blaðið - 05.09.2005, Page 30

blaðið - 05.09.2005, Page 30
MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 blaöiö 46 SMAboraarinn SJÁLFSAGÐUR RÉTTUR ALMENNINGS Smáborgarinn var að festa kaup á þessari fínu stafrænu myndavél. Hún tekur myndir í rosalega flottri upplausn, aðdráttarlinsan er fyrsta flokks og það er meira að segja hægt að taka vídeó á hana, heila bíómynd ef þess er óskað. Síðan er hægt að gera ýmislegt fleira með hana sem tæknikunnátta Smáborgarans býð- ur ekki upp á að skilja, svo flókin og flott er hún. Auðvitað er ekkert gagn að eiga svona flotta myndavél nema að nota hana og Smáborgarinn hefur ekki sleppt af henni takinu síðan þessi góðu kaup voru gerð. Það var því á einu öldurhúsi borgarinnar einn virk- an dag fyrir stuttu sem Smáborgar- inn var staddur í góðra vina hópi og vildi að sjálfsögðu gorta sig af nýju myndavélinni. Reif hana því upp úr töskunni og tók að sýna vinunum myndir úr nýafstaðinni utanlands- ferð - afskaplega montinn af þessum glæsilega grip. Það var nú ekki hægt að sitja þarna í hópi fagurra meyja og sveina og rifja upp gömul skammar- strik án þess að smella einni mynd af hópnum. Að sjálfsögðu átti enginn annar en vinirnir að vera á myndinni því hvað í ósköpunum á Smáborgar- inn að gera við myndir af bláókunn- ugu fólki í misjöfnu ástandi. Þegar vinirnar broshýru voru búnir að setja sig í stellingar og skörtuðu að sjálf- sögðu sínu fegursta kom dyravörður og hastaði á Smáborgarann sjálfan (sem var honum að sjálfsögðu ekki bjóðandi) að það mætti ekki taka myndir. Smáborgarinn hló við og hélt að þetta væri einhver hress gaur sem vildi gera saklausum Smáborgar- anum grikk. En nei, augnaráð dyra- varðarins benti til þess að hér væri fúlasta alvara á ferð og að Smáborgar- inn skildi gera svo vel að setja mynda- vélina ofan í tösku, annars hlyti hann verra af. Smáborgarinn þorði nú ekki öðru en að hlýða enda dyravörðurinn sérstaklega valdmannslegur með Tu- borg merki á hægri öxl, merki sem hefur sama mátt þarna inni og haka- krossinn hafði í þriðja ríkinu. Þegar dyravörðurinn var á brott eftir að hann hafði þakkað fyrir lög- hlýðnina sat Smáborgarinn eins og eitt stórt spurningarmerki í sæti sínu, sár og svekktur og var strax farinn að sakna myndavélarinnar sem var nú ofan í tösku og hafði sætt meðferð eins og verkfæri djöfulsins. Margar spurningar vöknuðu um þetta und- arlega bann og hverju í ósköpunum það sætti. Smáborgarinn og félagarn- ir komust að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti að vera til vernda fræga fólkið. Já, auðvitað, það má ekki taka myndir ef vera skyldi að frægt and- lit villtist inn á myndina. Þarna lá þá hundurinn grafinn. Það er verið að ganga úr skugga um að allar stór- stjörnurnar sem stunda öldurhúsin fái alveg örugglega að njóta friðhelgi einkalífsins. Þá vaknar sú spurning hvort að réttur Smáborgarans til að nota nýju myndavélina sína hafi ekki verið virtur að vettugi. Því vill hann að dólgar sem stunda það að koma inn á skemmtistaðina, til að taka mynd- ir af elítunni til að græða, fái þessa vafasömu áminningu sem Smáborg- arinn fékk sér til mikillar gremju en að hann sem og aðrir sem vilja fanga augnablikið á mynd geti gert það án þess að vera stimplaðir durtar og drullusokkar. SU DOKU talnaþraut 44. gata 1 7 2 3 7 6 2 8 9 6 3 4 5 8 5 4 8 4 2 3 2 9 6 1 5 4 3 6 1 7 Lausn á 43. gátu lausná43. gátu 6 8 2 9 4 7 3 5 1 4 5 1 6 2 3 9 8 7 9 7 3 5 1 8 6 2 4 7 3 9 1 5 4 2 6 8 1 4 6 3 8 2 7 9 5 5 2 8 7 J 9 1 4 3 2 1 5 8 7 6 4 3 9 3 6 7 4 9 5 8 1 2 8 9 4 2 3 i 5 7 6 Lausn á 44. gátu verður að fínna i blaðinu á morgun. Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Léitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Jessica og fflck á minningarathöfn Jessica Simpson og maður hennar, Nick Lachley, ætla að syngja saman lagið „America the Beautiful“ á minningar- athöfn sem bandaríska fótboltasam- bandið heldur vegna þess að fjögur ár eru liðin frá hryðjuverkunum í New York. Mun þetta fara fram á FedEx Field í Landover, í Maryland fylki og munu þau syngja lagið áð- ur en fyrsti leikurinn í bandaríska fótboltanum hefst á þessu keppis tímabili. Leikurinn verður á milli Washington Redskins og Chicago Bears. Nick mun einnig koma reglu- | lega fram í íþrótta- þætti á ESPN í vetur sem nefnist College GameDay. Nick er mikill áhugamaður um íþróttir og verður með regluleg innskot um íþróttir, stuðnings- menn einstakra liða og annað sem viðkem- ur fótboltanum”, segir j Norby Williamson, að- | stoðarforseti ESPN. ■ j P. Diddy og Jay Z gefa peninga Rappararnir tveir, P.Diddy og Jay-Z, hafa ákveðið að gefa eina milljón dollara, eða sem nemur rúmum 60 milljónum íslenskra króna, til Rauða krossins og verður peningunum var- ið til hjálpar fórnarlömbum felli- bylsins Katrínar í suðurhluta Bandaríkjanna. „Þetta er okkar samfélag. Þegar ég kveiki á CNN sé ég fullt af svörtu fólki á götunni.Ég veit að það er fullt af öðru fólki þar líka, en þessar hörmungar koma illa við svarta þegna”, segir Jay-Z. „Þegar þú heyrir svart fólk segja „bróðir" og „systir" þá er það alveg satt. Þetta er allt fólk sem ég veit að ég er skyldur á einhvern hátt eða á einhverja vegu“, bætir P.Diddy við. Jay-Z segist hafa hringt í vini sína Kanye West og NBA stjörnuna Le- Bron James og beðið um framlög. Rap- pararnir tveir eru ekki þeir einu af þekkta fólkinu sem hafa gefið til hjálparstarfsins, því Celine Dion og Nicholas Cage eru til dæmis búin að gefa um sextíu milljónir ís- lenskra króna hvort. ■ Jason Statham vill leika Bond Leikarinn Jason Statham hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að taka við af Pierce Brosnan og leika njósnara hennar hátignar, James Bond. Jason, sem leikið hefur í myndum á borð við The Italian Job, Snach, Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Cellular hefur látið hafa eftir sé að hann sé mikill aðdáandi Bond. „Ég hef séð allar Bond-myndirnar. Ef ég fengi að leika þetta virðulega hlutverk myndi ég færa það meira til nútímans”, segir Jason. Nýjast mynd kappans, The Transporter, verður frumsýnd í Bretlandi 18. nóvember næst- komandi. Jason hefur sagt að þar leiki hann karakter sem sé eins og James Bond nema að hann drekki Heineken bjór í staðinn fyrir Martini. Jason vinnur nú að sex mismun- andi kvikmynd- um, þar á meðal The Brazilian Job, sem er framhald af myndinni The Italian Job. ■ HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Þú þarft að leggja drög að nassta skrefi í ferli þínum og því fyrr því betra. Það vill gleymast stundum. V Minniháttar árekstrar geta orðið að meirihátt- ar rifrildum ef það er ekki kæft strax í byrjun. Ef jjað er eitthvað sem lig|ur þér á hjarta þá skaltu ©Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Þessi heili þinn dælir úr sér hugmyndum eins og bensíntankur. Skrifaðu þær alla niður og þú hef- ur úr nægu að moða næstu mánuði sem mun án efa gleðja yfirmanninn. V Sú snilldarlega leið sem þú hefur til að hugsa ástarmál þín upp á nýtt mun vísa þér á aðra braut en þú bjóst við. OFiskar (19. febrúar-20. mars) $ Hópurinn mun mæta ýmsum vandamálum á næstunni en í stað þess að vinna úr bví þá gæti verið tími