blaðið - 11.10.2005, Síða 22

blaðið - 11.10.2005, Síða 22
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MaöÍA Ferðir fyrir yngri flokka vinsælar Iþróttafélög á íslandi hafa mörg und- anfarin ár og reyndar áratugi farið í íþróttaferðir til útlanda með lið sín. Þegar sá sem hér skrifar fór til Skot- lands á sínum tíma, þá var það vin- sælasti áfangastaðurinn fyrir yngri flokka að fara á. “Síðan eru liðin mörg ár” eins og segir í textanum og reynd- ar meira en nokkur ár. í dag eru við- komustaðir íslenskra íþóttahópa mun fleiri og ferðaskrifstofur eru vel með á nótunum. ÍT-Ferðir hafa verið hvað duglegastar í þessu af ferðaskrifstofun- um og Hörður Hilmarsson aðalmaður- inn í brúnni þar á bæ segir að á hverju ári bætist við nýr viðkomustaður. Þó séu menn búnir að koma sér upp þátt- töku í mótum erlendis sem farið er ár- lega til. í fótboltanum eru mót á Norður- löndunum eins og; Dana cup Hjörring, Dana Cup Frederikshavn, Football Festival Denmark og Tivoli Cup. Á Bretlandi er Liverpool-mótið vin- sælt, sem og æfmgaferðir til Liverpool og Manchester. Þá hefur verið farið um áratugaskeið í hinn fræga knatt- •spyrnuskóla sem kenndur er við Sir Bobby Charlton. Nýr valkostur er á Spáni fyrir unga fótboltamenn en þar fer fram hið ár- lega mót sem heitir Valencia Cup. önn- ur mót þar eru til dæmis Donosti Cup og Costa Blanca Cup. Undanfarin ár bafa svo íslenskir hópar farið til Minnesota i Bandaríkj- unum en þar er um vikudvöld að ræða, 17-12. júlí. Þá er einnig hægt að fara til Glasgow í Skotlandi í æfinga- og keppnisferð en hópar fara þangað um páskana ár hvert sem og um verlsunarmannahelg- ina. Á þessu má sjá að það er af nógu að taka þegar kemur að fótboltaferðum fyrir íslensk ungmenni til útlanda og þjálfarar og forerldrar vita hvað slík ferð gefur hverjum einstaklingi. Það að fara með félögunum til útlanda og vera að æfa og spila í góðu veðri við toppaðstæður er nokkuð sem lifir í minningunni alla tíð. Þetta er ógleym- anlegt og þeir forráðamenn sem segja að þetta sé peningaeyðsla eru á rangri hillu. Þetta gefur þessum ungu ein- staklingum gríðarlega mikið. ■ ^ /í m<wm k/'vi'. r»^si g -vK SK 11 Y<SM U. w ~ j| p — i K 1 m |P ÆSk ÍR- inqar meistarar í 4. flokki A Haustmót KRR (knattspyrnuráðs Reykjavíkur) eru í fullum gangi þessar vikurnar og er lokið í flest- um flokkum. í 4. flokki A í karla- flokki mættust í úrslitum ÍR og Fylkir en þessi lið urðu í 3. og 4. sæti á íslandsmótinu í sumar þar sem Skagamenn urðu íslandsmeistarar. Leikur ÍR og Fylkis fór fram í Egils- höll og dómari leiksins var sá besti sem við eigum, Kristinn Jakobsson. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fylki. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar eign ÍR og þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka var staðan 3-1 fyrir lR og þeir fögnuðu gríðarlega en Arnar Þór Valsson þjálfari ÍR var búinn að lofa því að mæta í jakka- fötum ef drengirnir hans kæmust í úrslitaleikinn. Hann varð að standa við það og hver veit nema að Addó eins og ÍR-ingar kalla Arnar Þór, verði í jakkafötum á öllum leikjum liðsins hér eftir. Þetta er spurning um hjátrúna núna. Einn leikur í jakkafötum og einn bikar. í flokki B-Iiða í 4. flokki karla vann Fylkir lið Víkings 4-0 og í C- liðum í 4. flokki KR lið Víkings 2-1. f 4. flokki kvenna í A-liða var leik- ið í riðlum og þar urðu Fjölnisstelp- ur haustmeistarar en í flokki B-liða varð Fylkir í efsta sæti. f 3. flokki kvenna A-liða var einn- ig leikið í riðlum og þar urðu Vals- stúlkur haustmeistarar. i FH vann í 4. flokki karla í handbolta Um helgina var keppt í Kaplakrika í Hafnarfirði í 4. flokki karla í hand- bolta en það eru piftar fæddir 1990 og 1991. FH-ingar eiga á að skipa mjög efni- legum leikmönnum í þessum árgangi. Þeir urðu til að mynda f slandsmeistar- ar í 6. flokki, einnig í 5. flokki og svo á jmgra árinu í 4.flokki. FH-ingar þurfa ekki að kvíða fr amtíðinni þar á bæ en það eru jú einhver 3-5 ár þangað til við fáum að sjá einhvern eða einhverja cþessara pilta í meistaraflokki. Um helgina voru margir skemmti- legir leikir í Kaplakrika en fyrirkomu- lagið er þannig að fyrstu 5 mótin í vetur gilda til íslandsmeistaratitils en 8 efstu liðin fara í úrslitakeppni um tit- ilinn. Mótið um helgina var það fyrsta af þessum fimm mótum. Um næstu helgi verður svo keppt í flokki B-liða í 4. flokki karla í hand- bolta í Kaplakrika í Hafnarfirði. Hér að neðan eru úrslit leikja í mótinu. 4. flokkur karla, lokastaða úr fyrsta móti tímabilsins ■ FH Víkingur Haukar KA HK Mörk Stig Röð FH 31 - 6 19 - 15 31 - 18 27 - 7 108 - 46 8 1 Víkingur 6 - 31 10 19 10 - 29 27 - 17 53 - 96 2 4 Haukar 15 - 19 19 - 10 19 - 15 31 - 12 84 - 56 6 2 KA 18 - 31 29 - 10 15 19 37 - 13 99 - 73 4 3 HK 7 - 27 17 - 27 12 - 31 I13 - 37 49 - 122 0 5

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.