blaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 blaöiö Notkun tálbeitu gegn ætluðum barnaníðingum er óhugsandi Brynjar Níelsson, hœstaréttarlögmaður, segir umræðu um notkun tálbeitna vera á miklum villigötum. Björn Bjarnason sagði á Alþingi ígœr að slík notkun kœmi sterklega tilgreina. blaðiðss Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 51Q 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Sr. Birgir í Hall- grímsprestakall MBL.IS. | Valnefnd í Hallgríms- prestakalli ákvað á fundi sínum í gær að leggja til að sr. Birgi Ásgeirs- syni, verði veitt embætti prests í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra. Tíu um- sækjendur voru um embættið sem er veitt frá og með t. apríl. Biskup íslands skipar í embættið til fimm ára fenginni niðurstöðu valnefndar. Brynjari Níelssyni, hæstaréttarlög- manni, hugnast hugmyndir þess efnis að lögregla fái heimild til þess að nota tálbeitur til þess að handtaka barnaníðinga, afar illa. „Tálbeita getur haft einhverja þýðingu í fíkni- efnadreifingu til dæmis, þar sem brotið er klárlega framið. I þannig máli er hægt að nýta sér tálbeitu. En menn geta ekki látið brotið gerast í svona máli, þar sem heill barns er í húfi.“ Hann segir hugmyndina vera afar vandasama í útfærslu og bendir á að þess konar tilraunir geti auðveld- lega snúist í höndunum á mönnum. ,Mér finnst þetta einfaldlega ekki koma til greina.“ Hann segir ómögu- legt að nota tálbeitu til þess að sanna sök í slíkum málum. „Ef þú getur ekki sannað sök með þessu, þá er tál- beitan til einskis.“ Brynjar segir mikilvægt að menn spyrji sig að því áður en farið er að smíða reglur á borð við þessar, hvort einhver árangur náist með þeim. Hann tekur dæmi af því þegar tál- beita var notuð í sjónvarpsþættinum Kompás á dögunum. „Slík tálbeita, ef lögreglan beitti henni, myndi ekki leiða til sakfellingar." Dómsmálaráðherra segir tálbeitur koma til greina BjörnBjarnason.dómsmálaráðherra, sagði í utandagskrárumræðum í gær á þingi að sterklega komi til greina að lögregla beiti tálbeitum í því augnamiði að koma upp um barnaníðinga. Málshefjandi að um- ræðunni var Björgvin G. Sigurðsson, en hann hefur lagt til að sett verði lög sem heimili lögreglu að nýta sér tálbeitur í málum sem þessum. Björn sagði í gær að í vinnu réttar- farsnefndar við endurskoðun laga um meðferð opinberra mála væri meðal annars horft til sérstakra rannsóknaraðferða lögreglu og þar á meðal notkun tálbeita. Björn taldi einnig að erfitt gæti orðið að setja tæmandi lagaákvæði um tálbeitur. Því gæti verið hentugra að fela ríkis- saksóknara að móta reglur í þessum málum. Hann bætti því við að reglur frá ríkissaksóknara myndu ekki binda dómstóla með sama hætti og lög frá Alþingi. Björgvin ánægður með umræðuna ,Ég var ánægur með umræðuna í gær og ég fagna því að dómsmála- ráðherra hafi sagt koma til greina að veita lögreglu með einhverjum hætti leyfi til þess að nota tálbeitur í þessum tilgangi," sagði Björgvin í gær. „Það er síðan útfærsluatriði hvernig því verði best fyrir komið.“ Að mati Björgvins væri heppilegra að setja sérstök lög sem heimila lögreglu að nota tálbeitur í þessum sérstaka málaflokki. „Eðli afbrotsins er þess háttar og glæpurinn andstyggilegri og verri en nokkur annar. Megin- málið er það að ég fagna þvi að það sé vilji hjá ráðherra til að veita þessa heimild, hvernig sem það verður svo útfært.