blaðið - 06.01.2006, Page 28
36 I DAGSKRÁ
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2006 blaöiö
HVAÐ SEGJA
STJÖRflURNAR?
% Steingeit
w (22. desember-19. janúar)
Láttu öll viðskipti bíða um stund eða þartil þú hef-
ur næði til að vinna I þessum smáatriðum. Gerðu
frekar eitthvað skemmtilegL það er löngu orðið
tímabært
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
Reyndu að róa þig aðeins niður. Það er ekki endi-
iega það sem þú ert að segja heldur hvernig þú
segir það. Likamstjáning og raddbeiting skipta
miklumálilika.
ARISTÓKRATÍSKAR
GLÆPAMYNDIR
kolbrun@vb!.is
Á dögunum var ég í London og eyddi dágóðum
tíma fyrir framan sjónvarpið. Hugmynd breskra
sjónvarpsstöðva um skemmtun fellur alveg að
mínum smekk. Á hverju kvöldi var sýnd saka-
málamynd, oftar en ekki gerð eftir sögu Agöthu
Christie. Þarna hittist fallegt, ríkt fólk í dásam-
legu landslagi og hafði lítið annað að gera en að
sötra te og virða fyrir sér útsýnið. Reyndar var
þarna líka alltaf par sem varð ástfangið. Það er
ekkert varið í myndir þar sem engin ást er. Svo
var einn úr hópnum drepinn. Ríka fólkið sem eft-
ir lifði varð svolítið þreytt á þeirri truflun sem
morðið olli á annars þægilegu lífi en náði sér
fljótt á strik og hélt áfram að lifa í notalegu iðju-
leysi. Undir lokin var öllum hópnum safnað sam-
an í herbergi og spæjarinn fór yfir atburðarás og
upplýsti hver væri morðinginn. Allir urðu hissa,
nema sá seki. í lokaatriðinu var ríka fólkið að
drekka te í sólskininu og ástfangna parið horfð-
ist blítt í augu.
Ég hef unun af svona myndum þar sem allir eru
ríkir, fallegir og vel klæddir og sitja á verönd í sól-
skini og horfa út á himinblátt haf. Það er allt ann-
ar stíll yfir aristókratískum morðmyndum (sem
gerast oft við Miðjarðarhafið) heldur en bresku
verkalýðs-morðmyndunum sem gerast í Manc-
hestar eða Birmingham. í þeim fyrrnefndu er allt
stílhreint (líka morðið) en í þeim síðarnefndu er
blótað og klæmst og morðið er subbulegt. Það
versta við síðarnefndu myndirnar er að þegar
loks er upplýst hver morðinginn er þá er þar yfir-
leitt á ferð persóna sem maður tók aldrei eftir og
man ekkert hvaða hlutverki gegndi í myndinni.
Maður áttar sig á því að maður skildi aldrei hvað
var að gerast. Allt önnur tilfinning en þegar mað-
ur horfði á fallega fólkið með athygli, festi hvert
og eitt þeirra í minni og varð undrandi þegar
morðinginn var afhjúpaður.
©Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Ertu enn stressaöari en þú ert vanalega? likaminn
er að segja þér að þú þurfir að slaka á svo um mun-
ar. Hlustaðu á hann og þá geturðu varast heilmikil
vandræði.
®Hrútur
(21.mars-19.apnl)
Einhver náin tengsl við mikilvægt fólk munu hjálpa
þérað þróa áfram möguleika þína, sérstaklega þeg-
ar kemur að einhverjum viðskiptum sem þú hefur
verið að velta fyrir þér í smá tíma. Ef þú tekur málin
föstum tökum muntu sjá afrakstur erfiðis þíns.
SJONVARPSDAGSKRA
O
Naut
(20. april-2ð. maí)
Þú ert þolinmóð sál og það er nokkuð sjaldgæfur
og mikilvægur eiginleiki. Passaðu þig þó á þvl að
þessi rólegi tími i lífi þínu sé ekki leti sem er dulbú-
in sem þolinmæði.
©Tvíburar
(21. maí-21. júnO
Vertu opin(n) fyrir nýjum vinum og nýjum áhrifum
úr öllum áttum. Einhver mun reynast þér vel og
opna fyrir þér hurðir sem áður voru harðlæstar.
©Krabbi
(22. júní-22. júlQ
Það eina sem þú getur treyst á er að ekkert verður
eins né varir að eilífu. Um leið og þú hefur áttað
þig á þessari tilvistarlegu skrýtlu verður lífið miklu
léttara.
©
Ljón
(23. júlí- 22. ágúst)
Þegar þú talar, hlustar fólk. Það er ekki endilega
hvað þú segir, heldur hvernig þú ert að koma því
frá þér. Útgeislun þín og gáfulegar hugmyndir
gera það að verkum að allir veita þér athygli.
0
II M®yja
(23. ágúst-22. september)
Peningar geta verið áhrifamikið tæki og þá sérstak-
lega þegar þeim er eitt í vitleysu og skilja mann eft-
irmeðsártennið. Þú ættirað breyta viðhorfum þín-
um til peninga því það skilar sér til langtíma litið.
