blaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 blaAÍA Brýn þörf á aðstoð Ekki er vitað um að fólk hafi farist í eftirskjálftum sem riðu yfir norðurhluta Pakistans á sunnudag. Hjálparstarf sœkist seint vegna þess að vegir hafa lokast eftir skriðuföll. Brýnt er að koma hjálpargögnum til allt að þriggja milljóna manna nú þegar vetur er á nœsta leyti. Ungur piltur með vistir á bakinu gengur fram hjá rústum húsa í þorpinu Mujhoi i Kasmír. Skriður komst á hjálparstarf í fjalla- héruðum í norðurhluta Pakistans í gær eftir öfluga eftirskjálfta á sunnu- dag. Einn eftirskjálftanna mældist 6 á Richterskvarða og er á meðal þeirra öflugustu sem mælst hafa síðan stóri skjálftinn reið yfir svæð- ið þann 8. október. Ekki hefur verið tilkynnt um nein dauðsföll í kjölfar eftirskjálftanna. Ekki hefur heldur verið tilkynnt um nein meiriháttar skriðuföll í fjallahéruðunum þar sem verkfræð- ingar á vegum hersins vinna dag sem nótt við að laga vegi sem eyðilögðust í skjálftanum sem hefur þegar orðið að minnsta kosti 53.000 manns að bana og slasað 75.000 alvarlega. Tekur fáeinar vikur að opna vegi Ekki verður hægt að flytja hjálpar- gögn í nægilegu magni til um 2.000 þorpa fyrr en búið verður að opna vegina á ný en talið er að það geti tek- ið fáeinar vikur til viðbótar. I þorp- unum sem ekki hefur enn náðst að koma hjálpargögnum til búa hundr- uð þúsunda manna sem þurfa bráð- nauðsynlega á aðstoð að halda til að lifa af veturinn sem nú er að skella á i þessum heimshluta. Þrátt fyrir að björgunarþyrlum fjölgi stöðugt geta þær ekki komist til allra þorpanna eða flutt nægar birgðir til þeirra staða sem verst urðu úti í hinum pakistanska hluta Kasmírhéraðs eða hinu aðliggjandi norðvesturhéraði. Kvartað yflr seinagangi alþjóðasamfélagsins Þeir sem vinna að björgunarstarfi kvarta sáran yfir seinagangi alþjóða- samfélagsins við að útvega þá pen- inga sem á þarf að halda til að koma allt að þremur milljónum manna til aðstoðar. Afar brýnt er að útvega fólki mat og húsaskjól i vetur en hita- stig er þegar farið að mælast undir frostmarki og talið er að aðeins séu örfáir dagar í það að snjór fari að falla á þessum slóðum. Rashid Khalikov, sem sér um sam- þættingu björgunarstarfs hjá Sam- einuðu þjóðunum, sagði að hjálp væri farin að berast hraðar. „Það berst stöðugt meira af tjöldum, mat og öðrum vistum,“ sagði hann en bætti við að miklu meira þyrfti að koma til. Ennfremur sagði hann að viðræður stæðu yfir milli Samein- uðu þjóðanna og Atlantshafsbanda- lagsins um hvernig það gæti komið að liði. Nokkrar af ríkustu þjóðum heims hyggjast funda í Genf í Sviss í vikunni þar sem lagt verður á ráðin um frekara hjálparstarf vegna ham- faranna í Suður-Asíu. ■ Kyrkislanga á kamrinum Fjölskyldu einni í borginni Johor Bahru í suðurhluta Mal- asíu brá heldur betur í brún á sunnudag þegar hún uppgötv- aði að tæplega tveggja og hálfs metra löng kyrkislanga hefði komið sér fyrir í klósetti heim- ilisins. Fyrst héldu foreldrarnir reyndar að dóttir þeirra hefði séð ofsjónir þegar hún sagði þeim að haus slöngunnar hefði gægst upp úr skálinni en þegar þeir athuguðu málið sjálfir sáu þeir gult og svart kvikindið stara á sig innan úr klósett- inu. Þeir höfðu umsvifalaust samband við eiganda hússins sem kallaði til slökkviliðsmenn sem tókst að fanga slönguna og sleppa henni í skógi rétt hjá. Ekki er ljóst hvernig slangan komst í klósettskálina. Ki-moon í heim sókn til Japans Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, vakti reiði Kínverja og Suður-Kóreumanna í síðustu viku með því að heimsækja helgidóm sem reistur var til heiðurs föllnum japönsk- um hermönnum. Ban Ki-moon, utanríkisráð- herra Suður-Kóreu, mun að öllum líkindum