blaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 12
12 I VEIÐI MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 blaAÍÖ Leiðinlegt vedurfar bjargaði rjúpunni Rjúpnaveiðin byrjaði aftur á laugardaginn eftir tveggja ára hlé. Fjölmargir veiðimenn héldu til veiða um allt land. Gera má ráð fyrir að nokkur þúsund veiðimenn hafi haldið til veiða víða um land nú um helgina. Reyndar setti slæmt veður og slæm veðurspá strik í reikninginn sem hefur vænt- anlega orðið til þess að margir héldu sig heima. Skotveiðimenn sem Blaðið ræddi við á Akranesi og Borgarnesi fengu eitthvað af fugli en margir fóru ekki fyrr en i gærmorgun. Einn sem fór vestur í Dali og út á Mýrar fékk átta rjúpur. „Það er aðalmálið að komast á rjúpu og veiða hóflega, aflatölur skipta engu máli lengur fyrir veiði- menn. Menn eru að ná sér í jóla- matinn, 10-15 rjúpur og fá góðan göngutúr," sagði skotveiðimaður á Snæfellsnesi sem Blaðið ræddi við. Hann og veiðifélagi hans höfðu geng- ið lengi án árangurs en sögðu að það skipti engu máli - innan tíðar myndu þeir fá eitthvað. Misjafnar aflatölur Blaðið heyrði í veiðimönnum víða um land og sögurnar voru misjafn- ar mjög. Flestir höfðu þó náð í eina og eina rjúpu. „Það var fullt af liði þar sem ég var í nágrenni við Hvammstanga, ég fékk nokkra fugla, en rjúpan var styggsagði Hörður Gylfason, eftir fyrsta daginn sem mátti skjóta. „Ég er búinn að heyra í mörgum veiðimönnum í morgun víða um land og flestir eru með sömu sög- una, rjúpnaveiðin gengur rólega,“ sagði Árni Halldórsson á Hauganesi sem ekki fór á rjúpu fyrsta daginn. „Aðstæður eru ekki góðar en það er maður við mann í Kötlufjalli hérna fyrir ofan en þeir fá víst lítið. Það voru rosalega margir sem fóru til rjúpna í dag. I gær var töluverður snjór hérna en hann hefur tekið mik- ið upp í nótt,“ sagði Árni ennfremur sem ætlaði á gæsaveiði í Skagafirði ígær. Erfitt var að athafna sig fyrir aust- an því veðurfar var slæmt og mikil rigning. Margir skotveiðimenn sem höfðu samband við Blaðið sögðu að það væri orðið erfitt að átta sig á því hvar mætti skjóta lengur, svo mörg svæði væru lokuð fyrir veiðimenn. „Ég er búinn að fara víða en alls staðar er lokað þar sem mátti skjóta áður,“ sagði einn sem var á ferðinni fyrir norðan. Eftir þriggja ára bann var rjúpnaveiði leyfð á ný nú um helgina. Veðurguðirnir tóku ekk- ert tillit til veiðimanna og vegna þessa héldu fjölmargir veiðimenn sig heima. VARAHLUT AVERSLUN kistufell@kistufell.com Tangarhöfða 13 Sími 577 1313 Spyrnur og stýrishlutir í flestar geröir bíla Rjúpnaveiðimenn þurfa oft að hafa mikið fyrir því að finna veiðibráðina og flestir geta sagt sögur af langri göngu á hæstu tinda í leit að bráð. Þetta er þó ekki algilt eins og myndin hér að ofan sýnir. Þessar rjúpur sátu og horfðu á veiðimenn þar sem þeir voru við bíl sinn að gera sig klára fyrir veiði dagsins. Óskað eftir upplýsing- um um heiðagœs Nú um helgina voru heiðagæsir tald- ar á Bretlandi. Til að meta stærð stofnsins er mikilvægt að vita hvort eitthvað verulegt magn af gæsum sé enn hér á landi svo