“ Fælingarmátturinn mikili Björgvin tekur undir það að notkun tálbeita sé umdeild og vandmeð- farin. „Það verður að standa sér- staklega gætilega að því þegar þessi aðferð er notuð. En ég tel mikilvægt að það séu skýrar heimildir fyrir þessari aðferð, ekki síst vegna for- varnargildisins. Með því held ég að fælingarmátturinn verði svo mikill að mjög margir sem freistast til að stunda þessa iðju þori því ekki. Með því væri stórt skref stigið til þess að vernda börnin fyrir þessum sjúku mönnum." Enn tefjast mál Bauhaus ‘Ibauhaus í borgarráði ígærvaríjallaðumlóða- málþýskubyggingarvörukeðjunnar Bauhaus. Samþykkt var að leita formlega eftir áliti stjórnsýslu- og starfs- mannasviðs á fram komnum at- hugasemdum vegna málsins. Þar er um að ræða athugasemdir frá Smáragarði vegna lóðaúthlutunar og hins vegar bæjarstjóra Mosfells- bæjar vegna þróunaráætíunar á svæðinu. Málið verður á dagskrá næsta fundar. Þýska byggingavörukeðjan hefur í nokkurn tíma sóst eftir því að fá úthlutað lóð undir verslun hér á landi. Það hefur hins vegar gengið heldur brösuglega og hafði fyrirtækinu verið neitað um lóðir í Kópavogi og Garðabæ áður en það leitaði til Reykjavíkur. Parken, þjóðarleikvangur Dana. íslendingar reyndu að kaupa Parken íslendingar töpuðu 14-2 í fótbolta fyrir Dönum á sínum tíma og nú misheppnaðist tilraun til þess að kaupa þjóðarleikvanginn af þeim. Danska viðskiptablaðið Borsen greinir frá því að íslenskir kaupsýslu- menn hafi freistað þess að kaupa danska þjóðarleikvanginn Parken. Hann stendur á rústum gamla Idræt- sparken þar sem íslendingar máttu þola mestu niðurlægingu sína af hendi Dana, þegar þeir töpuðu lands- leik 14-2, hinn 23. ágúst 1967. Borsen segir með velþóknun að ís- lendingar fái þó ekki allt, sem þeir bendi á, sérstaklega ekki fyrst þjóð- argersemi sem Parken sé í húfi. Er sagt að þjóðhollusta milljarðamær- ingsins Flemming 0stergaard, sem einnig er kallaður Don 0, hafi orðið til þess að hann hafi frekar kosið að selja landa sínum Steen Larsen hluta sinn og á Larsen nú liðlega helming í Parken Sport & Entertainment, sem rekur þjóðarleikvanginn. Þar er líka ráðstefnumiðstöð og Parken er enn- fremur vinsæll tónleikastaður. Ekki liggur fyrir hvaða íslensku aðilar reyndu að fala Parken, en upp á síðkastið hafa íslendingar látið til sín taka á dönskum fasteignamark- aði og eru Baugur og Samson þar fyr- irferðarmestir. Blaðið hefur heim- ildir fyrir því að Samson hafi ekki staðið að baki tilboðinu í Parken, en ekki náðist í Skarphéðin Berg Stein- arsson, yfirmann norrænna fjárfest- inga Baugs, til þess að bera þetta undir hann. BMið/Steinar Hugl Heitt í kolunum á Lynghálsi Betur fór en á horfðist þegar eldur kviknaði í húsakynnum Stöðvar 2 á Lynghálsi í gær. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna brun- ans en hans varð vart um fjögurleytið. Upptök eldsins eru talin hafa verið í eldhúsi og myndaðist mikill reykur í húsinu. Engum varð þó meint af reyknum en eldurinn olli því að allar útvarpsstöðvar 365 miðla duttu út. Heiðskfrt 0 Léttskýjaö ^ Skýjað ^ Alskýjað ✓ ^ Rigning, litilsháttar : * < Snjókoma * * Amsterdam 03 Barcelona 14 Berlín 02 Chicago -04 Frankfurt 04 Hamborg 02 Helsinki -08 Kaupmannahöfn 0 London 03 Madrid 09 Mallorka 14 Montreal -12 New York -04 Orlando 17 Osló -07 París 04 Stokkhólmur -06 Þórshöfn 01 Vin 06 Algarve 13 Dublin 02 Glasgow 03 *$ «0 0° -1 *** Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 9020600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Islands -1 SJJ Slydda Snjóél SJJ ' Skúr 0° * * * * * -2C Á morgun ** ** . r* -1* o •• 9 '3° -1°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.