blaðið - 08.07.2005, Page 18

blaðið - 08.07.2005, Page 18
 föstudagur, 8. júlí 2005 I blaðið Lífleg og skemmtileg tíska í haust - Kvenleiki og glæsileiki allsráðandi Auglýsingadeild 510-3744 blaóió halldora@vbl.is Allir helstu tískuhönnuðir heims í dag hafa undanfarið lagt drög að hausttískunni en ó tískupöllum stór- borganna hefur upp á síðkastið gef- ið að líta fyrirsætur í nýjustu línum hönnuðanna. Þeir hafa að sjálfsögðu misjafnar áherslur og eru ólíkir ó mörgum sviðum en þó er sem endra- nær hægt að finna keimlíka strauma hjá þeim öllum og ákveðnir þættir eru einkennandi. Hausttískan verður að því er virð- ist lífleg og skemmtileg auk þess sem kvenleikinn ræður ríkjum og kven- ímyndin fær að njóta sín til hins ýtr- asta. Þó verður mikið um ýmis gróf smáatriði, s.s. hnýtingar, reimar, þræði og tötralegar blúndur, en glæsi- leikinn verður þó í hávegum hafður. Tækifæriskjólar, pils, gallabuxur, skyrtur, fínni bylgjukjólar, síðar káp- ur, skreyttir bolir og fleira verður áberandi en heildarútlitið á að vera kynþokkafullt en þó einnig saklaust og fallegt. Það sem koma skal er af- ar yfirgripsmikið og lengi má telja upp atriði sem tróna á toppnum. Að mestu leyti er þó allt leyfilegt og hug- myndaflug hvers og eins verður að vera til staðar. Hvíti liturinn er að ryðja sér enn frekar til rúms og hönnuðir eins og Ralph Lauren, Esteban Cortazar og Christian Lacroix leggja meðal ann- ars áherslu á tæran, hvítan lit. Hvíti liturinn undirstrikar kvenleikann, hvort sem er í kjólum, pilsum eða bux- um en fallegt getur verið að bijóta dressið upp með belti í t.d. gylltum eða fleiri litum. Hvítt klikkar aldrei en þó þarf að gæta vel að því að hafa þá fatnaðinn samsettan á fógaðan hátt. ■ Karlatíska haustsins margbreytileg og flott - Halldór Óskarsson spáir í komandi tískustrauma Blaðið/Gúndi halldora@vbl.is Karlmennimir þurfa ekki síður en konumar að huga að stflnum þó svo að meira sé fjallað um kvenmanns- tískuna á öldum ljósvakans og í flest- um tímaritum. Karlatískan breytist rétt eins og annað og ný gildi innan hennar líta dagsins ljós ár hvert enda af mörgu að taka og ýmsir möguleik- ar fyrir ólíkar týpur. Halldór Óskarsson, verslunar- stjóri Diesel-deildar í Gallerý 17, segir hausttísku karlmanna marg- breytilega og að margt verði viðloð- andi þegar hausta tekur þó svo að ýmislegt haldi velli fró því síðasta haust. JÉg mundi halda að það verði * ákveðinn retro stfll á öllu saman. Það verður væntanlega mikið um peysur með kraga eða v-hálsmáh og þá yfir skyrtu og bindi. Þá verða rúllukraga- peysur áberandi en þó ekki þessar venjulegu eingöngu, heldur örlítið stflfærðari og flottari," segir Halldór en bætir því við að svokölluð afatíska verði einnig allsráðandi. JHnepptar prjónapeysur, mokkasínur og eins- konar flókaskór hafa verið að færast í aukana og slíkur fatnaður verður áfram í boði. Einnig vil ég sjá karl- menn í lausum, stóram loose peysiun - ekki vera endalaust í einhveiju níð- þröngu og líta út eins og maður sé ný- komin úr þurrkaranum, það er alls ekki málið. Það er rosalega gaman að blanda saman nýju og gömlu en yfir- leitt koma tískubylgjur fyrri ára aft- ur á markað. Ég er til dæmis búinn að fá fullt af fótum gefins frá eldra fólki sem ég þekki og slíkan fatnað nota ég alveg í gríð og erg auk þess sem ég breyti þeim oft eitthvað eftir mínu höfði.“ Leðurjakkarnir alltaf jafn vin- sælir ár hvert Halldór vill meina að karlmannstísk- an verði að mörgu leyti fijáls og að menn komi til með að fara eftir eigin sannfæringu ásamt því að fylgja eftir hátískustraumum. Það sé mikilvægt að hver og einn gangi í fótum sem honum finnist klæðileg en fylgist jafn- framt með því sem er í gangi hveiju sinni. „Við eram auðvitað misjafnir eins og við erum margir, það era alls ekki allir sem velta þessu mikið fyrir sér. Maður eltir tískublöðin ef mað- ur er á annað borð að pæla mikið í þessu. Ég t.d. horfi á bíómyndir og allskyns músíkvídeó og gríp eitthvað sniðugt," segir hann, en bendir aftur á að það séu alls ekki allir sem geri það, sumir fari einungis sínar eigin leiðir án þess að verða fyrir utanað- komandi áhrifum en það sé að sjálf- sögðu gott og gilt. Aðspurður um svokallaða „must have“ hluti í haust segir Halldór leð- uijakkana tróna á toppnum ár hvert. „Það verða allir að eiga a.m.k. einn stuttan leðuijakka - og helst með stroffi. Slflrir jakkar fara aldrei úr tísku, eru alveg tímalausir og alltaf flottir og því ekkert að því að fá sér einn þó svo að hann kosti mikið. Svo er að mínu mati mikilvægt að eiga niðurþröngar gallabuxur en þær eru rosa flottar við rétta dressið þó svo að það sé síður en svo fyrir alla. Annars verður bara gaman að sjá hvemig landið á eftir að liggja í haust“, seg- ir hann og bætir að lokum við að ís- lenskir karlmenn klæði sig upp til hópa ágætlega og að ekki þurfi að hafa miklar óhyggjur af alvarlegum tískuslysum. Dolce & Gabbana. Esteban Cortazar Alexander McQueen. Chloé. Dolce & Gabbana. DKNY. Alexander McQueen. Versace. Christian Lacroix. Miu Miu. Roberto Cavalli, Versace.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.