blaðið - 11.10.2005, Page 16

blaðið - 11.10.2005, Page 16
16 i NEYTENDUR ÞRIÐUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MaAÍÖ Verðsamanburður á alþrifi fyrir litla fólksbila Þann ío. október var gerð verð- könnun á vegum Blaðsins á því hvað alþrif á litlum fólksbíl kost- ar á bónstöðvum á höfuðborgar- svæðinu. Stöðvarnar voru valdar af handahófi. Munurinn á litlum og stórum fólksbílum er sá að þeir síðarnefndu eru skutbílar. Hagstæð- asta verðið sem við fengum uppgef- ið í þessari könnun var hjá Höfða- bóni en þar kostar alþrif á litlum fólksbíl 3500 kr. Hæsta verðið var hins vegar hjá Bílaþvottastöðinni Löðri þar sem alþrif kostar 5900 kr. Munurinn á hæsta og lægsta verði er því umtalsverður, eða 2400 kr. Verðsamanburður á alþrifi á bílum Bónstöðin Hjá Jobba Skeifunni17 = 5500 Höfðabón Höfðabakka 9 = 3500 Bón og Þvottur Vatnagörðum 16 = 5000 Nýja Bónstöðin hf. Trönuhrauni 2 = 5000 Löður Bæjarlind 2 = 5900 Bílaþvottastöðvar Essó Geirsgata19 = 5200 SUPERWASH Bensiit lœkkaði Sanngjörn viðskipti í síðustu viku Hvað er FairTrade? Bensín lækkaði hjá öllum olíufélög- unum í síðustu viku. Ástæður eru að venju sagðar lækkanir á heimsmark- aðsverði á olíu. Hins vegar kemur fram á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda að stóru olíufélögin þrjú, Esso, Skeljungur og Olís hafi verið að hækka álagningu sína á bensíni. Þar segir einnig að svo virð- ist vera að þegar heimsmarkaðsverð á bensíni sé hátt þá sé tilhneiging hjá þeim að hækka álagninguna. Mest var álagningin í maí eða 22,43 kr. á lítra og í september var næst hæsta álagningin á árinu, eða 22,09 kr. á lítra. ■ eru ódýrastir? Samanburður averði 95 oktana bi i bensíns Sprengisandur 112,1 kr. Kópavogsbraut 112,1 kr. Óseyrarbraut 112,1 kr. eGO Vatnagarðar 112,1 kr. Fellsmúli 112,1 kr. Salavegur 112,1 kr. Ægissiða 113,3 kr. Borgartún 113,5 kr. Stóragerði 113,5 kr. Álfheimar 113,2 kr. Ánanaust 113,1 kr. Gullinbrú 113 kr. Eiðistorg 111,5 kr. Miklabraut 111,5 kr. Skammuvagur 111,5 kr. Arnarsmírl 111,6 kr. Starangl 111,6 kr. Snorrabraut 111,6 kr. Gyifaflöt 113,1 kr. -aut 113,6 kr. 113,6kr. GómmSvinnustofan >PLINGADEKK Neytendur hafa líklega tekið eftir því að sumar vörur eru merktar Fa- irTrade merkinu. Hins vegar virðist það mörgum á huldu hvað þessi merking stendur fyrir. FairTrade, eða sanngjörn viðskipti á íslensku, er upprunnið frá Hollandi í upphafi níunda áratugs síðustu aldar. Þessi herferð snýst í grófum dráttum um það að tryggja fátækum framleiðend- um sem sanngjarnast verð fyrir vör- ur sínar ásamt því að hjálpa þeim að öðlast þá kunnáttu og þekkingu sem til þarf til að þeir geti þróað rekstur sinn þannig að þeir geti unnið sig úr fátækt. Þær vörur sem eru merktar FairTrade merkinu eru því vörur sem hafa verið keyptar inn undir hatti sanngjarnra viðskiptahátta. Stuðlar að bættum viðskipta- kjörum framleiðenda Ef vörur eru merktar FairTrade merkinu þá þýðir það einnig að þær eru ekki framleiddar með þrælkun- arvinnu og að framleiðslan stuðli að sjálfbærri þróun. Þess er líka gætt að verð fyrir uppskeru ákveðinna hráefna fari aldrei undir ákveðið lágmark. { dag standa fjölmörg samtök að rekstri Fair trade Labelling Organ- isation (FLO) sem setur ákveðna staðla og sér um almennt eftirlit með alþjóðlegum viðskiptaháttum. Þeir framleiðendur sem eru skráðir hjá stofnuninni fá ekki einvörðungu tryggt lágmarksverð fyrir vöruna sem tryggir viðunandi greiðslu fyr- ir framleiðsluna heldur er ákveðnu aukaframlagi varið til uppbygging- ar i þeirra staðbundna samfélagi. Neytendur geta skipt máli Alþjóðaviðskipti virðast kannski fjarlæg hinum almenna neytanda, en það er hins vegar raunin að þeg- ar frumvörur falla mikið í verði í alþjóðlegum viðskiptum þá hefur slíkt oft á tíðum hörmulegar afleið- ingar á líf og afkomu milljóna hrá- efnisframleiðenda. Þegar þannig sveiflur verða þurfa margir þeirra að skuldsetja sig meira en þeir raun- verulega hafa bolmagn til og margir missa jarðir sínar og jafnvel heimili í beinu framhaldi. Það er því ljóst að neytendur geta lagt sín lóð á vogarskálarnar í barátt- unni fýrir auknum viðskiptajöfnuði í heiminum með því að versla vörur með slíkum merkingum. ■ Mörg gylliboð við val kreditkorts Veljið rétt kreditkort Það er ýmislegt sem þarf að vara sig á þegar kreditkort er valið. Kreditkortafyrirtæki berjast um viðskiptin og er ungum neytend- um sérstaklega hætt við enda gylliboðin mörg. Hér eru nokkur góð ráð þegar velja skal rétta kred- itkortið. • Notið kreditkortið varlega. Það býður upp á marga möguleika og sérstaklega þann að kaupa núna en borga seinna. En þú verður að geta greitt reikning- inn annars verða vextir og gjöld mjög há. • Veldu kreditkortið vel. Ekki velja kort einungis vegna fríð- indanna. Leitaðu eftir korti sem hentar þinum högum best. • Greiddu eins mikið og þú mögu- lega getur um hver mánaðar- • mót, helst allan reikninginn. Sum kreditkort gefa möguleika á að greiða einungis ákveðna lágmarksupphæð um hver mán- aðarmót en þá er hætta á það • háum vöxtum að neytandinn endi á að borga þrefalt fyrir vör- una. Borgaðu alltaf á réttum tíma. Þú tapar góðri viðskiptavild ef þú borgar alltaf of seint auk þess sem því fylgir aukinn kostnaður. Verndið kreditkortanúmerið frá þjófum. Aldrei gefa upp kortanúmerið, gildistímann eða númerið á bakinu nema þú sért alveg viss um hver taki á móti því. Ef þú notar kortið á netinu skaltu vera viss um að síðan sé örugg og upplýsingun- um sé ekki dreift áfram. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.