blaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 18
26 I BÖRftf OG UPPELDl ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 blaðió Ungbarnaleikfimifyrir tveggja mánaða börn Gœðatimi fyrir börn og foreldra Hingað til hefur það ekki tíðkast að tveggja mánaða gömul börn fari á tónlistar- og leikfiminám- skeið. Helsta afþreying ungra barna hefur helst verið hið sívin- sæla ungbarnasund. Þetta hefur þó breyst með tilkomu Leikhallar- innar. í Leikhöllinni er til dæmis boðið upp á námskeið í tónlist, myndlist og ungbarnaleikfimi fyrir börn á aldrinum tveggja mánaða til sex ára. Lítið í boði fyrir nýbakaðar mæður Hrönn segist auk þess hafa viljað afþreyingu sjálf enda á hún að eiga eftir tvær vikur. „Ég var farin að hugsa um það hvað ég ætti eigin- lega að gera í fæðingarorlofinu. Eg á von á mér í nóvember og þá er allur veturinn framundan, það er kalt og maður er ekkert alltaf úti að ganga. Auk þess mega nýfædd börn ekkert fara út í vagn í langan tíma. Mér finnst ekki mikið í boði fyrir nýbak- aðar mæður, það er ungbarnasund- ið og ekkert mikið meira. Það eru einhvern veginn allir í sínu horni að gera voða lítið.“ Hrönn og Júlíus ákváðu þá að stofna Leikhöllina þar sem námskeiðin eru líka hugs- uð sem gæðatími foreldra og barna enda eru foreldrarnir með á nám- skeiðinu. „Foreldrar eru með börn- unum í öllum tímunum og taka þátt í þeim með börnunum. í tónlistinni, til dæmis, þá eru þau með hristur og trommur og eru að spila með. í myndlistinni eru þau að gera allt sem börnin eru að gera og vinna saman með börn- unum.“ Fagfólk kennir öll námskeið Aðstaðan í Leik- höllinni er mjög góð enda fer starfsemin fram í 200 fermetra húsi þar sem er tónlistar- salur, myndlistarsalur, hreyfisalur og skiptiaðstaða. Það er menntað fólk sem kennir á námskeiðunum og Hrönn segir að henni hafi fund- ist áríðandi að fagfólk kenndi börn- unum. „Námskeiðin eru einu sinni í viku í fjórar vikur í senn og í hverj- um mánuði er nýtt þema auk þess sem við breytum salnum á mánað- arfresti. Núna er frumskógarþema. 1 byrjun hvers námskeiðs er krökkun- um sögð saga, um frumskóginn til dæmis. Börn eru svo góð að ímynda sér hlutina og um leið og búið er að segja þeim að þetta sé frumskóg- Hrönn Óskarsdóttir og Júlíus Haf- stein eru eigendur Leikhallarinnar og Hrönn segir að hugmyndin hafi komið þegar þau funduengináhuga- AA _ verð námskeið ' ^ fyrir fjögurra ára gamlan son sinn. ,Við fluttum frá Danmörku í janú- ar og ég var að reyna að finna eitthvað fyrir son minn að gera. Það var lítið í boði nema kannski íþrótta- skóli á laugardögum fyrir börn á leikskólaaldri en meira framboð af afþreyingu var fyrir sex ára börn og eldri. Mig langaði að setja hann í eitt- hvað annað, tónlist eða myndlist, en það var lítið af því í boði.“ Foreldrar eru með börnunum í öllum tímunum og taka þátt íþeim með börnunum. Hrönn Óskarsdóttir og Júlíus Hafstein, eigendur Leikhallarinnar. urinn þá eru þau bara komin inn i frumskóginn.“ Bakið og hálsliðir styrktir Ekki eru þó öll námskeiðin fyrir yngsta hópinn og tónlistarnámskeið- in eru til dæmis fyrir sex mánaða börn og upp úr, myndlistin er fyrir eins árs börn og upp úr en ungbarna- leikfimin er fyrir tveggja mánaða börn. „1 yngsta hópnum í ungbarna- leikfiminni er verið að styrkja bakið og hálsliðina. Síðan eru foreldrarnir að syngja fyrir börnin og örva þau. Það er verið að kenna nudd undir tærnar og svokallaðir örvunarbolt- ar eru notaðir auk þess sem börnun- um er kennt að grípa lítil leikföng." Aðspurð segir Hrönn að þessi nám- skeið séu mjög góð fyrir krakkana. „Tónlistarnámskeiðið, til dæmis, er svo góður grunnur fyrir krakkana. Þau læra að hrista í takt og heyra muninn á tónlistinni. Það hlusta ekki allir á tónlist heima hjá sér á daginn. Svo er náttúrulega nauð- synlegt að börn hreyfi sig. Foreldrar fara mikið í ræktina sem er náttúru- lega gott en þau setja börnin í gæslu á meðan þannig að börnin eru ekki að fá þessa hreyfingu." ■ svanhvit@vbl.is Þrifnaðurfrá unga aldri Kennum börnum að ganga frá Margir foreldrar kannast við þann raunveruleika að börnin eru orðin fjögurra til fimm ára en kunna alls ekki að ganga frá eftir sig eða taka til. Þetta er eitthvað sem þarf að kenna börnum og því fyrr því betra. Það er í raun mjög merkilegt hve ung þau eru þegar þau geta farið að taka til. Það er best að byrja sem fyrst að kenna og sýna