blaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 blaðið Myndband sýnir að Bush hlustaði ekki á viðvaranir Yfirvöld almannavarna gerðu sér grein fyrir aðflóðgarðar New Orleans myndu bresta Embættismenn almannavarna Bandaríkjanna vöruðu George Bush, forseta Bandaríkjanna, við því að flóðgarðar New Orleans gætu brostið, nokkrum dögum áður en fellibylurinn Katrína gekk á land þann 29. ágúst í fyrra. Fréttastofan Associated Press hefur komist yfir upptökur af samskiptum æðstu embættismanna almanna- og heimavarna Bandaríkjanna vikuna áður en að fellibylurinn gekk yfir. Fram kemur að þegar ljóst varð hvert fellibylurinn Katrín stefndi hafi Max Mayfield, forstöðumaður fellibyjlarannsóknamiðstöðvar Bandaríkjanna, lýst yfir áhyggjum sínum við stjórnvöld um að flóðgarð- arnir myndu bresta. Daginn áður en fellibylurinn gekk yfir átti Bush, sem var staddur á búgarði sínum í Crawford í Texas- ríki, símafund með yfirmönnum almanna- og heimavarna í Wash- ington. Á þeim fundi lýsti Michael D.Brown, yfirmaður almannavarna- stofnunarBandaríkjanna,áhyggjum sínum yfir að viðbúnaður væri ekki nægilega mikill til þess að flytja íbúa borgarinnar á öruggan stað ef til þess þyrfti að koma og hjálpar- og björgunarsveitir væru of fámennar til að fást við verstu hugsanlegu af- leiðingar fellibylsins. Bush spurði einskis á fundinum. Þrátt fyrir það tjáði hann embættismönnum Lou- isiana-ríkis eftir fundinn að alríkis- stjórnin væri reiðubúin að takast á við hjálparstarfið. Eykur á erfiðleika Bush Þessar fréttir koma sem reiðar- slag fyrir Bush-stjórnina en nýjar RR ehf 1 samstarfi viö Solo kynna auqavegi 18, Miöasala hefst 5 Mól og Penninn - AR®yri,'Hljóöhúsið - Selfossi Hljomval - Keffffýik, Ton eskaupstaö lceland Express{>; ppiysin WWW.ICELANDEXPRESS.IS Kimchi gegn fuglaflensu? Vísindamenn við Háskólann í Seoul í Suður-Kóreu telja sig vera nærri því að finna lækningu við fiiglaflensu. Vísindamennirnir fóðruðu þrettán sýkta kjúkhnga á kimchi, sem er þjóðarréttur í Kóreu, og eftir viku voru ellefu þeirra á batabraut. Þrátt fyrir að vísinda- mennirnir hafi ekki fært sönnur fyrir lækningamætti kimchi telja þeir víst að tengslin séu til staðar - kjúklingarnir hafi verið mun hressari effir að þeir hófu að éta fóðrið og hægðir þeirra hafi verið sérstaklega heilbrigðar. Vegna þessara jákvæðu áhrifa munu vísindamenn halda áfram rannsóknum. Kimchi er réttur sem er búinn til úr súrsuðu káli, radísum, rauðum pipar og nokkru magni af engifer og hvítlauk. Fréttirnar af bættri líðan kjúklinganna hafa gert að verkum að neysla ldmchi hefur aukist til muna f Kóreu. Slíkt er ekki einsdæmi því Kóreu- búar hafa löngum trúað því að kimchi sé allra meina bót. Þegar ótti hefur gripið um sig vegna nýrra afbrigða hættu- legra sjúkdóma hefur neysla á réttinum jafnan aukist. kannanir sýna að ánægja með störf hans meðal bandarískra kjósenda er í sögulegu lágmarki. Eftir hamfar- irnar lýsti Bush því yfir að enginn hefði getað séð fyrir að flóðgarð- arnir myndu bresta og hversu gríð- arlega mikla eyðileggingu fellibyl- urinn myndi hafa í för með sér en myndbandið sýnir hið gagnstæða og gæti því veikt pólitíska stöðu for- setans enn frekar. Eftir fellibylinn voru yfirvöld almannavarna Bandaríkjanna gagnrýnd harðlega fyrir skipulags- leysi og fyrir ranga forgangsröðun í starfi sínu, en óttinn við hryðju- verkaárásir hafði breytt áherslum stofnunarinnar og hún lagt meiri áherslu á hörmungar af manna- völdum á kostnað náttúruhamfara. Einnig var George Bush gagnrýndur fyrir að hafa skipað Brown yfir- mann almannavarna, en hann þótti hafa takmarkaða innsýn í almanna- varnastörf. Starfsreynsla hans fólst að mestu leyti í hagsmunagæslu fyrir eigendur arabískra hrossa í Bandaríkjunum. Brown sagði af sér í kjölfar felli- bylsins. Myndbandið þykir hreinsa nafn hans að einhverju leyti þar sem það sýnir að innan stjórnkerfisins voru menn sem sáu fram á hversu alvarlega afleiðingar Katrínar gæti haft í för með sér. Þau vandamál sem sköpuðust við björgunarstörf hafi fyrst og fremst stafað af skorti á viðbúnaði. Veröld ný, kaþólsk og góð Bandaríski auðkýfingurinn Tom Monaghan, sem auðgaðist á því að baka og selja Dominos-pitsur, lagði hornstein í síðustu viku að nýjum bæ sem hann hyggst reisa í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Bærinn, sem hefur fengið nafnið Ave María, mun rúma um 35 þúsund íbúa og verður hann sérstaklega sniðinn að þörfum strangtrúaðra kaþólikka. Sjónvarpsútsendingum verður stjórnað svo að tryggt verði að klám og annar dónaskapur sjáist ekki í viðtækjum bæjar- búa og lyfjaverslunum verður óheimilt að selja getnaðarvarnir. Borg guðs endurreist I Ave María verður kaþólskt þekkingarþorp og reistur verður fimm þúsund manna háskóli. Verður það fyrsti kaþólski-háskólinn sem er stofnaður í Bandaríkjunum í fjörtíu ár. Að sögn Nicholas J. Healy, tilvonandi rektors skólans, verður markmið hans að „hjálpa nemendum að end- urbyggja borg guðs í samfélagi á barmi menningarhruns." Þrátt fyrir að framkvæmdir séu ekki langt á veg komnar hafa sjö þúsund manns lýst yfir áhuga á að búa í Ave María og hefur Jeb Bush, ríkisstjóri Flórída, lýst ánægju sinni með framtak Monaghan. Þrátt fyrir það er ekki tryggt að draumsýn hans verði að veruleika þar sem fjölmargir baráttuhópar fyrir borgaralegum réttindum telja reglur bæjarins brjóta í bága við stjórnarskrá Banda- ríkjanna. Stofnendur bæjarsins séu í raun að taka framfyrir hendur rílúsvaldsins með því að takmarka frelsi íbúanna. FRJALST OHAÐ blaði6=

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.