blaðið


blaðið - 11.10.2005, Qupperneq 24

blaðið - 11.10.2005, Qupperneq 24
32 I MENNING ÞRIÐUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 blaöið Fyrsta alvöru Hitchcock myndin Á miðvikudag klukkan 19.30 verður kvikmyndin The Lodger eftir Alfr- ed Hitchcock sýnd í Háskólabíói við undirleik Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Myndin er frá árinu 1926 og Hitchcock sagði sjálfur að hún væri .fyrstaraunverulegaHitchcockmynd- in“. Þetta er fyrsta mynd meistarans þar sem honum bregður sjálfum fyr- ir, eins og síðar varð venja hans, og reyndar kemur hann tvisvar fram í myndinni. Myndin er byggð á vinsælli sam- nefndri skáldsögu eftir Marie Belloc Lowndes. Sálsjúkur morðingi geng- ur laus í London og myrðir ungar ljóshærðar konur. Morðin eiga sér öll stað á þriðjudagskvöldum. Leigu- sali veltir því fyrir sér hvort nýji leigj- andinn hennar sé morðinginn. Ivor Novello leikur leigjandann. Val hans í hlutverkið kom á sínum tíma á óvart, en hann var þekktur sem tónskáld og leikritaskáld. Hann þykir standa sig með mikilli prýði í myndinni. ■ Ivor Novello f hlutverki sínu íThe Lodger. Deildi Nóbelsnefnd- in um Pamuk? Orhan Pamuk. Fullyrt er að deilur um hann hafi orðið til að fresta varð tilkynn- ingu um hver hlýtur Bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Miklar vangaveltur eru nú milli bók- menntaáhugamanna um það hvers vegna frestað hafi verið að tilkynna hver hlýtur Bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Tilkynna átti um verð- launahafann í síðustu viku en nefnd- in frestaði ákvörðun til fimmtudags í þessari viku. Sögusagnir eru á kreiki um að ágreiningur hafi orðið í nefndinni. Einhverjir nefndarmanna hafi vilj- að verðlauna tyrkneska rithöfund- inn Orhan Pamuk en aðrir í nefnd- inni lagst gegn því. Nefndin neitar því að deilt hafi verið um Pamuk en fjölmiðlar velta sér engu að síð- ur upp úr málinu. Sagt er að nefnd- armenn sem hafi lagst gegn því að verðlauna Pamuk vilji ekki blanda saman stjórnmálum og bókmennt- um. Pamuk er ákærður í heimalandi sínu fyrir að hafa i blaðaviðtali sagt að Tyrkir hefðu framið fjöldamorð á Kúrdúm og Armenum og réttað verður í máli hans í desember. Það kann einnig að hafa áhrif á afstöðu nefndarmanna að Pamuk er einung- is 53 ára, sem er býsna ungur aldur þegar Bókmenntaverðlaun Nóbels eiga í hlut, en þar er venja að verð- launa menn fyrir lífsstarf. Verð- launahafar hafa því iðulega verið aldnir að árum. Fullyrt er að nefndin hafi nú kom- ið sér saman um tvo kandídata og meirihluti atkvæða mun ráða hvor þeirra hreppir hnossið. ■ Bubbi slær í gegn á Norð- urbryggju Bubbi Morthens á tónleikunum á Norðurbryggju þar sem hann kom, sá og sigraði. Síðastliðinn sunnudag voru tón- leikar á Norðurbryggju með Bubba Morthens. Húsfyllir var og einstak- ar undirtektir, áheyrendur kölluðu listamanninn fram hvað eftir ann- að og hann brást vel við eins og hans var von og vísa. Þetta er önn- ur lota í tónleikaröð Norðurbryggj- unnar nú í haust. En í hverri röð eru þrennir tónleikar, þeir fyrstu með færeyskum listamönnum, aðr- ir með grænlenskum listamönnum og þeir þriðju með íslenskum lista- mönnum. Á nóvember tónleikun- um koma fram Guðrún Jakobsen frá Færeyjum, en hún hefur verið kjörin stjarna kvöldsins í keppni danska ríkissjónvarpsins, hinn sívinsæli Rasmus Lybert frá Græn- landi og síðast en ekki síst Magnús Eiríksson. Norðurbryggjan mun einnig á sama hátt standa fyrir flutningi sígildrar tónlistar en fyrstu tón- leikarnir hafa þegar verið haldnir og þar söng grænlenska óperu- söngkonan Ida Heinrich, en hún stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík. Undirleikari var Ólafur