blaðið - 06.02.2006, Page 14

blaðið - 06.02.2006, Page 14
Útgáfufélag: Ar og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. ELDRI BORGARAR OG VALDASTÉTTIN Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, skýrir frá þeim kjörum sem honum eru búin, öldruðum manninum, í grein er birtist í Lesbók Morgunblaðsins á laugardag. Það er heldur nöturleg lesning. í grein þessari segir Sigurður ítarlega frá tekjum sínum á nýliðnu ári og þeim sköttum sem honum er gert að greiða til samfélagsins. Athygli vekur að af heildartekjum, sem reyndust 1.161.510 krónur, greiddi Sig- urður 298.000 krónur í skatta. Ráðstöfunartekjur Sigurðar í fyrra voru því samtals 863.510 krónur eða 71.950 krónur á mánuði. Við hverjum manni blasir að slíkar tekjur nægja tæpast og sennilega alls ekki til að viðkomandi geti dregið fram lífið á íslandi nú um stundir. Nú er það svo að afar hæpið er að alhæfa um kjör allra þeirra, sem teljast til hóps „eldri borgara“ hér á landi. Þannig kemur fram í grein Sigurðar að hann var einungis 18 ár í fastlaunuðum störfum, sem vitanlega mótar greiðslur þær er hann fær úr lífeyrissjóðum. Blessunarlega búa margir eldri borgarar við góð kjör á íslandi. Almennt og yfirleitt er ráðdeild og sparnaður eldri Islendingum í blóð borinn. Líf- eyrissjóðakerfið á íslandi þykir til fyrirmyndar. Á hinn bóginn er ljóst að hluti aldraðra Islendinga býr við dapurleg kjör og getur fátt leyft sér í ellinni. Vísast er þessi hópur ekki mjög stór og ekki verður sagt að kjör þessa fólks eigi að koma almenningi á óvart. ítar- lega hefur á undanliðnum árum verið fjallað um kjör ellilífeyrisþega og þær skerðingar, sem byggðar eru inn í kerfið til þess eins að refsa þeim sem geta með einhverju móti aukið tekjur sínar. Sú spurning vaknar hvernig svo rík þjóð sem hin íslenska getur varið það fyrir sjálfri sér að hundsa gjörsamlega raunverulega fátækt í röðum hinna eldri. Og hvernig má það vera að skattur sé lagður á tekjur á borð við þær sem Sigurður A. Magnússon segir frá í grein sinni? Sú hugsun gerist áleitin að valdastéttin á íslandi hafi einfaldlega engan áhuga á því að bæta kjör þeirra eldri borgara, sem sannanlega eiga í erf- iðleikum með að láta enda ná saman. Islenska stjórnmálastéttin hefur á hinn bóginn náð fáheyrðri samstöðu um að bæta eigin kjör. Nú er svo komið að stjórnmálamenn á íslandi, og þá eru „alþýðuleiðtogarnir" ekki undanskildir, njóta slíkra sérkjara í lífeyrismálum að telja verður hreint siðleysi. Eldri borgarar á íslandi eiga allan heiður skilinn. Sérstök heiðurslaun eiga á hinn bóginn ekki að vera nauðsynleg til að aldraðir geti dregið fram lífið í sæluríkinu. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréfá fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiöja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. blaðið Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjarni Danielsson • Simi 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net 14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 blaðiö VeJ?Tli HUODJflmÆ OG tWHÞll fíP >fíp B'Pfí l i^ tíumfíKNlEYm r MHfíjiiKi EETiR HÆRJí/m ) þt,/W SíM VBYK TYKiR WÍVFKtlStP '' Jafnrétti til tónlistarnáms I minni heimasveit er utan við sam- kunduhúsið listaverk sem heitir Bókvitið verður ekki i askana látið. Þetta er nútímaverk, einhvers konar öskutunna með röradóti út og suður. Á þeim árum sem ég klifraði í þessu skrúmmelúmmi var heiti þess mér óleysanleg ráðgáta enda þá löngu aflagt í afdölum að éta úr öskum og við strákarnir settum þetta helst í samband við öskutunnur sem við þekktum og skildum því illa sam- hengið. Skildum ekki að hér var verið að tala til bændaþjóðar sem hafði um aldir illan bifur á bókviti til handa alþýðunni. Bókvit yrði ekki í askana látið. I dag er öldin önnur og þeir eru fáir sem efast um gildi menntunar fyrir hagkerfið,- bókvitið er í hávegum haft og á því grundvallast velsæld okkar. Frumstæð búhyggindi En draugur hinna frumstæðu bú- hygginda er samt aldrei langt undan og menntunarhugsjónin er götótt. Við teljum okkur fyrir löngu hafa náð þeim markmiðum að í landinu ríki jafnrétti til náms og það gildir í reikningi og lestri, jafnvel lífsleikni og sálfræði. En þetta jafnrétti nær auðvitað ekki til tónlistarinnar. Enda