börnum að hlutir sem eru teknir úr hillum og hirslum eiga að fara þangað aftur. Það er þó ekki hægt að ætlast til of mikils í byrjun þar sem þrifnaður er eitt- hvað sem þau þurfa að læra. Geymið hlutina alltaf á sama stað svo barnið viti hvar þeir eiga að vera. Hafið nokkra litríka kassa sem hver og einn geymir ákveðna hluti, kubb- ar í rauða kassanum, bílar í bleika kassanum, bangsar í bláa kassanum og svo framvegis. Hillur ættu að vera lágar svo aðgangur að bókum og leik- föngum sé auðveldur. Hafið tiltekt- ina skemmtilega og jafnvel er hægt að búa til skemmtilegt tiltektarlag. Hafðu það fyrir reglu að ganga allt- af frá þegar einn leikur er búinn og áður en annar byrjar. Svo er sjálfsagt að leyfa barninu að sópa eldhúsgólfið eða ryksuga stofuna, þrátt fyrir að for- eldri þurfi jafnvel að fara yfir sama gólf aftur, þó ekki svo barnið sjái til. Þegar barnið finnur að hjálp þeirra er vel þegin hefur það meira ánægju afþrifunum. Verið óspör á hrósin Börn elska að fá að hjálpa til enda eykur það sjálfstraust þeirra til muna. Leyfið þeim að hjálpa til og ýtið undir sjálfstæði þeirra. Hrósið þeim þegar þau hafa hjálpað til og segið þeim sérstaklega af hverju þið eruð að hrósa þeim. Eflaust mun það taka aðeins lengri tíma að gera hlut- ina með aðstoð yngstu fjölskyldumeð- limanna en það er einungis í byrjun. Einhvers staðar verða þau að byrja en hafið það fyrir reglu að biðja ekki um aðstoð ef verið er að flýta sér, það get- ur einungis skapað pirring. Áttið ykk- ur á takmörkunum barnsins, þrátt fyrir að það sé fært að aðstoða þig á ansi margan hátt þá er það ekki full- orðinn einstaklingur. Fækkið leikföngum Farið varlega þegar þið takið til í kringum börnin enda væri leiðinlegt ef þið mynduð eyðileggja eitthvað sem þau eyddu tíma í að byggja og búa til. Það er hvort eð er ekki hægt að eiga börn og ætlast til að það sé alltaf hreint. Lækkið staðalinn og hafið gaman af lífinu. Til að koma í veg fyrir drasl er hægt að fækka leik- föngum og böngsum á heimilum. Á þann hátt er kannski hægt að skipta leikföngum út, þessi eru í boði þessa vikuna en hin aðra vikuna. ■ iNaveh pharma CleanEars í úðaformi Fjarlægir eyrnamerg fljótt og vel OeanEai *einstök tvöföld vikni hreinsar og leysir upp *einfalt í notkun. *öruggt og áhrifaríkt fyrir alla fjölskylduna. *staðfest með rannsóknum. Fæst í lyfjaverslunum um land allt Frekari upplýsingar Ýmus efh Notaðar sprautur og nálar á leiksvæðum Síðastliðinn vet- ur stakk barn sig á sprautu- nál sem það fann á skólalóð. Börnin höfðu orðið vör við sprautuna og ætluðu að eyða henni. Farið Herdís L. Storgaard var með barnið strax til læknis og gert að sárum þess. Að sögn Har- aldar Briem, sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu, eru hverf- andi líkur á því að hægt sé að smit- ast af HIV eða öðrum hættulegum sjúkdómum af nál sem legið hefur utandyra. Það er 9 ^ því ákaflega mik- ilvægt að foreldr- ar séu á varðbergi gagnvart notuð- um sprautum og nálum en þær má einmitt oft finna á leiksvæðum barna. Það er ekki síður mikilvægt að foreldrar fræði börnin um að þau megi ekki snerta sprautur og nálar sem þau finna heldur látið einhvern fullorðinn vita sem síðan eyðir þeim á viðeigandi hátt. Það er því mikilvægt að stjórn- endur leik-og grunnskóla feli starfs- mönnum sínum að fara í eftirlits- ferðir um lóðina áður en börnin fara út á leiksvæðið og að þeir kynni sér leiðbeiningar landlæknis um stungu- óphöpp. Hjá landlækni er einnig að finna ráðleggingar um förgun á notuðum sprautum og nálum. For- eldrar þurfa líka að vera á varðbergi gagnvart opnum leiksvæðum því langt getur liðið á milli heimsókna umsjónaraðila á þessar lóðir. Best er að fara út á svæðið og kanna hvort einhverjir hættulegir hlutir séu þar áður en börnin fá að fara þangað ein. Finni barn eða fullorðinn nál og sprautu eða verði fyrirþvíaðstinga sig er mikilvægt að fara strax með barnið til læknis. Kynnið ykkur nánar ráðleggingar landlæknis um stunguóhöpp en þær er að finna á heimasíðu Lýðheilsustöðvar www. lydheilsustod.is undir Árvekni slysa- varnir barna. ■ Herdís L. Storgaard herdis@lydheilsustod. is verkefnastjóri barnaslysavarna Árvekni, Lýðheilsustöð. Það er því ákaflega mikilvægt að foreldrar séu á varðbergi gagn- vart notuðum sprautum og nálum en þær má einmitt oft finna á leiksvæðum barna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.