Vignir Albertsson. Nú eru tvær sýningar á Norður- bryggju. „Rauði vélsleðinn" sam- sýning 13 listmálara, sem annað- hvort eru fæddir í Grænlandi eða hafa búið þar og/eða í Danmörku og verkin fjalla flest að einhverju leyti um samband Grænlands og Danmerkur. Sýningin gefur góða mynd af þróun og stöðu nútíma- myndlistar í Grænlandi. Einnig er í húsinu sýning frá Þjóðminja- safni íslands á myndum Ólafs K. Magnússonar frá því um 1930 af hálendi Islands, en myndirnar eru í eigu Ljósmyndasafns Reykja- víkur og þar var Þorvaldur Böðv- arsson, sem setti sýninguna upp. Sýningarnar eru opnar frá kl. 10-17 daglega. Forstjóri Norðurbryggju er Helga Hjörvar. p Metsölubók skrifuð af unglingi Christopher Paolini hefur alla tíð hrifist af ævintýrum og vísinda- skáldsögum. Þessi hrifning varð til þess að hann byrjaði á fyrstu skáldsögu sinni, Eragon, þegar hann lauk menntaskólanámi, 15 ára að aldri. Bókin vakti mikla hrifningu við útkomu og fór á metsölulista í Bandaríkjunum en hún sat 98 vikur á metsölulista New York Times. Rúmlega tvær milljónir eintaka hafa selst af bók- inni í 37 löndum. Kvikmynd eftir sögunni er væntanleg í júní 2006 JPV útgáfa hefur sent frá sér bókina í þýðingu Guðna Kolbeins- sonar. Eragon finnur gljáfagran bláan stein í skóginum og heldur að hann geti kannski keypt vetrar- forða af kjöti fyrir hann. En þegar steinninn fagri reynist vera egg sem drekaungi klekst úr verður ljóst að sveitapilturinn ungi hefur rekist á forna arfleifð drekaridd- aranna, næstum jafngamla sjálfu Veldinu. Á einni nóttu gjörbreyt- ist fábrotið líf piltsins og hann dregst inn í ógnvekjandi nýjan heim stórbrotinna örlaga, töfra og valdabaráttu. Hann neyðist til að flýja að heiman með drekann sinn, fara um háskalegar slóðir og fást við óhugnanlega óvini. Þar nýtur hann einungis leiðsagn- ar gamals sagnaþular. Þeir eru ofsóttir af Veldinu og konungi þess, en illska hans á sér engin takmörk. Getur Eragon tekið upp merki drekariddaranna? Örlög Veldisins eru hugsanlega í hönd- umhans... m Hálfsofandi leigupenni Ævisaga John Lennons eítir fyrrum eiginkonu hans, Cynt- hiu, fær slæma dóma hjá gagnrýnanda breska blaðsins Guardian. „Cynthia, viðkunn- anleg manneskja án ímynd- unarafls, er ekki fær um að skilgreina manninn sem samdi Imagine,“ segir gagnrýnand- inn sem segir stfl bókarinnar vera svo karakterlausan og tilþrifalausan að engu sé líkara en bókin hafi verið skrifuð af hálfsofandi leigupenna. Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út í kilju söguna Manntafl eftir Stefan Zweig í íslenskri þýðingu Þórarins Guðnasonar. Manntafli hefur verið lýst sem einni af perlum heimsbók- menntanna, enda ógleymanleg saga á ferð. Hópur áhugamanna í skák er um borð í farþegaskipi og skorar heimsmeistarann í skák á hólm. Hópurinn er að tapa skákinni þegar ókunnur maður blandar sér í leikinn. I ljós kemur að hinn dularfulli farþegi á sér skelfilega fortíð. SÖGUR TOMASAR FRÆNOA n •• np ' Sogur Tom- asar frænda Útgáfufyrirtækið Sögur útgáfa hefur sent frá sér bókina Sögur Tómasarfrænda. I bókinni segir Stuðmaðurinn Tómas M. Tómasson frá poppurum og öðrum kynlegum levistum sem hann hefur komist í kynni við á viðburðarríkri ævi. Tómas M. Tómasson hefur víða komið við á þriggja ára- tuga ferli sínum sem bassaleik- ari og tónlistarmaður. Tómas kann urmul skemmtilegra sagna af samferðamönnum sfnum og sýnir hér nýja hlið á sér sem sagnaþulur. Skrásetjari bókarinnar er Friðrik Indriðason, sem hefur starfað sem blaðamaður á ýmsum fjölmiðlum undan- farinn aldarfjórðung, meðal annars hjá Morgunblaðinu og DV. Þetta er fyrsta bók Friðriks.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.