blaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 17.05.2006, Blaðsíða 22
38 I ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 blaðiö Knattspyrnuveisla í París í kvöld Tvö af skemmtilegustu liðum Meistaradeildarinnar, Barcelona ogArsenal, leika til úrslita í kvöld. Gríðarleg spenna ríkir fyrir úr- slitaleik Meistaradeildar Evrópu sem verður á franska þjóðarleikvang- inum í París í kvöld. Þá mætast tvö af skemmtilegustu liðum keppninnar í ár: Barcelona og Arsenal. Menn þurftu ekki að vera spámann- lega vaxnir síðastliðið haust til þess að sjá það fyrir að Barcelona myndi leika úrslitaleikinn. Hins vegar hefur Arsenal komið flestum á óvart, lagt hvert stórliðið af fætur öðru af velli, og komist í úrslitaleikinn með sann- færandi hætti. Einvígi bestu framherja heims Allt bendir til þess að stórleikur sé í vændum. Ekki síst vegna þess að liðin tvö skarta tveimur bestu sókn- armönnum heimsins nú um stundir: Mikiö veltur á því fyrir Arsenal að Thierry Henry nái sér á strik í leiknum. VILTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR www»markisur.com Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar nrmrm 1 1 1: L i Ronaldhino og Thierry Henry. Þetta eru leikmenn sem eru vanir að láta til sín taka þegar mikið er i húfi og þeir geta báðir tekið öll völd á vellinum og tryggt sínu liði sigur þegar sá gállinn 'er á þeim. Margir spá því að úrslit leiksins ráðist af því hvor þeirra eigi betri leik. Aðrir sparkspekingar vilja meina að aðrir leikmenn muni skilja á milli feigs og ófeigs að leikloknum. Reynist það rétt telja flestir að Börsungar beri sigur úr býtum. Auk Ronaldhino eru í liðinu stórkostlegir leikmenn eins og Samúel Eto’o, Deco, Guily og Xavi svo einhverjir séu nefndir. Liðið er vel skipulagt en þrátt fyrir alla snilli Ronaldhino er ekki hægt að segja að hann þurfi að bera liðið á herðum sér. Hann fær mikla hjálp frá öðrum leikmönnum. Hins vegar er lið Arsenal skipað ungum leikmönnum í bland við eldri og reyndari. Enginn skyldi afskrifa þá ungu og reynslulitlu þar sem þeir hafa staðist flest þau próf sem hafa verið lögð fyrir þá í Meistaradeild- inni í vetur. Vörn liðsins hefur staðið sig frábærlega í Evrópuleikjum í vetur og takist henni að halda Ron- aldhino og Eto’o í skefjum í kvöld hafa sóknarmenn Arsenal yfir nógu miklu byssupúðri að ráða til þess að skora gegn Börsungum. Þrátt fyrir að liðið hafi valdið vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni í vetur er öllum ljóst að Arsene Wenger er mikill knatt- spyrnujöfur og útfærsla leikskipu- lags liðsins hefur gefist ákaflega vel í Evrópuboltanum. HERBERGID* BAÐID • HEIMILIÐ Rúmfatalagerinn óskar eftir lagermönnum, í boði er fullt starf. Góð laun í boði fyrir duglega einstaklinga. Mikil vinna í boði ó líflegum og skemmtilegum vinnustað. Or vöxtur fyrirtækisins gefur mikla möguleika á að vaxa í starfi. Hæfniskröfur: • Hressleiki • Opin fyrir nýjungum • Tilbúin að læra • Metnaður og áhugi Urnsóknir sendist á rumfatalagerinn@rumfatalagerinn.is eða Smáratorg 1 201 Kópavogur merkt „Lagermaður" Allar nánari upplýsingar veitir Daði Hrólfsson í síma 820-8005 eða á staðnum í Smáratorgi 1. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Smáratorgl 1 Holtagörðum 200 Kópavogi v/Holtaveg 510 7000 104 Reykjavfk Póstkrafa 588 7499 Smóratorgi 1 510 7020 Sketfunnl 13 Qlerártorg 108 Reykjavlk 600 Akureyri 568 7499 463 3333 Póstkrafa Glerártorg 463 3333 Ronaldinho og Eto'o eru lykilmenn Barcelona. Nái þeir sér ekki á strik eru sigurlíkur liðsins litlar. Kunnugleg sjón úr Evrópuboltanum í vetur: Leikmenn Barcelona fagna marki en eftir situr markvörðurinn með sárt ennið. Leikmenn Arsenal hafa haft ástæðu til að fagna í vetur. Spænskir fjölmiðlar spá sigri Þrátt fyrir að enskir fjölmiðlar séu þekktir fyrir ofmat á möguleikum landsliðsins fyrir stórmót eru þeir yfirleitt hófsamari þegar kemur að möguleikum þarlendra félagsliða í Evrópukeppnum. Flestir telja Bör- sunga mun sigurstranglegri en í ljósi ótrúlegs sigurs Liverpool á AC Milan í sömu keppni í fyrra telja enskir íþróttablaðamenn ekki loku fyrir það skotið að Arsenal takist að leggja Katalóníumennina að velli. Krafa spænskra fjölmiðla fyrir leikinn er skýr. Blaðamenn á Spáni telja Barcelona sterkara lið en Arsenal og krefjast sigurs. Portú- galski miðjumaðurinn Deco sagði í fjölmiðlum í gær að það væri eðlileg krafa en bætti því við að leikmenn Barcelona mættu alls ekki hugsa þannig. Hann sagði að í slíkum úr- slitaleikjum væri hvorugt liðið sigur- stranglegra og nauðsynlegt væri fyrir leikmenn Barcelona að bera næga virðingu fyrir andstæðingunum og missa ekki einbeitingu. Mikil eftirspurn er eftir miðum á leikinn en spænska blaðið Marca sagði frá því í gær að miðar á svörtum markaði seljist á hátt í 200 þúsund krónur. Franski þjóðarleikvangurinn í París tekur um 80 þúsund manns í sæti.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.