©Vog
(23. september-23.október)
Öruggustu kostirnir eru yfirleitt þeir sem gera
minnst fyrir þig. Ef þú þarft að velja á milli þægi-
legs og notalegs staðar og hættulegs og óþekkts,
skaltu taka siðari kostinn þvi þá lærirðu meira.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
Orð þín eru öflug. Þú segir sniðuga hluti og það
hvernig þú segir þá hughreystir fólk i kringum þig.
Þér er hrósað og átt það skilið. Kannski ættirðu að
nota hæfileika þína til að hughreysta þig sjálfa(n)
þegar þérliður illa.
©Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
Það er kominn tími til að klappa sjálfri/sjálfum
þér á bakið. Þú hefur unnið mikið verk, verið ein-
beitt(ur) og gengið hreint til verks. Nú hafa jákvæð-
ar breytingar þér í hag átt sér stað.
SJÓNVARPIÐ
17.05 Leiðarljós (Guiding Light)
17.50 Táknmáisfréttir
18.00 Tobbi tvisvar (19:26) (Jacob Two-
Two)
18.25 Villt dýr (15:26) (Bom Wild)
18.30 Dalabræður (1:12) (Bröderna Dal
og Legenden om Atlantis) Norsk
þáttaröð.
19.00 FréttMþróttirogveður
19.35 Kastljós
20.10 Latibær Textað á síðu 888 í Texta-
varpi.
20.40 Tumi og Finnur snúa heim (Back
to Hannibal: The Return of Tom
Sawyer and Huckleberry Finn)
Bandarísk ævintýramynd frá 1990.
Tumi Sawyer og Stikilsberja-Finnur
reyna að sanna sakleysi vinar síns
sem er sakaður um morð. Leikstjóri
er Paul Krasny og meðal leikenda
eru Raphael Sbarge, Mitchell And-
erson, Megan Follows, William Win-
dom og Ned Beatty.
22.15 Aftur til paradísar (Return To Par-
adise) Bandarísk bíómynd frá 1998.
Leikstjóri er Joseph Ruben og með-
al leikenda eru Vince Vaughn, Anne
Heche, Joaquin Phoenix og David
Conrad. Atriði í myndinni eru ekki
við hæfi barna.
00.05 Margt býr í þokunni (Fogbound)
Bandarísk bíómynd frá 2001. Þrír
vinir verða strandaglópar á ferða-
lagi vegna þoku. Kvikmyndaskoðun
telur myndina ekki hæfa fólki yngra
enióára.e.
SIRKUS
18.30 Fréttir NFS
19.00 Laguna Beach (3:17)
19.30 Idol extra 2005/2006
20.00 Sirkus RVK (10:30)
20.30 Ken Park
22.00 Smallville (4:22)
22.50 HEX (14:19)
23.35 The Newlyweds (25:30)
STÖÐ2
06.58 fsland í bítið
09.00 Bold and the Beautiful (Glæstar
vonir)
09.20 í f ínu formi 2005
09.35 Oprah (23:145)
10.20 My Sweet Fat Valentina (Valent-
ína)
11.00 Það varlagið
12.00 Hádegisfréttir (samsending með
NFS)
12.25 Neighbours (Nágrannar)
12.50 Ífínuformi2005
13.05 Joey (9:24)
13.30 Entourage (6:8) (Viðhengi)
13.55 Curb Your Enthusiasm (1:10) (Ró-
legan æsing)
14.25 Night Court (9:22) (Dómarinn)
14.50 The Apprentice (10:18) (Lærlingur
Trumps)
15.35 Tónlist
16.00 ShinChan
16.20 Beyblade (Kringlukast)
16.45 Skrimslaspilið
17.05 Skúli og Skafti
17.15 Simpsons (Simpson-fjölskyldan)
17.40 Bold and the Beautiful (Glæstar
vonir)
18.05 Neighbours (Nágrannar)
18.30 Fréttir,fþróttirogveður
19.00 ísland í dag
20.00 Arrested Development (22:22)
(Tómirasnar)
20.30 Idol - Stjörnuleit 3
21.25 Punk'd (6:16)
21.55 Idol - Stjörnuleit 3
22.20 Listen Up (11:22)
22.45 Grey's Anatomy (Lokaþáttur) (e)
23.10 Gothika (Martröð)
00.50 The Good Girl (Góða stelpan)
02.20 Red Dragon (Rauður dreki)
04.20 Arrested Development (22:22)
(Tómirasnar)
04.45 Fréttir og fsland 1' dag
06.15 Tónlistarmyndbönd frá Popp
TÍVf
SKJÁREINN
17:30 Cheers 9. þáttaröð (Staupasteinn)
17:55 Upphitun Knattspyrnustjórar, leik- menn og aðstandendur úrvalsdeild- arliðanna spá og spekúlera í lelki helgarinnar.
18:25 Bak við tjöldin Chronides of Narn- ia(e)
18:55 Bak við tjöldin King Kong (e)
19:20 Fasteignasjónvarpið
19:30 The King ofQueens(e)
20:00 Charmed
20:45 Stargate SG-i
2130 Complete Savages
22:00 TheGrubbs
22:30 Ripley's Believe it or not!
