blaðið - 11.10.2005, Síða 20

blaðið - 11.10.2005, Síða 20
'28 I VÍSINDI ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 blaöiö -Skorpulifrasjúklingar í Bretlandifá hugsanlega ekki meðferð Læknar velja fólk af biðlistum Skurðlæknirinn sem framkvæmdi lifrarígræðsluna á fótboltamann- inum fornfræga George Best árið 2002 segir það aðkallandi að finna kvarða eða mælitæki til þess að finna þá sjúklinga sem eru líklegir til að misnota áfengi eftir lifrarað- gerð til að hægt sé að sparka þeim afbiðlistum. Læknirinn, Nigel Heaton, er yfir- maður lifrardeildar á King’s College sjúkrahúsinu í London. Hann segir skort á líffæragjöfum hafa aukið pressu á skurðlæknum að velja þá sjúklinga sem eru líklegir til að græða mest á líffæragjöf. „Það er lítið framboð á lifrum og -biðlistar hafa lengst síðustu tvö til þrjú ár. Ef þú vissir að nokkur myndi verða síafbrotamaður þá myndi hann ekki fá að fara í aðgerð. Vandamálið er að það er engin leið að sjá hverjir það eru,“ segir Heaton. George Best lagðist inn á sjúkra- hús í síðustu viku vegna sýkingar í nýrum. Hann sannfærði lækna um það árið 2002 að hann væri hent- ugur í lifrarígræðslu. Hann var þá með skorpulifur sem orsakaðist af mikilli áfengisneyslu. Eftir aðgerð- ina jók hann samt sem áður áfengis- neysluna á ný, þvert á það sem lækn- ar höfðu ráðlagt honum. „Það þarf að finna aðferð sem met- ur sjúklinga til þess að bera kennsl á þá sem óumflýjanlega munu snúa sér aftur að áfenginu eftir aðgerð þannig að hægt verði að útiloka þá,“ segir Heaton. Hann segir að það verði að finna upp strangari úrræði til að koma í veg fyrir að sjúklingar snúi sér aftur að áfenginu að aðgerð lokinni. Lifrarígræðsla er síðasta hálmstrá- ið fyrir marga alkóhólista sem hafa þróað með sér áfengistengda sjúk- dóma eins og skorpulifur. Stuttu eftir aðgerðina fékk Best ígræðslu sem var hönnuð til þess að gera það sársaukafullt fyrir hann að drekka áfengi. Igræðslan, sem venjulega er grædd undir fituna um- hverfis magann, sendir frá sér efni í blóðrásina sem kemur í veg fyrir að líkaminn brjóti áfengið niður á rétt- an hátt. Þegar áfengi er drukkið með þessa ígræðslu leiðir það til þess að eiturefni í blóðinu aukast sem síðan leiðir til krampa, hjartsláttatruflana og breytinga á blóðþrýstingi. Vandamálið er hins vegar að þess- ar ígræðslur virka bara í sex mánuði þannig að ef sjúklingurinn hugsar ekki um það að fá nýja ígræðslu þá hverfa áhrifin á endanum. Einnig er hætta á því að sjúklingar treysti einvörðungu á ígræðslurnar til að hætta að drekka en fái sér enga sál- fræðilega hjálp. Allir sem fá líffæraígræðslu eiga það á hættu að fá sýkingar því þeir þurfa að taka lyf sem veikir allt ónæmiskerfið til þess að koma í veg fyrir að líkaminn hafni nýja líffær- inu. Hættan sem alkóhólistar, sem hafa fengið nýja lifur, horfast í augu við er að alkóhól veikir ónæmiskerf- ið ennþá meira sem gerir þá ennþá berskjaldaðri fyrir sýkingum. Hættan á sýkingum og dauða vegna lifrarsýkingar er því margföld ef áfengisdrykkjan heldur áfram því að ígrædd líffæri eru mun móttæki- legri fyrir sýkingum en upphaflegu líffærin. • Á árunum 1996 - 2000 fengu 500 alkóhólistar lifrarígræðslu í Bretlandi. • Um það bil helmingur allra lifrasjúkdóma er hægt að rekja til áfengisneyslu. Óhóf áfengis getur orsakað skorpulifur þar sem örvefur myndast í lifur í stað heilbrigðs vefjar. • Með vaxandi ofdrykkju vara læknar við að yngra og yngra fólk deyi úr skorpulifur. • í Bretlandi eru framkvæmdar á milli 600 og 700 lifrarígræðsl- ur á ári. Nýtt bóluefni gæti út- rýmt leghálskrabbameini Nýtt bóluefni gæti hugsanlega komið algerlega i veg fyrir leghálskrabbamein til lengri tíma litið. Wýtt bóluefni gegn legháls- krabbameini, sem gefur þá möguleika að bjarga allt að 1.300 mannslífum á ári, gæti orð- ið fáanlegt á næsta ári samkvæmt tilkynningu í Bretlandi í síðustu viku. Tvö stór lyfjafyrirtæki hafa þróað bóluefnið saman og hafa til- kynnt að það geti gefið konum 100% vörn gegn frumubreytingum sem or- saka leghálskrabbamein. Framkvæmdastjóri stofnunar um krabbameinsrannsóknir segir þessar rannsóknir skipta gríðarlega miklu máli fyrir áframhaldandi