blaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 30
38IFÓLK MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER blaóið . rgarinn OKEYPIS HAND- LEGGSBROTí ÚTLÖNDUM Smáborgarinn vandar ekki heilbrigð- iskerfinu hér á landi kveðjurnar þessa dagana. Þannig er mál með vexti að hann er með eindæmum óheppinn og hefur þurft að nota heilþrigðisstofn- anir höfuðborgarsvæðisins óvanalega oft síðustu vikur. Ef það er ekki snúinn ökkli þá er það tognaður háls og ef það er ekki tognaður háls þá er það skæð ennisholusýking. Allt gott og blessað með það á meðan það er ekki alvarlegra en þetta. Það alvarlegasta er líklega það að þessi heilbrigðisþjónusta sem Smá- borgarinn hefur þurft að fá hefur kost- aðfúlgurfjár. Ef þjónustu skildi þó kalla þar sem allir læknarnir sem hafa farið mjúkum höndum um Smáborgarann hafa ekki eytt meira en kannski tveim- ur mínútum í að sjúkdómsgreina hann. Greiningin hefur vanalega verið þessi: „Þetta lagast.' Stórum upphæðum hefur sem sagt ; verið hent í eitthvað sem Smáborgar- j inn hefði þess vegna getað spurt speg- ilinn að. Upphæðum sem hann hefði vel getað varið f eitthvað annað. Eins og til dæmis utanlandsferð til þess að fá þar heilbrigðisþjónustuna ókeypis. Klaufinn Smáborgarinn var nefnilega nýverið á Ítalíu þar sem hann þurfti, öllum að óvörum, að nýta sér heil- brigðisþjónustuna þar. Eftir heilan dag af hringli milli stofnana og sjúkrahúsa og greininguna handleggsbrot var Smáborgarinn orðinn ansi tvístígandi yfir því hvort hann ætti kannski bara að láta sig hverfa af yfirborði jarðar til þess að þurfa ekki að horfast í augu við himinháan reikning sem hafði líklega verið í prentun frá komu sjúk- lingsins Smáborgarans. Nema hvað, hann þurfti ekki að borga eina einustu krónu þrátt fyrir að hafa eytt heilum degi á sjúkrastofnun, fengið álit þriggja sérfræðinga, röntgenmyndatöku og fallegt hvítt gips. Síðan kom Smáborg- arinn heim, dauðslifandi feginn að hafa handleggbrotnað annars staðar en á Islandi, fór á spítala til þess að láta skoða hendina, var sagt að hann væri í fínu lagi, reikningur; 5.623 krónur. (landi þar sem Smáborgarinn borgar háa skatta og leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Hann ætlar að hugsa sig tvisvar um næst þegar honum dettur í hug að misstíga sig. Af netinu Eiríkur Bergmann, forstöðumað- ur Evrópufræðaseturs: ,En það er ekki trúverðugt að fyrr- verandi forsætisráðherra og for- maður stærsta stjórnmálaflokks landsins sé fenginn til að skrifa sögu þingræðis á Islandi. Hann er hluti af sögunni en ekki hlutlægur rannsakandi. Það skiptir máli hver skrifar söguna. Nema að þetta eigi að vera einhvers konar opinber út- gáfa núverandi stjórnvalda af sögu þingræðisins til að passa upp á sinn hlut, - þá er kannski ágætt að fá inn- múraða og innvígða í verkið.“ http://www.eirikurbergmann. hexia.net/ Helgi Hjörvar, alþingismaður: ,En bindisbyltingin stóð ekki lengi á þinginu, því varaþingmaðurinn er búinn að taka bindið uppúr vasan- um og binda sig með því. Urðu við- brögð sumra í þinginu líka einsog helgispjöll hefðu verið framin og hann trúlega beittur miklum þrýstingi um að binda sig.“ http://www.helgi.is/ HVAÐ FINNST ÞÉR? Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar Hvað finnst þér um nýja forystu Sjálfstæðisflokksins? „Mér sýnist ný forysta eiga býsna vel við flokkinn en geri ekki ráð fyrir mik- illi stefnubreytingu við þessi skipti. Mér sýnist hins vegar að það verði örlítið mildilegra yfirbragð á honum eftir þessar breytingar. Þetta eru a.m.k. ekki mikil kynslóðaskipti. Geir og Davíð eru jú á svipuðum aldri en Þorgerður er hins vegar örlítið yngri og getur því hugsanlega flokkast sem fulltrúi nýrrar kynslóðar. Nú er bara að bíða og sjá hvaða spor þau munu feta í forystunni. Stóra spurningin er hvernig þeim gengur að fylla það tómarúm sem skapast við brotthvarf Davíðs. Það er ljóst að fram að þessu hafa þau bæði fýlgt honum mjög fast og eru trúlega að njóta þess í kjörinu. En nú reynir á og framtíðin verður auðvitað að skera úr um hvernig til tekst. Annars hef ég lítið fylgst með fundinum sjálfum en af því sem ég hef séð sýnist mér þetta hafa verið hefð- bundin halelúja samkoma þessa flokks - þetta er auðvitað bara sýning“. Norah Jones geíur út lag til styrktrar fórnarlamba Katrínar Söngkonan Norah Jones og Wyclef Jean eru að gefa út ið Any Other Day til að hjálpa þeim sem lifðu af felli inn Katrínu. Allur ágóðinn á að ganga til Rauða kross og AmeriCares sem vinna að hjálparstörfum á svæði „Þegar ég var krakki upplifði ég hversu öflug nátti öflin geta verið og ég finn til með fórnarlömbunum öllum þeim sem hafa misst ástvini í Katrínu og Rítu.