blaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 18
34 I EUROVISION MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 blaöiö Á stjörnuslóðum Margrét Hugrún skrifarfrá Aþenu Er hún klikkuð? Smátt og smátt virðist það vera að renna upp fyrir þeim blaða- mönnum sem eru staddir hér í Aþenu að Silvía Night er kannski ekki öll þar sem hún er séð. Á marga aðra eru byrjaðar að renna tvær grímur. íslendingarnir í hópnum eru mikið spurðir að því hvort þetta sé leikur eða hvort manneskjan sé í raun svona klikkuð. Þeir yppta að sjálfsögðu flestir öxlum og segja það vera stóru spurninguna. Klikkuð eða ekki, leikin eða ekki, Silvía er engu að síður að slá rækilega í gegn hér í Aþenu og athyglin sem fjölmiðla- menn veita henni er engu lík. 1 fyrrakvöld fór hún í partí sem borgarstjórinn í Aþenu stóð fyrir. Þetta glæsta partí var haldið fyrir utan gömlu konungshöllina og þangað voru flestir komnir sem tengjast keppninni, ásamt mýgrút af fulltrúm fjölmiðlanna héðan og þaðan úr Evrópu. Þegar Silvía mætti til leiks þyrptust Ijósmyndarar að henni úr öllum áttum. Hún gekk í ró- legheitunum að höllinni líkt og sannkölluð drottning, en um leið og hún steig inn í mannþröngina sem var samankomin þar fyrir utan mættu sjónvarpsstöðvarnar til að rífast um að fá að taka viðtöl við hana og Romario. Pepe bless- aður stóð alltaf hjá, brosandi út að eyrum en hann átti víst stórleik í einhverju sjónvarpsviðtalinu þar sem þeir Romario fengu heilan hálftíma til að sprella í beinni út- sendingu fyrr um daginn. Þar bað Romario hann m.a. um að fara og sækja handa sér vatnsglas. Pepe stóð upp, reif af sér hljóðnemann og ráfaði eitthvað fram til að ná í vatn. Svo kom hann aftur til baka þar sem hann mundi ekki hvað hann var að fara að sækja, en tókst svo á endanum að koma vatnsglas- inu til átrúnaðargoðsins. Þetta olli miklu uppnámi í beinu útsending- unni en eins og flestir vita er ekki algengt að fólk taki upp á því að losa af sér hljóðnema til að ná í vatn við slík tilefni. Aftur að höllinni... Það var engu líkara en að Britney Spears væri mætt á svæðið, slík var athyglin sem Silvia Night Superstar fékk. Ég varð vitni að viðbrögðum eins myndatökumannsins og það var ekki hægt að segja annað en að honum væri skemmt. Fólk gapti ýmist í forundran eða hló að Silvíu og fylgdarliði hennar en eitt er víst að hún fór ekki framhjá neinum. Meira að segja Lordi féllu í skugg- ann af henni þegar hún stormaði framhjá þeim og kona sem var að taka viðtal við eitt skrýmslið hreinlega hljóp í burtu með hljóð- nemann sinn á lofti þegar hún sá fulltrúa íslands koma marser- andi. Við sem reyndum að taka af þessu myndir flutum með mann- þrönginni eins og í undarlegum rússíbana. I gær var svo allur þróttur úr dívunni. Hún þurfti að aflýsa blaðamannafundi á þaki hótels- ins, en þar komu fulltrúar Norð- urlanda saman í hádeginu. Silvia er ekki við fulla heilsu og því þarf hún á allri sinni orku að halda til að takast að komast í gengum atriðið á fimmtudagskvöld. Það olli mörgum vonbrigðum að hún væri veik þar sem mikið af fólki var mætt með von um að ná henni í viðtal, en það sýndi þó skilning þar sem það krefst ansi mikilla krafta að koma fram eins og hún gerir. Sofna seint á nóttunni og vakna fyrir allar aldir dag eftir dag. Stjörnulífið er ekki alltaf dans á rósum, en viðburðaríkt er það svo ekki sé meira sagt. VIÐSKIPTI & FJARMAL HEIMILAWWA Þriðjudaglnn 23.mai blaóió mmmmmmmmmmmmmmmm Auglysendur, upplysingar veita: )iiús Gauti Hauksson • Símí 610 3723 ♦ Gsm 691 2209 • maggKffivbl.ia Svipmyndir írá Aþenu Sjónvarpsmyndavélar, hljóðnemar, flöss og laeti. Silvía vekur ótrúlega athygli hvar sem hún kemur hér og á nokkrum dögum hefur henni tekist að verða þjóðþekktur einstaklingur í Grikklandi. Svipbrigði Silvíu geta verið óborganleg. Hér er hún f viðtali við eina sjónvarpsstöðina. Takið eftir mannskapnum í bakgrunni sem reynir að ná athygli hennar. Asi fatahönnuður og Yifa stílisti voru svakalega sæt i partiinu og það voru ófáar myndir teknar af þessum glæsilegu vinum. Hér brosir fulltrúi okkar sinu breiðasta og veifar eins og drottning enda umvafin aðdáendum og það líkar henni jú vel. Það er eldheit ást sem blossar á milli Silvíu Night og elskhuga hennar Romario sem á ættir sínar að rekja til Buenos Aires. Sjónvarpskonan frá sjónvarpsstöðinni Alter náði stuttu viðtali við Romario en það leið Skjöldur Eyfjörð er alltaf„glamúrus" og ekki á löngu þar til hann var byrjaður að snúa út úr og reyna við konuna. flottur hvar sem hann kemur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.