blaðið


blaðið - 11.10.2005, Qupperneq 14

blaðið - 11.10.2005, Qupperneq 14
 latwiB sSiWö? blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. STAÐA GEÐSJUKLINGA Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn var í gær og var þema dagsins „Andleg og líkamleg heilsa yfir æviskeiðið“. Þar sem mikil llenska hefur verið að undanförnu að helga hinum ýmsu dög- um hin ýmsu málefni má segja að dagur sem þessi hverfi í fjöldann, og að þrátt fyrir að málefnið sé þarft hafi sér dagur sem helgaður er málefninu lítið að segja - svona í heildina. Staða geðsjúkra er hinsveg- ar þannig í dag að nauðsynlegt er að staldra við og skoða málið. Þeir sem tengjast geðsjúkum eru því miður allir sammála að pott- ur sé víða brotinn þegar kemur að málefnum þessa hóps. Kemur þar margt til. I fyrsta lagi er staðreyndin sú að allt of margir einstaklingar í okkar annars ágæta samfélagi eru haldnir einhverskonar fordómum gagnvart geðsjúkum. Það viðhorf að andlega sjúkir einstaklingar séu ekki veikir, heldur bara hálfgerðir ræflar er ennþá ótrúlega víða við lýði þrátt fyrir að fæstir séu tilbúnir að opinbera slíka skoðun í marg- menni. Til að bæta svo gráu ofan á svart trúa fjölmargir ennþá þeirri gömlu þjóðsögu að geðsjúkir séu almennt hættulegir sjálfum sér og öðrum. Það er ótrúlegt að fylgjast með því þegar komið er fram á 21 öldina að almenningur sé ekki upplýstari en raun ber vitni. Það er engin auðveld leið til að upplýsa almenning í þessu máli, en þó er ljóst að ekki má hætta að reyna. Fjárhagsleg staðaþessa hóps er síðan annar kapituli sem nauðsynlegt er að endurskoða. Tekjur þessahóps, sem og reyndar annarra öryrkja, er smánarblettur á okkar annars ágæta samfélagi. Á sama tíma og stjórn- völd stæra sig af mesta góðæri sögunnar eru andlega veikir einstakling- ar oftar en ekki dæmdir til að lifa af tekjum sem hinum almenna manni myndi ekki detta til hugar að reyna að láta duga sér til framfærslu. Þeir einstaklingar sem lent hafa í fjárhagserfiðleikum vita hversu erfitt það getur verið að takast á við slíkt. Að takast á við geðsjúkdóm hlýtur að vera nóg, þó ekki þurfi að bæta við það óþarfa áhyggjum af peningum. ísland er ein ríkasta þjóð í heimi, en einhvern vegin hefur það þróast þannig að við erum sífellt að verða tregari til að deila þeim gæðum sem þetta land býður upp á. Stjórnvöld eiga þar einhverja sök, og gott væri að þau tækju ákvörðun um að snúa við blaðinu. Hvar væri þá betra að byrja en með því að bæta stöðu geðsjúkra, ekki í tilefni einhvers dags, heldur vegna þess að slíkt þarf nauðsynlega að gera. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsimi: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. U S.iT: Lfei B 4 i Hreinsar loftið Eyðir Iykt Drepur bakteríur ECC Skúlagötu 63 Sími 5111001 Opið 10-18 Auglýsingar I 7 blaðiö 4= ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 blaöió Lýðræðið og það allt Enn á ný hafa sveitarfélög og sam- eining þeirra komist í umræðuna, nú síðast aðallega vegna þess hvern- ig tillögur um frekari sameiningu voru kolfelldar víðast hvar um land- ið. Um framhaldið sýnist sitt hverj- um, en það var athyglisvert að heyra Helga Hjörvar, þingmann Samfylk- ingarinnar, lýsa þeirri skoðun sinni í Silfri Egils um helgina, að sjálfsagt væri réttast að setja lög um lágmarks- stærð sveitarfélaga og skikka þau síð- an til sameiningar. Nú er ég ekki sammála Helga um þetta atriði, en ég skil sjónarmiðin sem þar liggja að baki. Þau eru alveg tæk til umræðu. En þau fengu mig til þess að hugsa nánar um valdið, eðli þess og samfélagsbygginguna. Vandinn er hins vegar sá að um- ræða af þeim toga er afar sjaldan tekin hér á landi og aldrei til lykta leidd. Það sáu menn best á áratuga- löngum störfum hinna ýmsu stjórn- arskrárnefnda, sem aldrei komust að niðurstöðu, en hlutverk þeirra var að smíða stjórnarskrá lýðveldis- ins, sem koma skyldi í stað þeirrar bráðabirgðastjórnarskrár, sem sett var 1944 og var aðeins lítillega upp- færð gerð stjórnarskrár þeirrar, sem íslendingum var afhent af Dönum. Óskýr stjórnarskrá Af þessu supu menn svo seyðið í fyrra þegar magnaðar deilur hóf- ust um þýðingu tiltekinna stjórnar- skrárgreina, valdheimildir og vald- mörk. Þar var deilt um það hvort forseti lýðveldisins hefði sjálfstæð völd án atbeina ráðherra og er óhætt að segja að menn hafi skipst í tvö horn hvað það varðar. