blaðið - 11.10.2005, Page 18

blaðið - 11.10.2005, Page 18
26 I BÖRN OG UPPELDI ÞRIÐUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 blaöid Stubbalubbar Skemmtileg klipping íyrir börn Margir foreldrar kannast við þann veruleika að þurfa að draga börnin í klippingu, jafnvel öskr- andi og æpandi. Hárgreiðslustof- ur eru venjulega daufar, erilsamar og óspennandi og því lítið um að vera fyrir fjöruga og skemmtilega grislinga. Á hárgreiðslustofu í Grafarvogi er ætíð gaman að vera enda sérhæfir hún sig í börnum. Stofan er litrík og spennandi og án efa draumaveröld fyrir börn og jafnvel fullorðna. Stofan heitir Stubbalubbar. Helena Hólm hárgreiðslumeistari rekur Hárgreiðslustofu Helenu og Stubbalubba. Það er opið á milli stof- anna tveggja og því tilvalið að heilu fjölskyldurnar líti við. Helena segir að hárgreiðslukonurnar á Stubba- lubbum séu orðnar mjög hæfar að taka á móti börnunum. „Við erum orðnar ansi sérhæfðar og vitum hvernig er best að taka á börnunum enda komnar með mikla reynslu. Stundum koma börn grátandi hér inn því þau vilja ekki klippingu en fara svo grátandi út því þau vilja ekki fara,“ segir Helena hlægjandi. Setið í bíl og horft á stubbana Helena segist hafa fengið hugmynd- ina af barnahárgreiðslustofu þegar hún var í skóla. „Ég tók eftir því að þegar börn voru að koma inn á venju- lega stofu, voru þau sett í venjulegan stól og fyrir framan þau venjulegur spegill og þá var ekkert gaman. Ég fékk þessa hugmynd að vera með sér- Verndum bernskuna Mikilvægt að setja börnum mörk í september hófst átak sem er ætlað að vekja athygli á stöðu barna í samfélagi okkar, styrkja foreldra og forráðamenn í uppeld- ishlutverkinu auk þess að auka umræðuna um málefnið. Átakið ber nefnið Verndum bernskuna og hluti þess var bæklingur með tíu heilræðum fyrir foreldra og uppalendur sem var sendur inn á hvert heimili. Heilræðunum var ætlað að vekja foreldra og uppalendur til umhugsunar um uppeldi barna sinna. Heilræðið sem áhersla er lögð á í október er: Þorum að axla ábyrgð sem uppalendur. Það er ekkert leyndarmál að það er erfitt að ala upp börn og ábyrgðin sem því fylgir er mikil og merkileg. Að sama skapi getur þessi mikla ábyrgð stundum verið yfirþyrm- andi og erfið. Oft koma upp vanda- mál sem erfitt er að leysa og foreldr- um finnst þeir í raun óhæfir til að leysa úr. Foreldrar eiga ekki að hika við að leita aðstoðar hjá fagfólki eða öðrum foreldrum ef þeir eru óvissir um lausn mála. Allir gera mistök Foreldrar verða líka að hafa trú á sjálfum sér og sínum úrræðum. Enginn er fullkominn og allir gera mistök, meira að segja í uppeldi. Ef Ábyrgð uppalenda getur á stundum verið yfirþyrmandi foreldrar gera mistök gagnvart börn- um sínum þá skiptir miklu máli að biðja þau afsökunar. Börnin finna þá að borin er virðing fyrir þeim og sjálfstraust þeirra eykst. Það er líka mikilvægt að setja börnum mörk og ekki vera hikandi í þeim efnum. Börnum líður betur og eru örugg- ari ef þeim eru sett mörk. Foreldrar þurfa því að vera fylgnir sjálfum sér og vera óhræddir við að segja nei þegar þess þarf. ■ Ullarveður! Góð ullarnærföt fyrir krakka aldrinum 0-16 ára. Gott verð!!! Opið: mán-fös.kl. 10-18 laugard. kl. 10-14 Barónsstig 3 101 Reykjavík S: 552-7499 Sóley Ósk klippir Óliver sem virðist ánægður í bílnum BlaWFrikki stofu fyrir börn. Stólarnir eru bílar og svo erum við með ungbarnastól sem þau eru örugg í. Svo fá börnin að velja myndband til að horfa á og stubbarnir eru náttúrulega vinsæl- astir. Þau horfa því á sjónvarpið á meðan þau eru klippt. Eldri krakk- arnir velja hins vegar oft að spila í playstation á meðan þau eru klippt. Áðspurð að því hvort börnin séu ekki á fullri ferð þegar þau spila playstation segir Helena: „Nei, nei, þau eru alveg kyrr.“ Verðlaun eftir góða klippingu Helena segir að aðsóknin sé mikil og börnin séu alltaf stillt og prúð. ,Eftir hverja klippingu fá þau síðan verðlaun og ég gef aldrei nammi, það er alltafbara dót. Svo veljum við oft Stubbalubba dagsins og afmælis- börn eins og sjá má á heimasíðunni www.stubbalubbar.is. Við erum líka með páfagauka og erum að fá okkur fiska. Það er voða barnvænt hérna.