fyrir þig til að huga að einnverju nýju. Þú ert ekki að gefast upp helaur er þetta ný byrjun. ▼ Þú ættir að hugsa um endalok þessa dagana. Er eitthvað í lífi þínu sem er ekki að gefa þér eins mikið og það ætti að gera? Hrútur (21. mars-19. apríl) $ AUir hafa sínar þarfir en þínar þarfir geta beð- ið. Þú verður að einbeita þér að viðskiptavinum, kúnnum og hverjum öðrum sem borea reikning- ana. Bráðlega geturðu farið að sinna sjálfri/sjálfum þér aftur. V Hvatvísin er hluti af þokka þínum en með því að nýta tilfinninganæmi gætirðu grætt velþóknun annarra. Naut (20. apríl-20. maí) $ Áherslur dagsins brevtast þegar þú leitar nýrra leiða til ao koma öllu í verk. Þú getur bú- ist við mikilli framleiðni og almennri jákvæðni í vinnustaðamóralnum. V Ástin hefst ekki með stórri flugeldasýningu hjá þér heldur með stöðugum og sætum vinskap. Þróaðu og njóttu þess konar vinskapar núna, hver veit hvert pað leioir þig. ©Tvíburar . (2.1»ma 1 .* Jý n f)......... $ Þú munt taka fullan þátt í vinnudeginum og hefur samskipti við samstarfsfélaga sem hugsa svipað og þú. Hugmyndir munu fæðast fljótt og auoveldlega. V Þú ert alls staðar,sem er jákvætt. Félagslega hlið lífs þíns gengur glimrandi og það er skemmtilegt fólk alls staðar í kringum þig. Góða skemmtun. ©Krabbí (22. júní-22. júlí) $ Það koma án efa upp vandamál á vinnustaðn- um, mest verða bað nfrildi milli starfsfólks. Þú getur komist hjá peim með því að einbeita þér að pinni eigin vinnu og verkefnum. V Þú færð að heyra skoðun sem kemur þér á óvart frá aðila sem kemur þér enn meira á óvart. Ekki vera með ágiskanir en ekki gefa þeim tæki- færi til að stríða þér. Reyndu að ná ffam fleiri upp- lýsingum. Ljón (23. júlí-22. ágúst) $ Þú ert á réttum stað á réttum tíma og fólkið í kringum þig getur séð það. Þú ert í einstakri stöðu til ao breyta stefnu fyrirtækisins sem verður til góða. V Þetta lítur kannski ekki út fýrir að vera góð- ur dagur fyrir rómantík en það væri synd að sóa honum því það er mikil orka í loftinu. Reyndu að daðra eins mikið og þú mögulega getur. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Núna er tíminn til að láta taka eftir sér en reyndu að eyða ekki of miklum tíma í það. Vertu fyndin/n, farðu í æpandi föt eða finndu aðrar leið- ir til að vekja athygli. V Skyndileg hvöt er öflug en gæti líka verið skammvinn. Skoðaðu hvað drífur pig áfram og þú hefur betri hugmynd um hvers þu þarfnast tfl að vera ánægð/ur í lengri tíma. Vog (23. september-23. október) $ Félagslega orkan þín er í hámarki oe þú skalt Idafta aíla viðskiptavmi og samstarfsféíaga í kaf. Núna er frábær tími til að leita að nýjum sambönd- um og viðskiptavinum. V Allt lítur frábærlega vel út og þar með talin þín eigin spegilmynd. Þú ert sjálfsöryggið uppmál- að í dag og það er um að gera að njótapess. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Þú þarft að grandskoða málið áður en þú tekur ákvörðun. Leyfou undirmeðvitundinni ao vinna í því og á meðan skaltu forðast þá sem þrýsta á þig til að taka ákvörðun. V Ákveðni þín í ástarmálum er mikil en þú veist líka að ekki er allt sem sýnist. Forðastu að gera eitthvað afdrifaríkt fyrr en þú veist nákvæmíega hvernig landið liggur. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Þú verður vinsæl/1 meðal viðskiptavina oe samstarfsfélaga sem munu leita ráða njá þér. Þu ert á góðum stað núna og nýtur mikils stuonings. V Ástvinum þínum þykir mikið til þín koma, vitanlega. Sýndu þeim ao þér er líka annt um þau. Mundu að gjörðir segja meira en nokkur orð.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.