tónlist hvorki bókvit né strit. Verður seint í aska látin eða hvað? Enginn er neinu bættari með trommusólói eða fiðlugargi? Þetta eru viðhorfin enn þann dag í dag. Það er kannski ekki langur tími þó hægt sé að segja að mestalla þessa öld hafi ríkt ófremdarástand í tónlistarmenntun hjá rúmt hálfri þjóðinni. En það er heldur ekki lengi gert að eyðileggja efnilegt ung- viði, kannski enn brothættara í list- námi en venjulegu bókastagli. Það ríkir það ástand að tónlistarnemar sem ekki eiga lögheimili í Reykja- víkurhreppi hafa mátt búast við að Bjarni Harðarson hrökklast úr sínu tónlistarnámi um 16 ára aldur. Framhaldsnám er þeim lokað og í landinu þjóðir tvær. Sú sem á rétt á tónlistarnámi og sú sem á það ekki. Ástæðan er ósamkomu- lag um kostnaðarskiptingu milli hreppa innbyrðis og ekki síður milli ríkis og hreppa. Sinnuleysi stjórnvalda En það merkilegasta við þetta vanda- mál er að árum saman hafa tónlist- armenn landsins bent á þessa brota- löm í kerfinu, hamrað á að það þurfi hér úrbætur og ekkert gerist. Það var að vísu skipuð nefnd sem sofið hefur þyrnirósarsvefni frá fyrsta degi. Menntamálaráðherra og for- ystumenn sveitarfélaga í landinu yppta öxlum og viðurkenna að þetta þurfi nú að leysa en milli línanna liggur að ekkert liggi nú samt á. Ég vil leyfa mér að fullyrða að ef í tafli væri hefðbundið bóknám myndi sinnuleysi og seinagangur af þessu tagi útilokaður. Og samt veit enginn hvað gert er við allt þetta bókvit. Fæstir nota algebruna sína í daglegu lífi. En við vitum að rökhugsun og ögun þjálfar hugann til að takast á við lífið. Það er ekki ómerkari ögunin sem næst með tónlistarnámi og helstu menn- ingarþjóðir heims hafa um aldir vitað að klassískt tónlistarnám er gulli betra. Tónlistarnám eða Eurovision Metnaður íslendinga í tónlistar- málum virðist oft ekki ná lengra en til þess að vinna í Eurovision sem þjóðin er svo alltaf jafn undrandi á að tapa. Mig dreymir þá tima að þjóðin setji metnað Eurovisionvitleys- unnar í tónlistarmenntunina og átti sig á að bæði bókvit og tónar verða svo sannarlega í askana látin. Höfundur er ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Klippt & skorið P egar Björgvin Guömundsson tók við ritstjórn DV var talið einsýnt að blaðið myndi sveigja mjög til haegri undirforystu þessa gamla formanns Heimdallar. Af ýmsum leiðurum Björg- vins má vissulega merkja að hann er ekki minni frjálshyggjumaður nú en forðum, en einmitt í því Ijósi varð mönnum starsýnt á leiðara helgarblaðsins þar sem Björg- vin mærði Baldvin H. Sigurðsson, hinn nýja leiðtoga vinstrigrænna á Akureyri, ákaflega fyrirað vera „alvöru vinstri maður". Stuðnings- yfirlýsingin var svo einlæg að Baldvin hlýturað velta fyrir sér hvort hann hafi óvart farið út af flokkslfnunni einhvers staðar. Pað eru víðar prófkjör um næstu helgi en hjá Samfylkingarfólki I Reykjavík. Þannig ganga sjálfstæðismenn á ísa- firði að kjörborðinu á laugardag. Bæjarstjórinn Halldór Halldórsson (www., haddi.is) er einn um hituna í j 1. sætið, en þegar kemur að 2. sætinu vandast málið. Þar er | fyrir Birna Lárusdóttir, for-j seti bæjarstjórnar, en ákveð- inna efasemda gætir um fram- boð hennar, því margir telja að hún hyggist nota forsetastólinn sem stökkpall I landsmála- pólitfkina að ári. Heyrist það sjónarmið víða að ekki sé hægt að sinna báðum verkefnum með viðunandi hætti, forsetaembættinu vestra og landsmálapólitfkinni fyrir sunnan. Er mál manna að í þeirri varnarbaráttu, sem býður sjálfstæðismanna í hinu flókna stjórnmála- klipptogskorid@vbl.is landslagi ísafjarðar, veiti þeim ekki af fólki, sem gefursig allt íslaginn. Frambjóðendur í prófkjöri Samfylk- ingarinnar f Reykjavlk auglýsa nú af miklum móð, enda gengið að kjörborðinu um næstu helgi. Vinsælt virðist að auglýsa hverjir skipa sér (flokk með ein- stökum frambjóðendum, enda má einatt þekkja manninn af vinum hans. (heilsíðuaug- lýsingu Steinunnar V. Óskarsdóttur, borgar- stjóra í Reykjavík, kom eitt nafn þó eilítið á óvart, en það var nafn Sigurðar Bessasonar, formanns verkalýðsfélagsins Eflingar. En þar á móti kemur að eins og kunnugt er gerði borgar- stjóri nýverið einkar hagstæðan samning við verkalýðsfélagið.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.