heimsækja Japan þrátt fyrir umdeilda heim- sókn Junichiro Koizumis, forsætis- ráðherra Japana, í helgidóm sem reistur var í minningu hermanna sem féllu í styrjöldum. Heimsókn- in, sem átti sér stað í síðustu viku, vakti mikla reiði í Suður-Kóreu og í Kína og mótmæltu ríkisstjórnir landanna henni harðlega. Kínverjar og Kóreumenn líta á helgidóminn sem tákn um herskáa stefnu Japana í fortíðinni vegna þess að hann sé reistur til heiðurs öllum sem fallið hafa í styrjöldum fyrir þjóðina, þar á meðal stríðsglæpamönnum. Stað- festing japanskra yfirvalda á því að Ban Ki-moon heimsæki landið síðar í vikunni þykir vera til marks um að reiðiöldur séu að lægja. Hann mun í heimsókninni bæði ræða við Koizumi og Nobutaka Machimura, utanríkisráðherra. Á miðvikudag í síðustu viku sagði Ki-moon að and- rúmsloftið væri ekki gott fyrir slíka heimsókn. Stuttu áður höfðu Kín- verjar aflýst fyrirhugaðri heimsókn Machimura í mótmælaskyni. ■ ý komið Luxur.fajj Grímsbæ við Bústaðarveg • Ármúla 15 • Hafnarstræti 106| 600 Akureyri • Simi 588 8050. 588 8488,462 4010 emait: smartgina@simnet.is Pólverjar gengu að kjörborðinu um helgina: Kaczynski kosinn forseti Lech Kaczynski, frambjóðandi Laga- og réttlætisflokksins, var kos- inn forseti Póllands í síðari umferð forsetakosninga í landinu á sunnu- dag. Kaczynski hlaut rúmlega 54% atkvæða en andstæðingur hans Don- ald Tusk, frambjóðandi Borgaralegs vettvangs, um 45%. Tusk hafði haft betur í fyrri umferð kosninganna og var talinn sigurstranglegastur fram- an af en á lokasprettinum dró sam- an með frambjóðendunum. Báðir forsetaframbjóðendurnir fengu pól- itískt uppeldi sitt í Samstöðuhreyf- ingunni sem átti stóran þátt í því að losa Pólland undan kommúnisma á níunda áratugnum og innleiða frjálst markaðshagkerfi í landinu. Laga- og réttlætisflokkurinn og Borgaralegur vettvangur fengu hreinan þingmeirihluta í kosning- um til pólska þingsins í síðasta mánuði og hafa stjórnarmyndun- arviðræður staðið yfir síðan. Kaz- imierz Marcinkiewicz, tilvonandi forsætisráðherra, er vongóður um að viðræðunum ljúki á morgun og að ný stjórn geti tekið til starfa á laugardag. Jaroslaw Kaczynski, tví- burabróðir Lech Kaczynski og leið- togi Laga- og réttlætisflokksins, gaf Kazimierz Marcinkiewicz, leiðtoga Borgaralegs vettvangs, eftir forsætis- ráðherrastólinn, þar sem ljóst var að bróðir hans yrði hugsanlega forseti. Lech Kaczynski, verðandi forseti Póllands, ásamt konu sinni Maríu. Háttsettur foringi Jihad myrtur ísraelskar hersveitir skutu Loai Assadi, háttsettan foringja í Jihad- samtökunum, til bana á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum á sunnudag. Assadi er háttsettasti pal- estínski vígamaðurinn sem felldur hefur verið síðan vopnahlé komst á fyrir um átta mánuðum. Jihad-samtökin hétu því í kjölfar- ið að morðinu á Assadi yrði hefnt og gáfu jafnvel í skyn að vopnahléið kynni að vera í hættu. Assadi var ásakaður um að hafa lagt á ráðin um sjálfsmorðssprengjuárásir sem hafa orðið tíu Israelsmönnum að bana síð- an í febrúar þegar vopnahléinu var komið á. Herinn sagði að hermenn hefðu ruðst inn í bæinn Tulkarm og skotið Assadi og annan vígamann til bana vegna þess að þeir hefðu haft frekari árásir í hyggju. „Við fordæm- um áhlaup ísraelsmanna og morðin í Tulkarm," sagði Saeb Erekat, helsti samningamaður Palestínumanna. Annar palestínskur vígamað- ur var drepinn í áhlaupinu og að Israelskir hermenn standa viö lík Loai Assadi, háttsetts foringja í Jihad-samtökunum, sem skotinn var til bana á sunnudag. minnsta kosti sex manns handtekn- neyddir til að yfirgefa heimili sín á ir. Þá voru tugir Palestínumanna meðan leitað var á þeim. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.