blaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 31
blaöið FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2006
IPRÓTTIR I 31
Fer Rooney á fulla ferð?
Wayne Rooney fer framhjá Theo Walcott á æfingu með enska landsliðinu í Niirnberg í
Þýskalandi í gær. Ólíklegt er að Rooney, sem er enn að jafna sig eftir meiðsli, taki þátt
í leiknum gegn Trínidad og Tóbagó þrátt fyrir að landsliðsþjálfarinn, Sven-Göran Eriks-
son, hafi ekki útilokað það.
Ekvador - Kosta Ríka
KI.13
Leikstaður:
Hamborg
Veðbankarnir:
Sigur Ekvadors á HM: 200/1
Sigur Kosta Ríka á HM: 1500/1
Styrkleikalisti FIFA:
Ekvador: 39
Kosta Ríka: 26
England - Trínidad og T.
B-riðill
KI.16
Leikstaður:
Nurnberg
Veðbankarnir:
Sigur Englands á HM: 5/1
Sigur Trínidads og Tóbagós á HM:
75o/i
Styrkleikalisti FIFA:
England: 10
Trínidad og Tóbagó: 47
Svíþjóð - Paragvæ
KI.19
Veðbankarnir:
Sigur Svíþjóðar á HM: 50/1
Sigur Paragvæ á HM: 500/1
Styrkleikalisti FIFA:
Svíþjóð: 16
Paragvæ: 33
■ HM-leikir dagsins
Iffsins með heilbrigðum
Eiður Smári genginn
til liðs við Barcelona
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði
íslenska landsliðsins skrifaði í gær
undir fjögurra ára samning við Evr-
ópu- og Spánarmeistara Barcelona
frá Englandsmeisturum Chelsea.
Kaupverðið er um 1,1 milljarður
króna. Eiður gekkst undir læknis-
skoðun hjá spænska félaginu og var
blaðamannafundur haldinn í kjöl-
farið þar sem tilkynnt var formlega
um komu Eiðs til Katalóníuliðsins.
Eiður Smári, sem er 27 ára gamall
gekk til liðs við Chelsea frá Bolton
árið 2000. Hann lék 263 leiki með
Lundúnaliðinu og skoraði í þeim 78
mörk. Á þeim tíma hefur Chelsea
tvisvar orðið Englandsmeistari,
einu sinni deildarbikarmeistari og
tvisvar unnið samfélagsskjöldinn.
Chelsea gaf Barcelona leyfi til að
ræða við Eið eftir að liðin höfðu kom-
ist að samkomulagi um kaupverð.
Eiði er ætlað að fylla það skarð sem
Svíinn Henrik Larsson skilur eftir
sig, en hann ákvað að snúa aftur til
Helsingborgar í Svíþjóð eftir um 13
ár í atvinnumennsku. Stjórn Barc-
elona tilkynnti jafnframt í gær að
þeir ætli að lána Argentínumann-
inn Maxi Lopez til Real Mallorca á
næstu leiktíð.
Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs
Smára, segir að stærsti draumur
Eiðs sé að rætast. „Ég tók við hann
viðtal fyrir fimm árum síðan þar
sem hann sagði mér að hans stærsti
draumur væri að spila með öðru
hvoru stórliðinu á Spáni, það er
Barcelona eða Real Madrid. Nú er sá
draumur að rætast,“ segir Eggert i
samtali við Blaðið.
Eiður mun spila í treyju númer 7.
,,Það er að eigin ósk. Treyja númer 22
var tilbúin, en Eiður bað um að fá að
spila í treyju númer 7, en hún losn-
aði þegar Henke Larsson gekk til
liðs við Helsingborg," segir Eggert.
Carlos Puyol, fyrirliði Barcelona
líst vel á komu Eiðs til Barcelona.
„Hann er sterkur, hraður og skorar
mörk. Ég hef spilað á móti honum
og veit að hann er mjög góður leik-
maður. Hann mun standa sig vel
í Barcelona. Fjölhæfni Eiðs mun
kemur sér mjög vel fyrir okkur, en
hann getur bæði spilað á miðjunni
og í stöðu framherja.“
Chesea hefur keypt þá Albert
Ferrer, Winston Bogarde, Em-
manuel Petit og Boudewijn Zenden
frá Barcelona, en Eiður Smári er sá
fyrsti sem gengur til liðs við Barcel-
ona frá Chelsea.
4. UMFERÐ VISA BIKARSINS
Dagur Tími Lið Völlur
Fimmtudagur 15. júnf 2006 20:00 Þróttur R. - HK Þróttarvöllur
20:00 ÍR - Leiknlr R. ÍR-völlur
20:00 Afturelding - Njarðvík Varmárvöllur
Föstudagur ! 20:00 KA - Þór 1 Akureyrarvöllur
16. júni 2006 1 20:00 Haukar - Fram Ásvellir
- ílásS
Utanlandsferð í vinning og fjöldi glæsilegra aukavinninga.
Biharleihur þar sem spáð er um úrslit leikja er á www.visa.ls/blkarlelkur
f vcrðlaun eru utanlandsferð fyrir tvo auk fjölda glæsilegra aukavinninga.
V/SA Ý
BIKARINN