blaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

blaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 15. PEBRÚAR 2006 blaðiö 18 I Foreldrar œttu að skoða bloggsiður barnanna Anna Margrét Sigurðardóttir:„Vegna þess að bloggsíðurnar heita dagbækur þá er það fast í okkur að dagbók sé einkamál. Auðvitað er það þannig að einkalíf er ekki til á Netinu og sá sem skrifar eitthvað á bloggsíðuna sína er að skrifa og setja inn myndir fyrir allan heiminn." Þegar horft er til baka er nánast eins og Netið hafi skollið á okkur, með öllu sem því fylgir. Þrátt fyrir að flestir séu orðnir vanir og jafnvel háðir Netinu má segja að við séum enn að átta okkur á sumum þáttum þess. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefna- stjóri SAFT hjá Heimili og skóla, talar um að foreldrum finnist enn sem þeir ættu ekki að lesa bloggsíður barna sinna en þetta sé alrangt. SAFT stendur fyrir Samfélag, fjöl- skyldna og tækni og vinnur að því að efla vitund um hvernig sé hægt að njóta Netsins á öruggan og já- kvæðan hátt. Anna Margrét segir að það sé þó vandi því foreldrum finnist sem þeir séu að ryðjast inn í einkalíf barna sinna með því að skoða bloggsíður þeirra. „Vegna þess að bloggsíðurnar heita dagbækur þá er það fast í okkur að dagbók sé einkamál. Auðvitað er það þannig að einkalíf er ekki til á Netinu og sá sem skrifar eitthvað á bloggsíð- una sína er að skrifa og setja inn myndir fyrir allan heiminn. Það er kannski það sem brennur á að við áttum okkur á. Allt sem við setjum inn á Netið er opinbert efni. Við hvetjum foreldra til að fylgjast með bloggsíðum barna sinna, alls ekki til að vera í lögguhlutverki heldur til að vera með í þessu samfélagi. For- eldrar eiga líka endilega að skrifa í gestabækur á síðum barnanna." Foreldrar eru ekki í eftirlitshlutverki Anna Margrét leggur þó áherslu á að foreldrar eigi alls ekki að lesa síð- urnar til að „hanka“ börnin á einu eða neinu. „Þetta snýst ekki endi- lega um það að við séum í eftirlits- hlutverki, þó þetta sé kannski hluti af því. Þetta snýst frekar um að þessi heimur er opinn fyrir alla og við þurfum að tala saman um hvernig við ætlum að nota hann og hvernig við umgöngumst hvort annað. Með því að foreldrar kíki á bloggsíðurnar skapast umræðuvettvangur. Þarna er líka heimur sem margir foreldrar þekkja illa, kunna ekki á og því frá- bær vettvangur fyrir börn að miðla til foreldra því sem þau kunna. Það er nefnilega svo að börnin kunna iðulega miklu meira en for- eldrarnir“, segir Anna Margrét og bætir við að börn sitji alls ekki ein að vefheiminum. „Börn hafa staðið í þeirri trú hingað til að þau sætu ein að þessum vefheimi, að þau geti verið með bloggsíðu, gefið nokkrum vinum sínum slóðina og verið með lítinn einkaklúbb. En auðvitað er það ekki þannig. Ég bendi stundum á að nú eru til dæmis afar og ömmur sífellt virkari í netheimum, þau eru að læra að fylgjast með börnum og barnabörnum á bloggsíðum.“ Stærsti fjölmiðill í heimi Anna Margrét segist samt sem áður telja að það séu margir unglingar með heimasíður sem foreldrarnir viti ekki um. „Börn eru alls ekki ein um að setja hluti á Netið sem eru ekki ásættanlegir heldur gera full- orðnir það líka. Við erum að vona að um leið og við áttum okkur á því að við erum að skrifa í stærsta fjöl- miðil í heimi þá hegðum við okkur í samræmi við það sem okkur þykir eðlilegt í þessu áþreifanlega lífi. Við höfum svo lítið hugsað til þess hingað til en þarna er kominn mið- ill til að hafa samskipti, til að miðla einhverju sem maður er að hugsa eða gera og kannski hafa börn og margir fullorðnir ekki hugsað svo langt að þetta er opinber miðill.“ Mikil ábyrgð Af hverju þykir foreldrum eðlilegt að þekkja megnið af lífi barnanna sinna, vini, skóla og svo framvegis?