‘ Tommy Lee i Motley Crue slasaðist Tommy Lee í Motley Crue var fluttur á spítala eftir að áhættuatriði klúðraðist á tónleikum í Banda- ríkjunum. Tæknileg atriði fóru úrskeiðis þegar hann reyndi sveiflu yfir sviðið og áhorfendur trylltust. Vitni af slysinu sagði að ljósin hefðu farið af og allt hafi farið í uppnám. Áhorf- endur voru látnir vita að fresta yrði tónleik- unum og að Lee hefði farið á spítala. ifer Lopez fœr ráð frá Queer Eye for the Straight Guy Söngkonan Jennifer Lopez hefur beðið Thom Filicia úr þátt- unum Queer Eye for the Straight Guy að gefa sér ráð til að skreyta glæsivillu sina. Hún hefur nýlega fest kaup á vill- unni með eiginmanni sínum Marc Antony en á í vand- ræðum með að skipuleggja útlitið á henni og innan- húsarkitektúr. Hún vonast eftir að Thom Filicia geti hjálpað henni við að umbreyta heimilinu eins og hann hefur gert við svo margar íbúðir. Auk þess að vera þekktur fyrir að vera í Queer Eye for the Straight Guy þá á hann hönnunarfyrirtæki og hefur nýlega verið valinn einn af 100 bestu hönnuð- um Bandaríkjanna af House Beautiful Magazine. HEYRST HEFUR. Wýja fréttastöðin hjá 365 ljósvakamiðlum er ekki enn farin í loftið en samkvæmt j- heimildum f]Q á að sjón- tl—-I ^ varpa frétt- U—-1 um frá klukkan 07:00 á morgn- ana til klukkan 22:00 á kvöldin. Tíu mínútna fréttapakkar eiga að vera á heila tímanum og síð- an umræður um þau „fjölmörgu" mál sem skekja íslenskt þjóðfé- lag þess á milli. Metnaðarfullt verkefni þó að enginn nema 365 menn skilji hvernig dæmið eigi að ganga rekstrarlega upp. Þá er almennt uppi sú skoðun að Gunnar Smári og félagar séu að skjóta sig í fótinn, að þeir muni fyrst og fremst taka áhorfendur frá sjálfum sér, ekki höfuðand- stæðingnum RÚV. Jakob Frímann Magnússon fór hamförum gegn Davíð Oddsyni í Silfri Egils í gær og var ekki hægt að skilja orð Jak- obs öðruvísi en að Davíð væri ekki heill á geði. Illugi Gunnars- son og Ásta Möller brugðust hart við og þóttu ummæli Jak- obs í hæsta máta ósmekkleg. Það má því segja að deilur um persónu Davíðs Oddsonar haldi áfram, þrátt fyrir að pólitískum afskiptum hans hafi formlega lokið í gær. Umræðan þótti hins vegar endurspegla þá flokka- drætti sem eru í Baugsmálinu - annars vegar var eldheitur stuðningsmaður Bónusfeðga og hins vegar harðir stuðnings- menn Davíðs. Þráinn Bertels- son var líka í þættinum - hann þótti gagnrýninn á þennan fyrr- verandi foringja, en gætti þó hófs í málflutningi sínum. Islenski Bachelor-þátturinn fékk slæma dóma þegar hann fór fyrst í loftið en heldur þykir Eyjólfur vera far- inn að hressast og virðist sem þátturinn sé heldur betur far- inn að vinna á. Þannig er mun meira talað um Bachelorinn en Idol í upphafi hausts og hlýtur það að auka Skjás 1 mönnum bjartsýni í harðri samkeppni. Einn raunveruleikaþáttur hefur þó ekki enn verið frumsýndur, en það er Ástarfleyið sem sjón- varpsstöðin Sirkus mun skarta. Fyrsti þátturinn verður frum- sýndur eftir þrjá daga og er ekki að efa að þessir þættir eiga eftir að vekja umræðu um siðferði eða siðferðisleysi íslenskrar æsku - ekki síður en Bachelor- inn. Frambjóðendur í prófkjöri SjálfstæðisflokksinsíReykja- vík þurfa að hafa djúpa vasa ef þeir ætla sér að ná árangri. Þannig birtu að minnsta kosti tveir þeirra, Vil- hjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Júlíus Vífill Ing- varsson, heil síðuauglýsingar í blöðunum um helgina, auk þess sem bæði þeir og aðrir frambjóðendur hafa leitað annarra leiða til að vekja athygli á sér. Prófkjörið er 4. og 5. nóvember næstkomandi þann- ig að ljóst er að þeir sem teygja sig lengst verða búnir að eyða milljónum eða jafnvel á annan tug milljóna í prófkjörsbarátt- una þegar kemur að kjördegi...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.