blaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 1
Foreldrar! Skoðið blogg-
síður barnanna
Dóri DNA hræðist heima-
bankaræningjann
Regína Ósk notar Netið
kvölds og morgna
Fíklar tapa milljón
í Netpóker
Trúnaðurá Netinu
Hver ert þú eiginlega?
Á netinu er heilmikið afpersónuleikaprófum sem flest snúast um sjálfsþekkingu, sambönd ogást
Óþrjótandi vinna
Dr. Gunni búinn að
blogga í tæp fímm ár
Þvi hefur verið fleygt fram að meiri-
hluti vefsíðna innhaldi klám og þess
háttar efni. Ef það er sannleikanum
samkvæmt má eflaust leiða líkur að
því að stór hluti síðna innhaldi per-
sónuleikapróf af alls kyns tagi. Það
þarf ekki annað en að slá inn orðið
persónuleikapróf á leitarsíðum og
fjöldinn allur af blaðsíðum kemur
fram. Prófin eru eins mismunandi
og þau eru mörg. Allt frá alvarlegri
og fróðleiksvekjandi greindarpróf-
um, sem virðast reyndar sum hver
vera byggð á vísindalegum grunni,
allt að fáránlegum, fyndnum og
stundum sorglegum prófum. Til
dæmis væri gaman að vita hve marg-
ir freista þess að kanna hvaða hund-
ar þeir væru hefðu þeir ekki fæðst
manneskjur eða hvaða blóm þeir
væru.
Sjálfsþekking
Flest prófin snúast um að kynnast
og þekkja sjálfan sig. Þesslags próf
bera þá titil eins og: Ert þú frama-
gjörn/gjarn?, Hvað veitir þér inn-
blástur?, Ertu tilfinningarík/ur? Og
svo mætti lengi telja. Það að vinsæl-
ustu prófin snúist helst um sjálfs-
þekkingu, ást og sambönd er án efa
umhugsunarefni. Þarf mannskepn-
an eitthvert próf utan úr heimi til að
þekkja sjálfa sig? Er eigið hyggjuvit
og umsagnir náinna vina ekki nóg?
Sennilega snýst þetta síður um beina
sjálfsþekkingu en frekar um hrós og
vellíðan.
Jákvæðar niðurstöður
Flestir sem taka svona próf og lesa
niðurstöðurnar finna oftar en ekki
fyrir vellíðan og jafnvel auknu sjálfs-
trausti þar sem niðurstöðurnar eru
aldrei neikvæðar. Það er einna helst
í sambandsprófunum og greindar-
vísitöluprófunum sem útkoman
getur verið neikvæð. Yfirleitt benda
niðurstöðurnar til þess að viðkorn-
andi sé öruggur, skemmtilegur, klár,
ástfanginn, framagjarn og svo fram-
vegis. Kannski snýst þetta frekar um
að við séum ekki nægilega dugleg að
hrósa hvort öðru og þurfum því að
leita á Netið í von um hlýju, góðsemi
og hrós.
svanhvit@bladid. net
uppbodis