unnt sé að taka það með í reikninginn. Því er óskað eftir því að veiðimenn sem verða varir við heiðagæsir á næstu dögum láti af því vita. Gott væri að vita hvar menn sáu gæsir, hvenær og hve margar menn telja að þær hafi verið. Upplýsingarnar verða teknar saman og sendar talningaraðilum á Bretlandi sem eru Wildfowl & Wet- lands Trust. Upplýsingar má senda á arnor@vst.is. Sigurður yngri með pabba sínum Ólafi Erni Jónssyni, afanum Sigurði G Steinþórssyni og langafanum Ólafi J. Hjartarsyni með morgun- veiðina úr Laxá á Skógarströnd. Sigurður yngri veiddi mariulaxinn sinn í ferðinni, fimm punda lax. Eystri Rangá: Gaf yfir fjögur þúsund laxa i sumar Góðu sumri er lokið í stangveiðinni en heildarlaxveiðin yfir landið voru um 54 þúsund fiskar. Segja má að vonbrigði sumarsins séu að 98% af veiddum laxi er eins árs fiskur og því hefur verið erfitt að ná í klakfisk í mörgum veiðiám eins og Stóru- Laxá í Hreppum. Þó hefur eitthvað náðst í klakið þar. „Við fengum laxa í Hrútafjarðará en það var mikið vatn í ánni þegar við drógum á. Það er víða fiskur í henni,“ sagði Þröstur Elliðason leigu- taki árinnar en tveggja ára laxinn er víða í mjög litlu magni í veiðiánum. Lokatölur úr Laxá í Leirársveit voru 1.286 laxar og veiðimenn sem voru þar undir það síðasta sögðu mikið vera af fisld í henni. Ennþá veiddur sjóbirtingur Laxá í Kjós gaf 1.545 laxa og veiði- menn voru að veiða sjóbirtinga og laxa undir það síðasta. Andakílsá endaði í 230 löxum og Grímsá gaf 1.486 laxa en ennþá er veiddur sjó- birtingur í henni. Veiðimenn hófu veiðiskapinn á sjóbirtingi á dögun- um. Gaman verður að sjá hvernig sú veiði gengur en oft gengur töluvert af sjóbirtingi í ánni og veiðist neðar- lega í henni. „Veiðiskapurinn gekk rólega undir það síðasta enda kalt og fiskurinn tók illa,“ sagði Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum, en Flókadalsá endaði í 410 löxum. Þverá og Kjarrá enduðu í 4.151 löxum, sem er meiriháttar, en þær misstu toppsætið fyrir fáum dögum og Eystri-Rangá er orðin efsta laxveiðiáin. Áin endaði í 4.222 löxum. Norðurá endaði 3.138 löxum og Gljúfurá bætti sig verulega á milli ára en áin gaf 255 laxa. „Við enduðum 11.917 löxum og það er gott. Það var mikið af fiski í ánni þegar við hættum en laxinn hefði mátt taka betur,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson við Langá á Mýrum er loka- tölurnar lágu fyrir. Hítará endaði í 504 löxum og Haf- fjarðará gaf 1.291 lax, Straumfjarð- ará gaf 645 laxa og Vatnasvæði Lýsu halaði inn nærri 300 löxum. Miðá í Dölum gaf 260-265 laxa og Laxá í Dölum endaði í 1.885 löxum, sem er miklu betra en fyrir ári síðan. Blanda gaf 1.620 laxa og Laxá á Ásum endaði í 703 löxum. Víðidalsá gaf 1.730 laxa, Hofsá í Vopnafirði gaf 1.955 laxa og Selá gaf 2.318 laxa. Breiðdalsá gaf 814 laxa en alls veidd- ust 2.665 fiskar í ánni þetta sumarið. Leirvogsá gaf 744 laxa á tvær stangir sem er mjög gott. Það var víða metveiði í laxveiðián- um og því má fullyrða að veiðimenn séu almennt hressir með sumarið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.