blaðið - 11.10.2005, Page 29
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005
DAGSKRÁ I 37
■ Fjölmiðlar
Páll Magnússon og
þjóðsöngurinn
Ég ólst upp við það að ekki mætti
slökkva á þjóðsöngnum. Ef byrjað
var að leika hann í dagskrárlok í út-
varpi eða sjónvarpi var maður skyld-
ugur til að hlusta á hann til enda. Ég
man eftir því að hafa stokkið á fætur
til að ná að slökkva á tækinu áður en
fyrstu tónarnir heyrðust. Stundum
tókst það en oftar heyrði ég fyrstu
tónana hljóma og hélt aftur í sætið
og hlustaði til enda.
Eitt kvöldið var ég að horfa á Is-
land í dag og mundi þá eftir fréttum
Ríkissjónvarpsins og skipti yfir á
þá stöð. Mér fannst ég heyra kunn-
uga rödd kynna fréttir kvöldsins en
taldi mig fara mannavillt. En viti
menn, birtist þá ekki Páll Magnús-
son á skjánum. Ég varð stórhrifin
en þegar farið var að segja leiðinda-
frétt um efnahagsmál skipti ég aftur
yfir á ísland í dag. Þá skyndilega
áttaði ég mig á því hvað ég var að
gera. „Þú skiptir ekki um stöð þeg-
ar Páll Magnússon er á RÚV,“ sagði
mín innri rödd með nokkrum þjósti.
Maður á alltaf að hlusta á sína innri
rödd, sérstaklega þegar hún er að
vanda um við mann. Þess vegna
flýtti ég mér að skipta yfir á RÚ V og
horfði á fréttatímann til enda. Mað-
ur verður nefnilega að sýna ákveðið
trygglyndi í þessum heimi og standa
með sínu fólki.
Reglan um þjóðsönginn er enn
í fullu gildi á mínu heimili. Það er
ekki slökkt á honum. Þar er heldur
ekki skipt um rás þegar Páll Magn-
ússon er á skjánum.
kolbrun@vbl.is
21:00-23:00 23:00-00:00 00:00-6:00
21.25 Út ogsuður Gfsli Einarsson fer um landið og heilsar upp á forvitnilegt fólk. Dagskrárgerð Gísli Einarsson og Freyr Arnarson.Textað á slðu 888 ÍTextavarpi. 22.00 Tíufréttir 22.20 Lögmál Murphys (4:5) (Murphy's Law) Breskur spennumyndaflokkur um rannsóknar- lögreglumanninnTommy Murphyog glimu hans við glæpamenn. 23.50 Kastljós 50.50 Dagskrárlok
21:20 Hustle (1:6) (Svikahrappar) 22:10 LAX (11:13) (Cease & Assist) Hörkuspennandi myndaflokkur sem gerist á alþjóðlega flugvellinum I Los Angeles, LAX. Um flugvöllinn fara árlega milljónir farþega og stjórn- endur hans hafa I mörg horn að llta. Oryggismálin eru I öndvegi enda voflr ógn hryðjuverita stöðugt yfir. Aðalhlutverkið leikur Heather Locklear. 22:55 Crossing Jordan (7:21) (Réttarlæknirinn) Hörkuspennandi þættir um Jordan Cavanaugh, hörkukvendi sem starfar hjá dánardómstjóranum 1 Boston. . 23:35 Deadwood (3:12) (New Money) Verðlaunaþáttaröð um llfið 1 villta vestrinu. Dead- wood er litrikur landnemabær 1 Bandarlkjunum þar sem allt er leyfllegt. Á meðal leikenda eru Keith Carradine, Timothy Olyphant, lan McShane og Powers Boothe. Stranglega bönnuð börnum. 00:30 The Long Run (Hlaupið mlkla) Dramatlsk íþróttamynd. Barry hefur lengi þjálfað frjálslþróttamenn en með misgóðum árangri. Leikstjóri, Jean StewarL 2000. Leyfð öllum aldurshópum. 02:20 Kóngur um stund (10:16) 02:45 Sjálfstættfólk 03:15 Fréttir og fsland I dag 04:20 Islandibítið 06:15 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVf
21:00 Innlit/útlit 122:00 Judging Amy Bandarlskir þættir um lögmanninn Amy sem gerist dómari 1 heimabæ slnum. Maxine er komin aftur til vinnu eftir tlmabundinn brottrekstur. 22:50 Sex and the City -1. þáttaröð 23:20 JayLeno 00:05 Survivor Guatemala (e) 01:00 Cheers - 7. þáttaröð (e) 01:25 Þak yfir höfuðið (e) 01:35 Óstöðvandi tónlist
21:00 Að leikslokum (e) 22:00 Wigan - Bolton frá 02.10 00:00 Stuðningsmannaþátturinn"Liðið mitt" (e) Hörðustu áhangendur enska boltans á (slandi I sjón- varpið. Þáttur i umsjón Böðvars Bergssonar þar sem stuðnlngsmannaklúbbar ensku liðanna á Islandi fá klukkutima til að láta móðan mása um ágætl slns liðs, kynna klúbbinn, rifja upp eftirminnileg atvik, falleg mörk og hvaðeina áhugavert sem snýr að þeirra liði. 01:00 Dagskrárlok
21.00 Laguna Beach (2:11) 21.30 My Supersweet (2:6) 22.00 HEX (2:19) Yfirnáttúrulegir þættir sem gerast I skóla einum I Englandi. 22.45 Kvöldþátturinn 23.15 FashionTelevison (2:4) 23.45 David Letterman 00.30 Friends 3 (24:25) 00.55 Kvöldþátturinn
21:30 Timeless (Iþróttahetjur) 22:00 Olíssport 22:30 A1 Grand Prix (Heimsbikarinn í kapp- akstri) ítarleg umfjöllun um heimsbikarinn í kapp- akstri. Þetta er ný keppni en öll kappakstursmótln eru 1 beinni á Sýn. 00:00 Ensku mörkin Mörkin og marktækifærin úr enska boltanum, næst efstu deild. Við eigum hér marga fulltrúa en okkar menn er að finna I liðum Leicester City, Leeds United, Reading, Plymouth Argyle og Stoke City sem Jafntframt er að meirlhluta I eigu íslenskra fjárfesta.