23:15 HeartsofGold(e)
00:05 House (e)
00:55 Sex Inspectors (e)
01:40 TvöfaldurJay Leno(e)
03:10 Óstöðvandi tónlist SÝN
18.00 [þróttaspjallið
18.12 Sportið
18.30 NFL-tilþrif
19.00 Gillette-sportpakkinn
19-30 PreviewShow 2006
20.00 Motorworld
20.30 World Supercross GP 2005-06
21.30 World Poker
23.00 NBA 2005/2006
01.00 NBA 2005/2006 (Detroit - Seattle) Útsending frá NBA-deildinni
ENSKIBOLTINN
14:00 Aston Villa - Arsenal frá 2.1
16:00 Man. Utd. - Bolton frá 31.12
18:00 Upphitun
18:30 Að leikslokum (e)
19:30 Upphitun (e)
20:00 Birmingham - Wigan frá 2.1
22:00 Að leikslokum (e)
23:00 Upphitun (e)
23:30 Everton - Charlton frá 2.1
01:30 Dagskrárlok
STÖÐ2BÍÓ
06.00 Dragonfly (Drekafluga)
08.00 Daddy Day Care (Pabbi passar)
10.00 Johnny English
12.00 The Muppet Christmas Carol
(Jólasaga prúðuleikaranna) Prúðu-
leikararnirsetja upp jólasögu Charl-
es Dickens með sinum hætti. Hér
segir frá aurapúkanum Skröggi og
örlögum hans.
14.00 Daddy Day Care (Pabbi passar)
16.00 Johnny English
18.00 The Muppet Christmas Carol
(Jólasaga prúðuleikaranna)
20.00 Dragonfly (Drekafluga)
22.00 The Passion of the Christ (Písla-
saga Krists) Margfræg stórmynd
eftir Mel Gibson um síðustu daga
Krists. Myndin vakti ómælda at-
hygli um heim allan árið 2004 og
öllum að óvörum þá stóð hún uppi
sem ein allra mest sótta mynd sið-
ustu ára. Myndin þótti afar umdeild,
var ýmist lofuð eða löstuð, og sýnd-
ist hverjum trúhópi sitt því á meðan
samtök gyðinga gagnrýndu hana
fyrir túlkun Gibsons á píslasögunni
þá lofuð kaþólskir hana, þar á með-
al þáverandi páfi, Jóhannes Páll
páfi annar. En þótt túlkun Gibsons,
sem sjálfur segist hafa fylgt bók-
stafnum, í einu og öllu, hafi verið
umdeild þá deildu hins vegar fáir
um sjálfa kvikmyndagerðina en þar
þykir Gibson hafa unnið hið mesta
þrekvirki. Myndin er enda afar vel
gerð, frásögnin skýr og áhrifamikil
og leikurinn framúrskarandi góður.
Aðalhlutverk: Claudia Gerini, James
Caviezel og Monica Bellucci. Leik-
stjóri: Mel Gibson.2004. Stranglega
bönnuð börnum.
00.05 The Italian Job (Italska verkefnið)
Ævintýraleg og magnþrungin has-
arglæpamynd. Aðalhlutverk: Mark
Wahlberg, Charlize Theron, Donald
Sutherland og Edward Norton. Leik-
stjóri: F. Gary Gray.2003. Bönnuð
börnum.
02.00 FeardotCom (Hræðslapunkturis)
04.00 The Passion of the Christ (Písla-
saga Krists)
RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 77,5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9
Ashcroít segist
líða eins og Jesú
Richard Ashcroft í hljómsveit-
inni Verve segist líða eins og
Jesú Kristi.
Hann sagði í viðtali við dagblað-
ið The Sun: „Ég elska manninn
og mér líður eins og honum.“
Hann hélt áfram: „Það eru ein-
ungis Richard Ashcroft og Liam
Gallagher sem vita hvernig þessi
líðan er. Við erum þeir einu sem
vita hversu mikið af fólki við
höfum snert við og hversu öfl-
ugt það er. Mér líður eins og ég
sé trúboði. Ég er hingað kominn
til að nota verkfæri mín og gjaf-
ir sem mér hafa hlotnast til að
koma fólki upp á hærra vitund-
arsvið.“
Kaiser Chiefs
1 Nágranna
Hljómsveitin Kaiser Chiefs vill gjarnan fá hlutverk í sápu-
óperunni Nágrönnum. Höfuðpaur hljómsveitarinnar, Ricky
Wilson, segist hafa verið aðdáandi þáttanna í áraraðir. Hann
segist hafa viljað koma fram í þeim síðan hann sá þar hljóm-
sveitina Pet Shop Boys árið 1995. Ricky segir: „Ég man þegar
ég sá Pet Shop Boys koma fram í Nágrönnum. Þeir stoppuðu
bíl sinn og spurðu til vegar til að komast í hljóðverið sitt. Það
var sprenghlægilegt."