blaðið


blaðið - 05.09.2005, Qupperneq 16

blaðið - 05.09.2005, Qupperneq 16
16 I NEYTENDUR MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaöiö Stœltur kroppur getur kostað skildinginn Þeir sem eru að hugsa um að drífa sig í heilsuátak hafa um margt að velja þegar kemur að því að ákvarða hvaða hreyfingu þeir ætla sér að iðka. Sum- ir kjósa að eyða sem minnstu og fara þá frekar út að skokka, í göngutúra, í hjólreiðatúra eða á línuskauta. Aðr- ir fara að synda og enn aðrir hefja að æfa einhverskonar boltaíþróttir. Með auknu framboði á líkams- ræktarstöðvum eru þó æ fleiri sem nýta sér þjónustu þeirra sem er orðin mjög fjölbreytt. Boðið er upp á alls kyns tíma sem hver og einn getur prófað og séð hvað hent- ar best og svo er alltaf klassískt að fara á brettið að hlaupa og taka síð- an hring i lyftingatækjunum. Það er þó vitað mál að það er ekki ókeypis að stunda þess konar líkamsrækt og marga rekur í rogastans þegar þeir ganga í fyrsta sinn inn í ræktina og ætla sér að fjárfesta í einu korti eða svo. World Class í Laugum, Hreyfing og Sporthúsið eru þrjár af stærstu líkamsræktarstöðvum landsins. World Class í Laugum er 7.150 fer- metra líkamsræktarstöð sem gerir hana þá stærstu á landsvísu. Einnig er World Class að finna í Spönginni og húsi Orkuveitunnar. Hreyfing var stofnuð sumarið 1998 með sameiningu heilsuræktar- stöðvanna Máttar og Stúdíó Ágústu og Hrafns. Máttur var stofnaður ár- ið 1991 og Stúdíó Ágústu og Hrafns tók til starfa árið 1986. Hreyfing er til húsa við Faxafen. Sporthúsið er hluti af Iceland Spa and Fitness en innan þeirrar keðju telst einnig Baðhúsið, sem einungis er fyrir konur, Þrekhúsið og Betrunarhúsið. Blaðið gerði verðkönnun á mánaðarkorti og árskorti í þessum þremur stöðvum. Mánaðarkort Árskort Sporthúsið 8.500* 35.880 World Class Laugum 8.800 50.400** Hreyfing 8.980*** 55.320 'Venjulegt verfi. Tilboð er í gangi núna þar sem kortiS er á 5.900 og alls kyns fríSindi innifalin. "StaðgreiSsluafsláttur 10% ***Einnig er kynningartilboð fyrir nýliða í gangi, 3.790 á mánuSi. Infiniti Elliptical Cross Trainer ST 655 Kynningartilboð Pioneer stillanlegt 20 kg handlóðasett fylgir öllumtækjum! Infiniti Recumbent Þrekhjól JT 950 Infiniti Þrekhjól JT 950 Infiniti Róðrarvéi R80 FAXAFENI 7 FÖS. KL,'9rl8. LAU. KL. 10-14 S: 5200 200 MAN BlalMH Breytingar á bílamarlcaði Ikjölfar aukins úrvals og opnara aðgengis að bílalánum hefur landslag á bílasölum gjörbreyst undanfarin áratug eða svo. Svo ekki sé minnst á aukinn innflutning einstaklinga á nýjum bifreiðum. t,Gömlu“ bílasölurnar, sem í áratugi sáu nær einungis um sölu notaðra bíla hafa þannig þurft að aðlaga sig að nýjum aðstæðum ellegar þurft að leggja upp laupana. Margar bílasöl- ur hafa aukið þjónustu sína við ein- staklinga og aðstoða þá við innflutn- ing á sérbílum eða gert sérsamninga við bílaumboðin um sölu á uppítöku- bílum. Markaðurinn mettur Atli Örn Jensson, sölumaður hjá Bíla- sölu Reykjavíkur, segir að markað- urinn í dag sé gríðarlega mettaður. Mikið sé um notaða bíla í sölu en þrátt fyrir það sé enn eftirspurn. „Það tekur lengri tima að selja bíla núna en fyrir nokkrum árum og með hliðsjón af auknúm innflutn- ingi einstaklinga er ljóst að markað- urinn á eftir að mettast enn meira. Þannig að þó að staðan sé viðráðan- leg núna er erfitt að spá um framtíð- ina.“ Undir þetta tekur Vignir Arn- arson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna. „Fyrir svona tuttugu og fimm árum þótti óvenjulegt ef bíll stæði lengur en viku á sölu. Núna þykja tveir til þrír mánuðir ekkert tiltökumál. Allt sem gerist fyrr er bónus. Það liggur við að maður þurfi alltaf að bjóða einhvern „pakkadíl" t.d. utanlands- ferð eða fartölvu til að koma bílun- um út,“ segir Vignir. Aukinn innflutningur Samkvæmt tölum frá Bílgreinasam- bandinu hefur orðið mikil aukning á nýskráningu bifreiða frá árinu 2003 en þá voru þær 12.621. I fyrra voru þær 16.501 og frá janúar til júlímánaðar 2005 hafa orðið 16.394 nýskráningar og allt stefnir í það að tölurnar verði enn hærri í ár. Áber- andi aukning hefur einnig orðið á nýskráningu notaðra bifreiða en slíkt má í flestum tilvikum rekja til innflutnings einstaklinga. Árið 2003 voru þær 1.309 en í júlímánuði á þessu ári voru þær þá þegar orðnar 3.268 talsins. Lækkandi verð Vignir segir að algengara sé orðið að fólk setji gamla bílinn uppí þann nýja í stað þess að selja hann beint. Hann segir þetta einnig vera skyn- samlegri leið þar sem einstakling- ar eru mun fljótari að losa sig við gamla bílinn. „f svona viðskiptum eignast umboðin bílinn og selja þá annað hvort beint eða beina þeim til okkar. Þetta hefur náttúrulega vald- ið því að mikið af notuðum bílum hefur flætt inn á markaðinn. Það hefur síðan haft þau áhrif að verð á þeim hefur nokkuð lækkað eða um 10% síðastliðin tvö ár“, segir Vignir. Hann ráðleggur þó fólki að nota frek- ar þessa leið til að koma gamla bíln- um í verð frekar en að selja þá beint. „Fólk losar sig við gamla bílinn strax og þarf ekki að láta hann standa á bílasölu í tvo til þrjá rnánuði."

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.