“ spyr Anna Margrét þegar hún er innt eftir þvi af hverju foreldrar ættu að skoða heimasíður barna sinna. „Þetta er stór þáttur í lífi barna og það er eðlilegt að ábyrgt foreldri sem vill fylgj- ast með því hvernig barn- inu líður að það fylgist líka með þessum þætti. Það setur mikla ábyrgð á herðar okkar allra að hafa aðgang að öllu þessu efni, sem hægt er að nýta og miðla áfram. Við verðum að hjálpa þeim að átta sig á því, alveg eins og okkurþykir eðlilegt að kenna þeim mannasiði í daglegri umgengni." svanhvit@bladid.net Áhugasamir um örugga net- notkun geta kíkt á heimasíðu SAFT, www.saft.is en þar má til dæmis finna góð ráð fyrir for- eldra, kennsluefni og fá góð ráð hjá Netkynslóðinni. Auk þess er þar bloggvefur þar sem allir geta tekið þátt í umræðunni um siðferði á Netinu. Hræðist heima- bankar æningj ann lotto.is “Það jaðrar við að vera óheilbrigt hvað ég stunda Netið mikið,“ segir rapparinn og blaðamaðurinn Hall- dór Halldórsson, aka. Dóri DNA „Ég er á Netinu allan daginn, bæði í vinn- unni og þegar ég kem heim. Sé ég við tölvu, sem er mjög oft, þá er ég á Netinu,“ segir Halldór. „Eg skoða bardagasíður, fréttavefi, stunda spjallborð og blogga. Undanfarið hef ég líka mikið verið að stunda My- space, sem er það geðveikasta sem ég hef kynnst,“ segir Halldór. Hann segir nokkrar vefsíður vera í uppáhaldi hjá sér en einna helst séu það video.google. com og wikipedia. org. H a 11 - dór seg- istaldrei k a u p a sér hluti á Netinu þar sem hættu- legir net- þ r j ó t a r leynist víða. „Ég treystiþví ekki ennþá og ég nota ekki einu sinni heima- banka. Það er út af heimabankaræningj- anum - ég vissi að hann myndi koma. Ég mun ekki nota heimabanka á meðan heimabanka- ræningjar ganga lausir. Ég held að þeir hljóti að hafa verið fleiri í þessu, en hann fékk bara aurinn," segir Halldór. Að lokum vill hann koma á framfæri skilaboðum til heimabankaræningjans: „Hættu þessu! Þú færð ekki peningana mína.“ Námskeið fyrir stafríar myndavélar Námskeiðin eru fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í stafrænu inni. Boðið liósmyndatækninni. Boðið er upp á mismunandi löng námskeið: 8 tima, 12 tima og 16 tíma. Farið er ýtarlega i allar helstu stillingar * Helgarnámskeið (8 tímar) kl. 13-17 kr. 10.900 25. - 26. febrúar 3ja daga námskeið (12 tímar) kl. mánud. + miðvikud. +fimmtud.) 18-22 kr. 14.900 í setja myndir i tölvu, prenta þær út, senda þær i tölvupó: koma skipulagi á myndasafnið. Nemendur fá að taka myndir í Ijósmyndastúdiói og setja auk þess upp litið heimastúdio á staðnum Sýnd er notkun á forntum, m.a. Movie Maker, Picasa og Photoshop. Nemendur fá afhent ýmis kennslugögn. 4ra daga námskeið (16 tímar) ki. 18-22 kr. 19.900 Þeir sem skrá sig á 4ra daga námskeið getá únnið s' i Imánud. + miðvikud. +fimmtud.+þriðjud.) á Photoshop námskeið. Dregið er út 1 ná|i á hverjc rÉháfeíi +0. -28. febrúar (mánud. 27. feb. ■ 2. mars 6.-9. mars 13. • 16. mars 27.-30. mars á Photoshop námskeið. Dregið < Allir nemendur fá afsláttarkort sem gildir í ðlitim helstu Ijósmyndavöruverslunuum á HöfuðbOTgarsvæðinu. 20.-28. mars Skráðu þig núna og tryggðu þér sæti. f%itosh©f Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja geta breytt sínum myndum á ýmsa vegu. Nemendur þurfa að koma með fartölvu með uppsettu Photoshop forriti. Námskeið þetta er bæði verklegt og bóklegt og fá nemendur ýmis verkefni að glíma við. Farið er i eftirfarandi atriði: Að taka burt atriði úr myndum, skera af myndum, iaga halla á myndum, gera myndir brúntóna, skipta um lit i hluta af myndum. Setja ramma utan um myndir og texta inn á þær. Breyta myndum með effectum, setja saman tvær eða fleiri myndir. Einnig er sýnt hvernig hægt er að lagfæra skemmdar myndir. Auka og minnka kontrast i myndum. Setja saman nokkrar myndir og gera úr þeim panorama mynd. Velja réttar stærðir/upplausn fyrir mismunandi notkun og vista myndir til notkunar síðar meir, vinna með layera (glærur)og margt fleira. ■ PH0T0SH0P námskeið 18. • 19. mars kl. 13 ■ 17. kr.12.900 7.ljosmyn4rí.is t Viluteigur 8 Mosfellsbær S: 898 3911 : Leiðbeinandi er Páimi Guðmundsson I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað: Netið (15.02.2006)
https://timarit.is/issue/358383

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Netið (15.02.2006)

Aðgerðir: