blaðið - 08.07.2005, Side 10
10 erlent
Blaðakona
New York Times fangelsuð
Ráðist á
hof hindúa
Ráðist var á heilagt hof hindúa í
bænum Ayodhya á Indlandi á þriðju-
daginn var. Óþekktir menn, vopnað-
ir byssum, réðust inn í hofið og ollu
miklum usla. Mennimir voru sex
talsins og voru þeir allir skotnir nið-
ur af lögreglumönnum fyrir utan
einn sem sprengdi sjálfan sig í loft
upp. Stjómvöld hafa af þessu miklar
áhyggjur en allt hefur verið með kyrr-
um kjömm síðan árásin var gerð.
Mikill viðbúnaður er þó enn til stað-
ar. Hindúar skipuleggja nú mótmæli
gegn þessari árás á hofið en ástæða
hennar er talin vera deilur milli
hindúa og múslima þar í landi.
ernak@vbl.is
Judith Miller, blaðakona New York
Times, hefur verið dæmd í fjögurra
mánaða fangelsi fyrir að neita að gefa
bandarískum yfirvöldum upp heim-
ildarmann sinn. Heimildarmaðurinn
er talinn hafa lekið til fjölmiðla upp-
lýsingum sem leiddu til þess að upp
komst um CIA njósnara.
Ljóstrað upp um starfsmann
CIA
Alríkisdómarinn, Thomas F. Hog-
an, sakaði tvo blaðamenn á Time
Magazine, þá Miller og Matthew
Cooper, um vanvirðingu við réttinn
í október síðastliðnum þegar blaða-
mennimir neituðu að gefa upp heim-
ildamenn sína í umfjöllun um mál
sem leiddi til þess að starfsmaður CIA
leyniþjónustunnar var nafngreindur
í fjölmiðlum. CIA starfsmaðurinn er
eiginkona eins sendiherra Bandaríkj-
anna sem hefur opinberlega gagnrýnt
stríðsrekstur Bandaríkjamanna í ír-
ak og hafa menn leitt líkum að því að
nafngreining CIA starfmannsins sé
runnin undan rifjum hins opinbera.
Greinar Miller um málið hafa aldrei
verið birtar í fjölmiðlum.
Heldur trúnað
Hogan sagði Miller hafa verið dæmda
fyrir að hindra framgöngu réttvísinn-
ar og hélt því fram að líklegt væri
að Miller myndi gefa sig og greina
frá heimildarmanni sínum. Miller
hefur hins vegar sagt að hún muni
ekki svíkja loforð sitt við heimildar-
manninn og stendur fast ú sínu. „Ef
blaðamönnum er ekki treystandi til
að halda trúnað við heimildarmenn
sína er engin forsenda fyrir starfs-
grundvelli þeirra og ekki hægt að
tala um fijálsa fjölmiðlun,“ sagði
Miller fyrir dómi. „Miller segist vita
að enginn sé hafinn yfir lögin, samt
sem áður neitar hún að bera vitni,"
sagði dómarinn Hogan en málið hef-
ur vakið gríðarlega athygli og fullt
var út úr dyrum réttarsalsins þegar
tilkynnt var um dóminn. “Því verður
að grípa til aðgerða til að fó hana til
að hlýða skipunum." Blaðamenn víða
um heiminn hafa sent Miller stuðn-
ingskveðjur sínar, Alþjóðasamband
blaðamanna hefur einnig ályktað um
málið og víða um Bandaríkin hafa
blaðamenn staðið fyrir mótmælum
vegna málsins.
Cooper sleppur
Matthew Cooper var ekki hnepptur í
fangelsi í gær eins og Miller en hann
fékk skilaboð frá heimildamanni sín-
um rétt fyrir réttarhöldin þar sem
honum var uppálagt að halda ekki
trúnaði um nafnleynd við heimildar-
manninn og hefur hann afráðið að
greina frá honum fyrir rétti. Málið
er alvarlegasti árekstur stjórnvalda
og fjölmiðla í áratugi en ekki hefur
slegið jafn hressilega í brýnu milli
þeirra frá því árið 1971. Hæstiréttur
neitaði að taka fyrir áfrýjanir blaða-
mannanna í síðustu viku. Miller nýt-
ur óskorðaðs stuðning ritstjóra og út-
gefenda blaðsins en hún hóf afþlánun
sína í gærdag.
föstudagur, 8. júlí 2005 I blaðið
Aktívistar
mótmæla
vindmyllum
Allt að 4700 fuglar drepast á ári
hverju í vindvirkjuninni Altamont
Pass í Californiu en meira en 5000
vindmyllur framleiða rafmagn á
svæðinu fyrir 120.000 hús. Margir
fuglanna eru friðaðir til dæmis ugl-
ur, ernir og haukar.