22:00 Along Came Polly (Svo kom Polly) Rómantísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Jennifer Aniston, Philip Seymour Hoffman, Debra Clinger. Leikstjóri, John Hamburg. 2004. Leyfð öllum aldurshópum. 00:00 Get Well Soon (Láttu þér batna) Rómantlsk gamanmynd með alvarlegum undirtóni. Spjallþáttastjórnandinn Bobby Bishopfærtauga- áfall 1 beinni útsendingu. 1 kjölfariö rekur hvert vandamálið annað. Aðalhlutverk: Vincent Gallo, Courteney Cox, Jeffrey Tambor, Tate Donovan. Leik- stjóri, Justin McCarthy. 2001. Bönnuð börnum. 02:00 Hi-Llfe (Llfað hátt) Rómantísk gamanmynd. Jimmy er skuldum vafinn og veðlánarinn hans er farinn að ókyrrast. Aðalhlut- verk: Campbell Scott, Moira Kelly, Michelle Durning, Eric Stoltz. Lelkstjóri, Roger Hedden. 1998. Bönnuð börnum. 04:00 Along Came Polly (Svo kom Polly) Rómantlsk gamanmynd. Ráðgjafinn Reuben Feffer vill alltaf hafa hlutina á hreinu. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Jennifer Aniston, Philip Seymour Hoffman, Debra Clinger. Leikstjóri, John Hamburg. 2004.
Útsendingasvœði
Digital íslands
stœkkar
Digital ísland hefur hafið út-
sendingar á Selfossi og í kjöl-
farið fylgja önnur útsending-
arsvæði á Suðurlandi og Akureyri. Á
næstu dögum og vikum verður hið
stafræna útsendingarsvæði 365 ljós-
vakamiðla, Digital Island, stækkað
til muna og nær þá til yfir 80% heim-
ila í landinu. Þá mun íbúum á Suður-
landi og Norðurlandi loksins bjóðast
tækifæri til að taka þátt í stafrænu
byltingunni í íslensku sjónvarpi.
Fyrsti áfanginn er Selfoss. Nú þeg-
ar hefur verður tekið í notkun dreifi-
kerfi fyrir það svæði og geta Selfyss-
ingar því farið að njóta stafrænna
útsendinga Digital Island, sem
sendir út nær allar íslenskar sjón-
varpsstöðvar, sem og fjölda erlendra
stöðva, í bestu mögulegu mynd- og
hljóðgæðum. Á næstu dögum fylgja
svo á eftir önnur áhorfssvæði á Suð-
urlandi; Hveragerði, Stokkseyri, Eyr-
arbakki, Þorlákshöfn, Hella og Hvols-
völlur. I nóvemberlok hefjast svo
stafrænar útsendingar á Ákureyri.
Til þess að ná stafrænum útsending-
um Digital Island þarf að verða sér út
um stafrænan myndlykil, sem fáan-
legur er án endurgjalds á afgreiðslu-
stöðum Digital ísland á umræddum
útsendingarsvæðum. Einnig þarf að
vera fyrir hendi örbylgjuloftnet, en
þó ekki þar sem eru UHF-sending-
ar eins og á Akureyri. Stefnt er á að
hefja UHF-sendingar á höfuðborg-
arsvæðinu um áramótin, sem þýðir
að þar með verður ekki þörf fyrir ör-
bylgjuloftnet til að ná stafrænum út-
sendingum á innlendum sjónvarps-
stöðvum. Digital Island sendir nú
út í Reykjavík og á Suðurlandi, 64
sjónvarpsstöðvar, 12 íslenskar stöðv-
ar og 52 erlendar stöðvar í stafræn-
um hágæðum. Islensku stöðvarnar
eru; Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Bíó, Sýn,
Sýn+, Sýn Extra, Sirkus og PoppTV.
Hinum erlendu fer sífellt fjölgandi
og sú nýjasta bætist við 1. nóvemb-
er en það er körfuknattleiksstöðin
NBA TV, sem alfarið er helguð um-
fjöllun og leikjum frá bestu körfu-
knattleiksdeild í heimi, bandarísku
NBA deildinni. ■