rannsóknir á krabbameini. Næstum 3000 tilfelli af leghálskrabbameini greinast í Bretlandi á ári hverju þannig að þessar fréttir gefa miklar vonir um að hægt verði að minnka þá tölu svo um munar. ' Bóluefnið kann hins vegar að verða umdeilt þegar það kemur á markaðinn. Flest tilfelli legháls- íkrabbameins orsakast af veiru sem kallast HPV. Hún smitast við sam- farir þannig að markhópurinn yrði stúlkur allt niður í 10 ára gamlar til að verja þær áður en þær byrja að stunda kynlíf. I sumum löndum hafa nú þegar heyrst raddir gegn því að bólusetja ungar stúlkur á þeim grundvelli að þær ættu ekki að stunda kynlíf á unglingsárum og alls ekki fyrir hjónaband. Trúarhópar í Bandaríkjunum halda því fram að skírlifi sé besta aðferðin til að forðast leghálskrabba- mein. Sumir segja að bóluefnin muni hvetja ungar stúlkur til að verða fyrr kynferðislega virkar. Vísindamenn hafa lýst því yfir að bóluefnið muni án efa geta komið í veg fyrir að leghálskrabbameinið nái að þróast. Konur eru reglulega kallaðar í krabbameinsskoðun og ef krabbameinið uppgötvast nægilega snemma er hægt að lækna það en samt sem áður deyja 1.300 konur í Bretlandi á hverju ári. Tilraun var gerð á 12.167 konum á aldrinum 16 til 23 ára, búsettum í 13 löndum. Helmingurinn fékk bólu- efnið þrisvar sinnum á sex mánaða tímabili en hinn helmingurinn lyf- leysu. Allar voru konurnar rannsak- aðar reglulega í tvö ár til að athuga hvort einhverjar frumubreytingar í leghálsi ættu sér stað. Bóluefnið var hannað til verndar tveimur tegundum af HPV veirunni sem orsakar 70% af leghálskrabba- meini. Vísindamenn fundu eftir til- raunirnar að bóluefnið kemur í veg fyrir þessar tvær tegundir af veiru og varnar einnig annars konar HPV veiru sem orsakar kynfæravörtur. Sérfræðingar eru yfir sig ánægð- ir með nýja bóluefnið þar sem það sýndi 100% árangur sem vísinda- menn segja að sé algerlega einstakt. Bráðlega munu niðurstöður rann- sókna, sem gerðar voru í fjögur ár til að fylgja eftir þeim sem tóku þátt í tilrauninni, birtar opinberlega. Þá mun einnig koma í ljós hvort einhver rénun á virkni bóluefnisins geri vart við sig með árunum. Frá árinu 1964 hefur dauðsföll- um af völdum leghálskrabbameins fækkað gríðarlega hér á landi. Leitar- starfsemi er mjög öflug hér á landi sem hefur sýnt sig að sýni árangur. Árið 1988 var aldurstakmark krabba meinsleitar lækkað í 20 ár úr 25 ár- um þar sem það hafði sýnt sig að frumubreytingar gera oft vart við sig hjá ungum konum. Frá árinu 1998 til ársins 2002 greindust að meðaltali 15 konur á ári með legháls- krabbamein. George Best hætti aö spila fótbolta mjög ungur og hafa margir sagt að frægðin hafi stig- ið honum til höfuðs. Áfengisneyslan hefur tekið sinn toll því hann fékk lífrarígræðslu vegna skorpulifur árið 2002. Best þótti einn besti fótboltamaður í heimi á sínum tíma og ber því nafn með rentu. Ný aðíerð gegn malaríu Erfðabreyttar moskítóflugur með glóandi kynkirtla gætu orðið nýtt vopn í stríðinu við malaríu sem verð- ur milljónum á ári að aldurtila í Afr- íku og víðar. Malaría berst í drykkj- arvatn með moskítóflugunum og fólk smitast þegar smitaðar flugur stinga það. Vísindamenn í Imperial College í London sköpuðu moskítóflug- una með því að festa frumu með flúorskini úr karlkyns marglyttu á frumur úr kynfærum karlkyns moskítóflugu - sem gerir hana ófrjóa. Tæknin gerir það nokkuð einfalt að greina karlkyns moskít- óflugu frá kvenkyns moskítóflugu - það sem hingað til hefur hindrað það að hægt sé að útrýma malaríu. Ein leið til að hafa stjórn á moskítóflugum sem bera með sér malaríu er að hleypa milljónum ófrjóum karlflugum inn á ákveðin svæði. Þeir maka sig með kvenflug- um en búa ekki til nein afkvæmi þannig að stofninn minnkar. Þessi tækni hefur meðal annars hjálpað til við að sporna við tvívængjunni sem áður var virkilega skæð. Vonast er til að þessi tækni muni hleypa vísindamönnum langt í þess- ari baráttu þar sem malaría er orðin svo dreifð og vanþróun og fátækt landanna þar sem hún er sem skæð- ust kemur í veg fyrir að hægt sé að útrýma henni með lyjfum. Auglýsingar 510 3744 blaði&=

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.