blaðið - 05.09.2005, Síða 4

blaðið - 05.09.2005, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 blaðiö Breyttur úti- vistartími Nýjustu upplýsingar um offitu landsmanna síðan 2002 Lítil fjölgun þeirra sem nota offitulyf Samstarfshópur um forvarnir í Kópavogi minnir á að nú gilda breyttar reglur um útivistar- tíma barna og ungmenna. Frá 1. september til 1. maí gilda vetrarútivistartímar. Þá mega börn yngri en tólf ára vera úti til klukkan átta á kvöldin en þó lengur í fylgd með fúllorðnum. 13 td 16 ára ungbngar mega hins vegar vera á almannafæri til klukkan 22 án þess að vera í för með fúllorðnum. Bregða má út frá reglunum þegar börn 13 til 16 ára eru á heim- leið ffá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Miðað er við fæðingarár. Um 50 dýr felld á einum degi Hreindýraveiðar hafa gengið vel að undanförnu og til að mynda voru um 50 dýr felld á einum degi. Það var síðast- liðinn laugardag en þann dag viðraði mjög vel til veiða. f gær höfðu alls 566 dýr verið felld, 301 tarfur og 265 kýr. Það þýðir að eftir er að veiða ríflega 200 dýr á þeim 11 dögum sem eftir eru af veiðitímanum. Þetta kemur ekki á óvart þar sem veiðimenn geyma það iðulega að halda til veiða þar til á síðustu dögum veiði- tímans. Það má því gera ráð fyrir miklu fjöri á veiðislóð á Austurlandi á næstu dögum. “Við vitum að það eru of margir hér á landi sem þjást af offitu og til dæmis segja tölur frá Hjartavernd okkur að undir aldamótin síðustu hafi 20% landsmanna á aldr- inum 45-65 ára verið of feitir.“ Þetta segir Hólm- fríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur hjá Lýðheilsustöð. „Hins vegar vitum við ekki hvað hef- ur verið að gerast í þessum málum síðustu árin. Það þyrfti að fylgjast mun betur með þessu.“ Nýjustu tölur eru þær að á árunum 1990-2002 varð fjölgun í þess- um hópi en síðan þá hefur ekki verið gerð úttekt á þessum málum. Hólmfríður segist vona að þetta breytist til batnaðar og að í framtíðinni verði hægt að °9 þú fylgjast nánar með þessari þróun með reglulegum heilsufarskönn- unum. Breytingar á reglum Tryggingastofnunar Nýjar reglur hafa tekið gildi um hverjir fá offitu- lyf niðurgreidd. Lyfin sem um ræðir nefnast Xenical og Reductil og eru helstu breytingar þær að nú fá þeir sem eru með líkams- þyngdarstuðul (BMI) yfir 30 lyf- in niðurgreidd í stað 35 áður ef þeir þjást af ákveðnum sjúkdómum. Þeir hóp- ar sem nýju reglurnar ná til eru sjúklingar með sykur- sýki tegund 2 annars vegar og sjúk- lingar með hjarta- og æðasjúkdóma hins vegar. Guðrún Gylfadóttir, lyfja- fræðingur hjá Tryggingastofnun rík- isins, segir að þessar breytingar or- sakist af því að verið sé að fara yfir allar vinnureglur fyrir útgáfu lyfja- skírteina og segir hún engar stórar breytingar vera samfara þessu er kemur að offitulyfjum ef undan er skilin þessi lækkun á BMI stuðli. „Það hefur ekki verið mikil fjölgun meðal þeirra sem nota þessi lyf síð- ustu árin og er aldursdreifing þeirra sjúklinga tiltölulega jöfn”, segir Guð- rún. Á síðasta ári gaf stofnunin út 550 skírteini til þeirra sem fengu þessi lyf niðurgreidd en skírteinin gilda í hálft ár í senn. Sumir fái skírteinin endurútgefin og það hefur ekki ver- ið tekið saman hve margir einstak- lingar eru á bak við þessa tölu. Guð- rún segir einnig nokkuð um að fólk fái þessi lyf og greiði úr eigin vasa ef þeir upfylla ekki skilyrði stofnunar- innar fyrir niðurgreiðslu. ■ Björk og Matthew stela senunni í Feneyjum Björk Guðmundsdóttir hefur löng- um þótt framúrstefnulegur listamað- ur en ef marka má fregnir frá