blaðið - 05.09.2005, Page 8

blaðið - 05.09.2005, Page 8
MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 blaöiö 8 I Upplýsingar Bílaborg - 517 1111 - Hilmar Unnið að endurbyggingu flóðvarnargarðs í New Orieans sem skemmdist í fellibylnum Katrínu. SUBARU IMPREZA GTTÚRBÓ 4WD STATION Árgerð 2003 Ekinn 22.000 km Verð 2.190.000 SUZUKI SIDEKICK mikið endurnýjaður sjálfskiptur, 4wd Árgerð 1995 Ekinn 160.000 km Verð 370.000 Púsundum bjargað úr New Orleans Yfir tíu þúsund manns var bjargað af flóðasvæðunum í New Orleans á laugardag í einhverjum mestu loft- flutningum í sögu Bandaríkjanna. Allt að 40 flugvélar og þyrlur voru notaðar við björgunaraðgerðirnar. Rólegra var í New Orleans í gær en undanfarna daga enda borgin nán- ast mannlaus. Talið er að þeir sem fórust í hamförunum skipti þúsund- um en yfirvöld hafa ekki viljað gefa út nákvæma tölu yfir fallna. Enn- fremur er talið að yfir milljón manns hafi verið flutt frá flóðasvæðunum til annarra borga í Texas, Tennessee, Indiana og Arkansas. Fréttamaður breska ríkisútvarps- ins BBC segir að þeir sem lifðu af hamfarirnar hafi virst dofnir eftir að hafa dvalist dögum saman innan um rusl og úrgang án matar, vatns eða lyfja. Sumir þeirra sögðu sögur af ofbeldi, morðum og nauðgunum sem glæpagengi stóðu fyrir í neyðar- skýlum. Viðbrögð stjórnvalda gagnrýnd Á laugardag sendi George W. Bush, Bandaríkjaforseti, sjö þúsund manna liðsauka á hamfarasvæðin við Mexíkóflóa og eru nú um 40.000 hermenn og þjóðvarðliðar þar að störfum. Þá skrifaði hann enn fremur undir neyðarfjárveitingu upp á 10,5 milljarða Bandaríkjadala sem þingið hefur þegar samþykkt. Bandarísk stjórnvöld hafa fengið harða gagnrýni fyrir að hafa brugð- ist seint og illa við hamförunum. Einnig hafa þau verið gagnrýnd fyrir að hafa árum saman skellt skollaeyrum við viðvörunum um að bæta þyrfti flóðvarnagarða og aðrar varnir gegn náttúruhamförum. Tals- menn yfirvalda hafa ekki viljað tjá sig um þessa gagnrýni. Mannréttindafrömuðurinn Jesse Jackson sagði ástæðu þess hve seint var brugðist við neyðarástandinu vera kynþáttamismunun. Meiri- hluti þeirra sem voru í mestri neyð hafi verið fátækt svart fólk sem ekki hafi haft tök á því að yfirgefa New Orleans í tæka tíð áður en felli- bylurinn skall á . Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna vísar ummælum Jacksons á bug. Búiö er að fiytja flesta þá sem urfiu innlyksa í New Orleans eftir flófiin I siðustu viku út úr borginni. Chirac á sjúkrahúsi Ástand Jacques Chirac, Frakklands- forseta, er mjög viðunandi eins og það var orðað í tilkynningu frá Val- de-gráce sjúkrahúsinu í gær. Chirac, sem er 72 ára, var lagður inn vegna æðaþrenginga sem trufluðu sjón hans. Chirac mun vera undir eftir- liti lækna á sjúkrahúsinu í fáeina daga til viðbótar. Alla virka daga HÁDEGISVEROARTILBOÐ Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði ■ Frá 11.00-13.30 Tilboðin gilda ekki með helmsendingu Sóltún 3 S 562 9060 Bæjarllnd 14-16 S 564 6111 t h a i I e n s h motstofa

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.