Umhverfissinnar og aktívistar
hafa hingað til ekki viljað mótmæla
vindvirkjunum þar sem þess lags
virkjun er sú náttúruvænsta til að
framleiða rafmagn.
Núna hafa þeir hins vegar tekið
höndum saman til að reyna að spoma
við þessum gríðarlegu fugladrápum
og leita nú lausna með forsvarsmönn-
um virkjunarinnar.
Ein lausnin er sú að fækka
vindmyllunum með því að nota nýja
kynslóð vindmylla sem eru töluvert
hærri og hver og ein nær því að ff am-
leiða meira rafmagn.
Uppþot fyrir
utan Kristjaníu
í nótt
Um 100 - 150 manns kveiktu tvö
stærðar bál og brutu rúður á strætis-
vagni fyrir utan Kristjaníu. Skemmd-
arvargarnir létu sig hverfa um leið og
lögreglan mætti en þá stungu þeir af
inn í ffíríkið. Bílstjóri rútunnar átti
fótum flör að launa þegar hópurinn,
sem samanstóð mest af ungu fólki,
grýtti rútuna. Rúður í skóla andspæn-
is Kristjaníu voru einnig brotnar.
I ^
-—_____________ ____________^
Mangó pizza og grill í Grafarvogi býöur Grafarvogsbúum og nærsveitungum uppá
ekta ameriskan brunsh á sunnudögum á milli kl 11:00 - 15:00
Hrærð egg, beikon, pylsur, og baunir, frábær leið tii að
hefja sunnudaginn. Þetta er skemmtileg nýbreytni í veitingahúsaflóruna
hér í borg, þó þessi staður sé ekki í miðbænum, þá er hann gríðalega vinsæll, enda
frábært að koma á þennan stað, þvi þjónustan er í senn góð og stemningin
mögnuð, það
gjörsamlega Ijómar af starfsfólkinu.
Fjölbreytileikinn á Mangó er mikill, því að þar er einnig boðið uppá td. Ekta eld-
bakaðar pizzur, hádegishlaðborð, grillhlaðborð, fiskirétti ofl.
Því má segja með sanni að Mangó er sannkallað gersemi sem fólk má ekki láta
fram hjá sér fara.
Dómur yfir hermönnum
afturkallaður
Dómur yfir 12 indónesískum her-
mönnum hefur verið afturkallaður en
þeir höfðu verið fundnir sekir um að
myrða mótmælenda af múslimatrú
árið 1984. Mennirnir, sem héldu því
alltaf fram að morðið væri slys, voru
dæmdir af mannréttindadómstól í
fyrra þrátt fyrir að yfirmaður þeirra
var sýknaður. Lögmaður mannanna
fagnaði niðurstöðunum sem hann
sagði sanna að atburðurinn hefði
verið slys. Mótmælandinn var myrt-
ur þegar hann, ásamt öðrum, mót-
mæltu harðari reglum um mótmæli
múslima. Alls voru 23 mótmælend-
ur drepnir þegar hermennirnir hófu
skothríð.
Forseti Filippseyja
vill að þingið
Forseti Filippseyja, Gloria Arroyo,
hefur beðið allt þingið um að segja
af sér. En Arroyo hefur einmitt ver-
ið undir miklum þrýstingi að segja af
sér sem forseti í kjölfar grunsemda
um kosningasvik. Arroyo baðst afsök-
unar í síðustu viku fyrir dómgreind-
arskort og sagði að hún myndi ekki
segja af sér. „Eg er að biðja allt þingið
um að afhenda uppsögn sína til að lög-
gjafavaldið fái fijálsar hendur til að
segi af sér
skipuleggja sjálft sig.“ Arroyo sagði
einnig að kerfi Fillippseyja þarfnist
endurskipulagningar. Panfilo Lac-
son, sem bauð sig fram á móti Arroyo
í kosningunum, gagnrýndi Arroyo og
sagði að hún skyldi segja af sér en
ekki þingið þar sem hún valdi pólit-
ískum óstöðugleika. Auk ásakana um
kosningasvik Arroyo hefur fjölskylda
hennar einnig verið ásökuð um að
þiggja mútur.
Rice aflysir fundi
í suð-austur Asíu
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, verður sennilega
ekki viðstödd mikilvægan fund í La-
os síðar í þessum mánuði. Talsmenn
Rice segja hana ekki komast á fund-
inn, sem haldinn er af þjóðunum í
suð-austur Asíu, vegna annarra verk-
efna. Hún mun þó senda mann á sín-
um vegum á fundinn. Undanfarið hef-
ur verið mikill þrýstingur á herinn
í Burma að virða mannréttindi og
hafa Bandaríkin og Evrópubandalag-
ið þrýst á hernaðaryfirvöld að sleppa
hundruðum pólitískra fanga. Herinn
í Burma sleppti í þessari viku yfir
300 pólitískum fóngum og talið er
að það eigi að ýta undir góðvild fyrir
fundinn í Laos.