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að öllu valdi verði að fylgja ábyrgð, en þar sem ákvæði og venja um forsetaembættið eru öll á þá lund að hann beri enga ábyrgð á embættisfærslu sinni hlýtur það að fela í sér valdaleysi hans. Framhjá hinu verður þó ekki litið að það eru stjórnarskrárákvæði um forsetann, sem virðast mæla fyrir um annað. Auðvitað er það óþolandi að stjórn- arskráin skuli ekki vera skýrari en þetta og jafnvel í mótsögn við sjálfa sig. Það verður að laga. En það eru ekki aðeins lausir þræðir í grunnlögunum. Það má Jj"Andrés Magnússon líka gagnrýna hvernig þeim er fylgt eftir. Það má t.d. ekki greiða krónu úr ríkissjóði án blessunar Alþing- is, þó auðvitað viðurkenni allir að framkvæmdavaldið verði að hafa eitthvert svigrúm til þess að bregð- ast við óvæntum aðstæðum. En samt er það nú svo að framkvæmda- valdið og stofnanir þess fara býsna mikið sinu fram í þessum efnum og Alþingi má svo vesgú stimpla það eftir á. Söguleg slys Að einhverju leyti má sjálfsagt kenna um sögulegum slysum, vond- um venjum og framtaksleysi til þess að laga það, sem ekki er mölbrotið. En vandinn eykst áfram, smátt og smátt, einmitt vegna þess að menn nenna ekki að ræða hann. Ríkisvaldið allt og samfélagsgerð- in er mjög mótuð af þeim viðhorfum, sem ríktu í upphafi síðustu aldar, líkt og menn hafi engan sérstakan lærdóm dregið síðan. Hér hefur aldrei farið fram nein umræða um hlutverk ríkisvaldsins. Hvað á það að gera og hvað má það gera? Þetta hefur skýrast komið í ljós þegar vélað hefur verið um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, þar sem fulltrúar hins opinbera hafa samið sín á milli um hvernig þetta ætti nú allt að vera, en hins vegar var aldrei minnst á að þetta kæmi borg- urunum eitthvað við eða hvort það væri yfirhöfuð sjálfgefið að allt væri þetta á hendi hins opinbera. Lýðræði kvað snúast um það að landslýður ráði. En það er ekkert sem segir að hann þurfi að ráða öllu eða einhverjir í hans nafni. Mikil- vægast er að hann ráði sér sem mest sjálfur. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skorið argir biðu viðtals Egils Helgasonar við Kjartan Gunnarsson, æðsta- prest Sjálfstæðisflokksins, með nokkurri eftir- væntingu, enda um margt að ræða. Eftir áaðhyggja þótti það þó fremur þunnur þrettándi og langur vegur frá því að Egill þjarmaði að Kjartani þó næg væru tilefnin í Ijósi erfiðrar umræðu undanfarinna vikna. Þeir, sem þekkja Kjart- an, segja jafnframt með ólíkindum hversu leiðinlegt viðtalið var, en hann mun vera með skemmtilegri mönnum í persónulegri viðkynn- íngu. Eittvarþaðþó íviðtalinu, semfréttnæmt mátti teljast, en það var að Kjartan sló því föstu að hann væri ekki á förum úr starfi, en undanfarnar vikur hefur orðrómur gengið um að hann hygðist senn hverfa til annara starfa. Asínum tíma var mikið rætt um eignarhald Fréttablaðs- ins, en ritstjóri þess, Gunnar Smári Egilsson, fór með þær upplýs- ingareins og hernaðar- leyndarmál lengi vel. ( fréttum Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Frétta- blaðinu upp á síðkastið, þar sem fjallað er um eignarhald íslenskra fjölmiðla hefur því verið hampað að Baugsmenn eigi „aðeins" um 32% í 365 miðlum, þó allir viti að eignavensl við ýmsa aðra eigendureru með þeim hætti að eig- inlegur hlutur er stærri og raunar allsráðandi, eins og best sést á því hvernig stjórn fyrirtækis- ins er skipuð. En önnur spurning hefur vaknað hjá mörgum, því þegar hlutirnir, sem upþ eru taldir (Fréttablaðlnu, eru iagðir saman kemur í Ijós að ekki er gerð greln fyrir eignarhaldi um 30% hlutafjár. Hvar skyldi það liggja? klipptogskorid@vbI.is „Ég segi kannski ekki aS maður sé reiðubúinn að láta lífið til að Hannes H. Gissurarson fái að láta í Ijós skoðanir sínar - en er ekki heldur langt gengið að rukka hann um 12 milljónir fyrirþær?“ Guðmundur Andri Thorsson, Freiiabladinu, 10.10.2005. Pað vekur athygli að Guðmundur Andri skuli taka upp hanskann fyrir einn sinn uppáhaldsóvin þó hann vilji ekki ganga jafnlangt og Voltaire þegar tjáningar- frelsið er annars vegar. Hitt vekur þó kannski enn meiri furðu að enn skuli ekki hafa heyrst í hefðbundn- ummálsvörumtjáning- arfrelsisins um málið, Blaðamannafélaginu, Rithöfundasamband- inu og Ragnari Aðal- steinssyni. j

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.