. Ég kalla á þá huggun fyrir íhúa Bret- lands sem einungis Guð getur veitt á stundu sem þessari." S«il LOFTHREINSITÆKI Bætt líðan L með betralofti Nánari upplýsingar á www.ecc.is ECC ehf. Skúlagötu 63 sími 511 1001 Opið 10 -18 r „Hélt ég myndi deyja“ Michael Henning var á leiðinni í vinn- una með neðanjarðarlest við Liverpo- ol Street stöðina laust fyrir klukkan 9 í gær. Fréttamaður BBC náði tali af honum. „Stuttu eftir að við lögð- um af stað frá brautarstöðinni sá ég skyndilega ekkert nema skærgult ljós og glerbrot sprungu út um allt. Ég kastaðist í jörðina og vissi ekkert hvað var að gerast," sagði Henning. „Vagninn fylltist af reyk og ég fann blóð streyma niður andlitið á mér. Skyndilega varð allt dimmt og ég hélt að ég myndi ekki hafa það af. Ég er ótrúlega heppinn maður, sérstak- lega þar sem ég sá það sem gerðist í næsta vagni. Sprengjan hlýtur að hafa sprungið innan við fjóra metra írá mér en hinn vagninn tók mesta höggið á meðan glerbrot rigndu yfir okkur. Við heyrðum ekkert nema öskrin úr hinum vagninum þar sem fólkið þar var fast inn í beygluðum málmi.“ Allt mannh'f Lundúnarborgar er sem lamað eftir sprengingarnar í gær. Borgarbúar hafa þó sýnt mikla samstöðu og hrósaði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, þeim sér- staklega í ávarpi sínu þar sem hann sagði þá hafa sýnt einstaka rósemi. SUMARIÐ ER TÍMINN n ÞAKMÁLUN S: 697 3592 / 844 1011 Viðbúnaðarstig aukið um heiminn Vígbúinn lögreglumaður gengur um neðanjarðarlestarkerfið í Washingtonborg í gærdag en öryggisviðbúnaður hefur verið aukinn víða um heim í kjölfar árásanna á Lundúni í gærdag. Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegra hryðjuverka hefur verið aukið víða um Evrópu í kjölfar árásanna á Lund- úni í gær. Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti fljótlega upp úr hádegi í gærdag að yfirvöld hefðu aukið viðbúnað við iandamæri landsins og skömmu síðar tilkynntu ítölsk yfirvöld um samskon- ar aðgerðir á Ítalíu. Halldór Ásgríms- son, forsætisráðherra, sagði við fjöl- miðla í gærkvöld að einnig yrði aukið eftirlit við Leifsstöð. Þá hefur einnig verið gripið til aukinna öryggisráð- stafana við neðanjarðarlestakerfí víða í Bandaríkjunum og í Kanada er fólk hvatt til að sína aðgát þegar það nýtir sér samgöngukerfi landsins, neðanjarðalestir og strætisvagna. föstudagur, 8. júlí 2005 I blaðið Tony Blair: „Sérstaklega villimannslegt“ bjornbragi@vbl.is Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, var augljóslega mik- ið niðrifyrirþeg- ar hann talaði M á blaðamanna- fundi í kjölfar sprengjuárásanna. Sagði hann að nokkuð ljóst væri að sprengingarnar væru hryðjuverka- árásir sem gerðar væru vegna G8 fundarins í Gleneagles. „Það er sérstaklega villimannslegt að þetta eigi sér stað á sama degi og fólk fundar með það að markmiði að hjálpast að við að berjast gegn fá- tækt í Afríku og að finna úrlausnir á langtímavandamálum vegna lofts- lagsbreytinga", sagði Blair og vísaði til G8 fundarins. Blair sagði það vera ósk allra þjóðarleiðtoganna að fundur- inn héldi áfram í hans fjarveru. „Svo við getum haldið áfram að ræða þau málefni sem við ætluðum að ræða og komist að þeim niðurstöðum sem við ætluðum" bætti hann við. „Öll lönd- in sem eiga leiðtoga við borðið hafa einhveija reynslu af afleiðingum hryðjuverka og allir leiðtogarnir eru jafn staðráðnir í að ráða niðurlögum á hryðjuverkum." Staðfesta okkar meiri en þeirra Blair sagði að hryðjuverkamönnum myndi ekki takast ætlunarverk sitt. „Það er mikilvægt að þeir sem aðild eiga að hryðjuverkum átti sig á því að staðfesta okkar í að verja gildi okkar og lífshætti er miklu meiri en staðfesta þeirra í að valda dauða og hörmungum hjá saklausu fólki í von um að geta tranað fram öfgastefnu sinni um heiminn“, sagði forsætis- ráðherrann. „Hvað sem þeir gera er það staðfesta okkar að þeim muni aldrei takast að eyðileggja það sem okkur er kært í þessu landi og f öðr- um siðfáguðum löndum heimsins." Blair flaug til London eftir blaða- mannafundinn til að ræða við lög- reglu og yfirmenn hjálparstarfs. Hann mætti aftur til Gleneagles síð- degis í gær til að halda áfram fundin- um sem klárast í dag. Atburðarrásin: 08:51 Sjö deyja í sprengingu í Iesttæpa100 metrafrá Liverpool Street stöð inni. 08:56 21 lætur lífið í sprengju sem sprakk í lest milli Russell Square og King’s Cross stöðinni. 09:17 Sjö láta lífið í sprengju í iest á Edgware Road lestar stöðinni. 09:47 Tveir deyja í sprengingu í strætisvagni við Tavistock Place. bmaauqiysmqar 510-3737 jinivQii lu 510-3744 blaði6=

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.