“ Helena segir að það sé ekki mikið um svona barnahárgreiðslustofur í heiminum sem kom henni á óvart. ,Það er gaman að segja frá því að netpantanirnar okkar eru rosalega mikið notaðar. Það er hægt að panta tíma á netinu, fólk segir bara til hvenær það vill koma og við send- um til baka. Ég er ánægð með það því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í þegar ég hóf þessar netpantanir en þær virka mjög vel.“ ■ svanhvit@vbl.is Að flytja i nýtt húsnœði með börn Það er að ýmsu að hyggja þegar flutt er í nýtt húsnæði með börn, hvort heldur sem um er að ræða nýbyggingu eða eldra húsnæði. Nýbyggingar Það er ekki óalgengt að fólk sé að flytja inn í húsnæði sem ekki er búið að samþykkja af Bygging- arfulítrúa. Það eru ótal Herdís L. Storgaard dæmi þess að byggingaraðilinn sem er ábyrgur fyrir að hafa samband við bygging- arfulltrúan til að fá gerða lokaúttekt á húsnæðinu geri það seint og illa. Það er því mikilvægt að kaupand- inn geri fyrirspurn um þetta áður en flutt er inn í húsið. Byggingarað- ilinn er oft farinn í annað verk en á eftir að klára eitthvað smávegis sem oft á tíðum getur skipt öryggi barna sköpum og vil ég þá nefna að setja htvukelAw cjruMAmlLir UíAbeútmailF' imt brjórttu]ja,pr ' ''-•x \ \ öryggislæsingar á glugga, handrið á svalir og fleira. í byggingarreglu- gerð eru gerðar kröfur um að glugg- ar í húsum sem eru á fyrstu hæð eða þar fyrir ofan geti einungis opnast ío sm og ganga þarf frá þeim með stormjárnum sem ekki leyfa stærri opnun. Mikilvægt er að setja örygg- islæsingu á svalahurðir og best er að setja reglu um það að yngri börn séu aldrei ein úti á svölum. Börn eru mjög úrræðagóð og finna alltaf eitt- hvað til að standa á til að geta horft niður. Þegar kemur að handriðum á svölum eru reglur um að ekki megi vera meira en ío sm bil á milli rimla eða bil frá gólfi svala að handriði. Handrið skulu vera þannig að börn geti ekki klifrað í þeim, best er ef pílur eru lóðréttar. 1 þeim tilfellum þar sem pílur liggja öðruvísi eða um mjög skrautleg handriði er að ræða er nauðsynlegt að setja gler að innan- verðu til að koma í veg fyrir klifur. Það sama á við um alla stiga og stigapalla inni í húsum. Mikiívægt er að hafa blöndunartæki á baðher- bergjum, sérstaklega á sturtum og baðkörum en einnig nauðsynlegt í handlaugum. Ef keypt hefur verið eldavél sem er frístandandi er mikilvægt að hún sé fest við vegginn. En því mið- ur hafa orðið alvarleg slys þegar að börn hafa verið að klifra og notað hurðina á ofninum sem tröppu en þá hafa þungar vélar oltið yfir börn eins og ekkert sé. Umhverfið í nýbyggingahverfum. Umhverfið er oft mjög varasamt, opnir grunnar fullir af vatni eða steypujárn sem skaga upp úr plöt- um. Samkvæmtbyggingarreglugerð- inni eiga slík svæði að vera afgirt meðan á byggingu stendur en því miður er ekki alltaf farið eftir því og getur þetta skapað mikla hættu fyr- ir börnin í hverfinu. Það er því mikil- vægt að foreldrar séu á varðbergi og kynni sér nánasta umhverfi barna sinna og fræði þau um hvar óhætt sé fyrir þau að leika sér. Eldra húsnæði. Eins og fram kemur í kaflanum um nýbyggingar þá þarf ekki síður að gæta að eldra húsnæði því byggingar- reglugerðin hefur verið að breytast í gegnum tíðina. Sem dæmi um þetta var leyft að hafa bil á milli rimla í handriðum 12 sm í byggingum byggð- um fyrir 1998. I eldra húsnæði eru handrið á svölum og á stigapöllum oft mjög lág, til dæmis geta þau ver- ið 65 sm. Það er því mjög mikilvægt að fara yfir þessi atriði og til að gera sér þetta auðvelt er hægt að finna gátlista á heimasíðunni okkar www. lydheilsustod.is undir Árvekni, slysa- varnir barna. Gott er að nota hann til að ganga með um húsið en á hon- um eru spurningar um öll þau örygg- isatriði sem þurfa að vera til staðar á heimilum þar sem ung börn eru. ■ Herdís L. Storgaard Verkefnastjóri barnaslysavarna Árvekni, Lýðheilsustöð

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.