kvik- myndahátíðinni, sem nú stendur yfir í Feneyjum, hefur hún slegið öll fyrri met. Svo mjög að eftir því var tekið að ljósmyndarar heimspress- unnar misstu alveg áhugann á hjóna- leysunum Harrison Ford og Callistu Flockhart, sem þangað voru komin til þess að vekja athygli á hrollvekj- unni Fragile, sem fyrrum fröken Ally McBeal leikur aðalhlutverkið í. Mikilvæg skilaboö til kvenna - www.nicorette.is Þess í stað beindust allra augu og linsur að Björk og nýju kvikmynd- inni hennar, en það er ríflega tveggja klukkustunda löng ræma þar sem hún leikur annað aðalhlutverkið á móti Matthew Barney, sambýlis- manni sínum. Myndin var tekin í Japan og fjallar - eftir því sem næst verður komist - um hvalbát og skúlptúr á stærð við stórhveli, sem er sjálfsagt óvenjulegastur sakir efnisvalsins, en hann er úr vaselíni. Björk og Matthew leika fólk, sem eft- ir fremur óræða atburðarás breytast í hvali. Hugmyndin að myndinni mun hafa fæðst í hugskoti Matthews, en hún var tekin um borð í flaggskipi japanska hvalveiðiflotans, Nisshin Maru, á Nagasaki-flóa. Á blaðamannafundi sagði Björk að hún væri fremur tilfinningarík mann- eskja og því spennt vegna myndarinn- ar. „Þetta hefur verið hörkuvinna og ég veit ekki hvað verður um myndina. Hún er frekar óhugnanleg, en mér finnst hún frábær.“ Gagnrýnendur eru ekki á einu máli um það mat hennar. Á meðan sýningu myndarinnar stóð yfirgáfú sumir salinn er líða tók á myndina, en aðrir létu fara vel um sig og herma erlendir fjölmiðlar að sumir hefðu sofnað undir myndinni. Kvikmynda- rýnir Daily Telegraph kvartaði und- an því að myndin hefði verið í senn löng og langdregin, lítið hefði gerst á öllum þessum tfma og nánast engin samtöl hefðu verið til hjálpar óljósri framvindunni. Á hinn bóginn hrós- aði hann ljúflegum bakgrunnshljóð- um og tónlist myndarinnar, en Björk annaðist þá hlið. ítölsk blaðakona var hins vegar uppnumdari og kvað myndina svo hrffandi að hún vildi horfa á hana aftur og aftur. Á blaðamannafundinum var Björk spurð að því hvað hún vildi taka sér næst fyrir hendur, en hún sagðist ekki hafa nokkra glóru um það. Matthew var hins vegar vissari í sinni sök og kvaðst hafa áhuga á að fikra sig frekar í átt að tilrauna- kenndri list. ■ BETRI VÖRUR FYRIR VERSLUNAR- OG SKRIFSTOFUUJV/jHVERFI Sjóðsvélar • Stimpilklukkur • Reiknivélar LJ "i /aííf Omron CT1104 Sjóðsvél fyrir verslanir • 6 deildir. • Einn prentari. ■ Þrjár vasktegundir. • Stillanlegur kúnnaskjár. Tilboðsverð 29.900 kr. Omron CT3107 Sjóðsvél fyrir verslanir • 10 deildir. • Tveir prentarar. ■ Þrjár vasktegundir. ■ Stillanlegur kúnnaskjár. Tilboðsverð 39.900 kr. Simpiex Bravo Stimpilklukka fyrir litil og meðalstór fyrirtæki • Þægileg og einföld í stimplun. • Færir sig sjálf um mánaðarmót. • Rammi fyrir línu til að stimpla I. Tilboðsverð 39.950 kr. Simplex 300 Stimpilklukka fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki • Hraðvirk klukka með trekt. • Stimplar fjóra dálka. • Færir sig sjálf um mánaðarmót. • Lætur vita ef kort snýr öfugt við stimplun. Tilboðsvérð 49.600 kr. k - % Canon MP 121-DTS Fyrir minni útreikning og heimavinnu • Prentun: 12 stafir. • Prenthraði: 2,4 línur á sek. ■ Mínus: Rauður. • Evru- og skattahnappar. Verð 4.900 kr. Canon BP 37-DTS Fyrir allar stærðir fyrirtækja • Prentun: 12 stafir. • Prenthraði: 5,6 linur á sek. • Mínus: Feitletraður. • Hraövirk, Evru- og skattahnappar. Verð 9.900 kr. NÝHERJI Borgartúni 37 -105 Reykjavik • Sími 569 7700 ■ www.nyherji.is • Söluaðilar um land allt

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.