blaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 14
blaðið^M
Útgáfuféiag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber
„aðilar” og ríki
Ekki leikur minnsti vafi á því að alþýða manna á íslandi verður fyrir veru-
legri kjaraskerðingu þessa dagana. Verðbólga étur upp kaupmátt, vextir eru
hvergi hærri á byggðu bóli. I stuttu máli fæst nú minna fyrir krónurnar en
skuldirnar aukast. Fyrir þjóð sem hefur nánast afbrigðilega nautn af því
að skulda sem mest er þetta ávísun á gríðarlega erfiðleika og í mörgum til-
fellum gjaldþrot. „Stöðugleikanum” margrómaða er ógnað.
Og oiú eins og oftast áður er spurt: hvað gerir ríkisvaldið? Hvað getur
ríkisvaldið gert? Við hæfi væri að hefja þessa hugsun og orðræðu svo: Á rík-
isvaldið að gera eitthvað?
Almennt og yfirleitt gildir að ríkisvaldið á að gera sem minnst þegar
grundvallarþáttum á borð við mennta- og heilbrigðismál sleppir. Inngrip í
kjarasamninga á frjálsum markaði eru óæskileg og blessunarlega er sú tíð
liðin að stjórnvöld ákveði „sértækar aðgerðir” til að bregðast við vanda sem
skapast í viðræðum „aðilanna” margfrægu á vinnumarkaði.
Endurskoðun kjarasamninga fer nú fram og herma fregnir að í óefni
stefni einnig á þeim vettvangi. Kröfum verkalýðshreyfingarinnar um nýtt
og lægra skattþrep fyrir lágtekjufólk hefur verið hafnað. Hið sama er að
segja um þá kröfu Alþýðusambands íslands að lög frá árinu 2003 um eftir-
laun hinnar ríkisreknu, íslensku forréttindastéttar verði numin úr gildi. Þau
lög voru skammarlegur gjörningur og eðlilegt er að á þeim sé vakin athygli
með þeim hætti sem ASf kýs að gera.
Eðlilegt er við þessar aðstæður verði hugað að brey tingum á skattkerfinu.
Þær eru löngu tímabærar. Skattgreiðslur réttnefndra láglaunamanna eru
óhóflegar. Eldri borgarar eru skattlagðir af algjöru miskunnarleysi. Á sama
tíma tíðkast „sértæku aðgerðirnar”,sem framfarasinnaðir menn fordæmdu
svo kröftuglega fyrir 15 árum eða svo, enn innan skattkerfisins. Flestar miða
þær að því að efla tilteknar atvinnugreinar og síðast en ekki síst sjálfa ríkis-
menninguna.
Allt mælir með einföldu skattkerfi og skiljanlegt er að nýtt þrep innan
þess mæti andstöðu. Körfur verkalýðshreyfingarinnar eru á hinn bóginn
réttmætar; varanleg kjarabót fyrir þá sem lægstu launin hafa verður best
tryggð með lækkun skatta. Annað fyrirkomulag felur í sér (að vísu prýðilega)
þjóðlegan „bútasaum” sem ekki er fallinn til að skila varanlegri kjarabót.
Nú er því lag að endurskoða skattkerfið. Á sama tíma hljóta stjórnvöld að
slá á þenslu með því að fresta ýmsum framkvæmdum sem ráðgerðar eru.
„Stöðugleikinn” blessaður er að vísu ofnotaður í íslenskri þjóðfélagsumræðu
en nú er ráð að skjaldborg verði slegin um það ágæta fyrirbrigði.
Ásgeir Sverrisson
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Simbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.is, frettir@bladid.is, auglysingar@bladid.is
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: fslandspóstur
groandinn
r;«rtyrfcW»UteA þUt
ORASKEK <>(, KÍKUÍIl l<
‘VÍIHVEHHSUST
Ahugavert
og fræðandi
tímarit um
garðyrkju,
grænmeti,
skógrækt og
skreytingar
Askriftarsími
[ Auglýsingar \ i1( 13744
bla ð ið—
Ríkisstjórn Geirs H. Haarde
Síðdegis í gær tók ráðuneyti Geirs
H. Haarde formlega við af ráðuneyti
Halldórs Ásgrímssonar. Auk for-
sætisráðherraskipta urðu nokkrar
breytingar á ráðherraembættum en
auðvitað er i raun sama ríkisstjórn
við völd, enda er áfram byggt á því
samstarfi sem Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur hafa átt með
sér frá 1995 og stjórnarsáttmálinn
frá vorinu 2003 stendur óbreyttur.
Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna
hafa með öðrum orðum staðfest
vilja sinn til að starfa saman út
þetta kjörtímabil eins og alltaf var
gert ráð fyrir.
Blendnar tilfinningar
Hér er ekki ástæða til að fara
mörgum orðum um ástæður þeirra
breytinga sem orðið hafa á ríkis-
stjórninni. Ákvörðun Halldórs Ás-
grímssonar um að láta af embætti
setti af stað ferli sem endaði í þessari
niðurstöðu. Um leið og við sjálfstæð-
ismenn hljótum að þakka Halldóri
fyrir farsælt samstarf til margra ára
fögnum við því líka að formaður
Sjálfstæðisflokksins skuli taka við
forystu í ríkisstjórninni. Það er auð-
vitað miður að þessar breytingar
skuli leiða til þess að Sigriður Anna
Þórðardóttir skuli láta af embætti
umhverfisráðherra, sem hún hefur
gegnt með miklum sóma i tvö ár, en
það er eins og kunnugt er afleiðing
af því að horfið er til baka til þess fyr-
irkomulags sem gilti um skiptingu
ráðuneyta milli flokkanna fyrir
haustið 2004 þegar Davíð Oddsson
vék úr forsætisráðherrastóli fyrir
Halldóri Ásgrímssyni.
Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins
höfum auðvitað heyrt gagnrýn-
israddir frá fjölmörgum flokks-
mönnum okkar, sem haldið hafa
fram því sjónarmiði að ekki væri
ástæða til þess fyrir okkur að fram-
lengja stjórnarsamstarfið með
i
Viðhorf
Birgir Armannsson
þessum hætti. Þeir hafa bent á að
Framsóknarflokkurinn hafi sjálfur
skapað óróleika á stjórnarheimilinu
í kjölfar lakrar útkomu sinnar í sveit-
arstjórnarkosningunum og ástæðu-
laust væri fyrir sjálfstæðismenn að
draga samstarfsflokkinn að landi
- hvað eftir annað - þegar hann bæri
sjálfur ábyrgð á ógöngum sínum.
Niðurstaða kosninganna í vor hafi
verið Sjálfstæðisflokknum hagstæð
og því hefði flokkurinn ekkert haft
að óttast þótt kosið yrði til Alþingis
í haust.
Ekki hlaupist frá ábyrgð
Forsendurnar fyrir því að þing-
flokkur sjálfstæðismanna var ein-
huga um að styðja áframhaldandi
stjórnarsamstarf voru þær að það
hefði verið fullkomlega óábyrgt að
slíta stjórnarsamstarfinu við nú-
verandi aðstæður. Þótt Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur séu
að sjálfsögðu ólíkir flokkar og hafi
mismunandi afstöðu til einstakra
mála, þá hafa þeir verið samstíga í
stjórnarsamstarfinu og náð saman
um niðurstöðu í öllum mikilvæg-
ustu málum. Það liggur fyrir að á
næstu vikum og mánuðum þarf
ríkisstjórnin að takast á við brýn
verkefni á sviði efnahagsmála. Hún
þarf fyrst og fremst að beita þeim
tækjum sem hún ræður yfir til koma
í veg fyrir áframhaldandi verðbólgu-
þróun - bæði með ábyrgri og að-
haldssamri stefnu í ríkisfjármálum
og með því að leggja sitt af mörkum
til þess að skynsamleg niðurstaða
náist í viðræðum aðila vinnumark-
aðarins. Hugsanleg upplausn stjórn-
arsamstarfsins, kosningabarátta og
myndun nýrrar ríkisstjórnar hefði
sett aðkomu ríkisvaldsins að þeim
málum í uppnám um margra mán-
aða skeið á sérstaklega viðkvæmum
tímapunkti. Allir sem eitthvað
þekkja til Sjálfstæðisflokksins vita
að það er hvorki í samræmi við
stíl hans né stefnu að hlaupast frá
ábyrgð við slíkar aðstæður.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Klippt & skorið
Ibúðalánasjóður greinir frá því í nýjustu
mánaðarskýrslu sinni að ibúðarhúsnæði
sé mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks.
Ætli samsvarandi niðurstöður sé að finna í
skýrslum annarra ríkisstofnana? Gefur mann-
eldisráð út skýrslu þar sem stofnunin kemst
að þeirri niðurstöðu að matur sé mikilvægur
þáttur í lífi fólks? Eða Seðlabankinn, gefur
hann út mánaðarskýrslu þar sem segir að svo
virðist sem enn einn mánuðinn spili peningar
verulega rullu hjá mörgum?
Vefwóðviuamenn um ÍbOðaiAnasjöð A www.andriki.is
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþing-
ismaður, var í vikunni kjörinn í emb-
ætti stjórnarformanns Orkuveitu
Reykjavíkur. Guðlaugur hefur verið öðrum
mönnum duglegri við að gagnrýna fyrirtækið
þauársem R-listinn varviðvöld íborginni. Það
má því gera ráð fyrir að einhverjar breytingar
verði gerðar fyrstu daga Guðlaugs 1' nýju emb-
ætti. Það er síðan athyglisvert að Guðlaugur er
með setu sinni sem stjórnarformaðurOrkuveit-
unnar settur í nokkuð undarlega stöðu. Hún er
súaðhann munvænt-
anlega taka þátt í að
gangafrákaupumOR
á grunnneti símans,
en þærviðræðurhafa
nú staðið yfir í nokk-
urn tíma. Með því er
Guðlaugur I raun að
koma grunnnetinu
aftur í almenning-
seigu, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann
tók þátt í að einkavæða það sem þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
klipptogskorid®vbl.is
Súpernóvan Svandís Svavarsdóttir
fór á brokki um fjölmiðlana í gær og í
dag og geisaði yfir rýrum hlut kvenna
í nefndum og ráðum nýrrar borgarstjórnar.
Það kom í Ijós að Vil-
hjálmur borgarstjóri og
Björn Ingi yfirborgar-
stjóri gleymdu að konur
hafa bæði atkvæðisrétt
- og þátttökurétt i stjórn-
málum. Þeir álíta líklega
að konur séu einungis til
skrauts á framboðslistum. Að minnsta kosti
gleymdu þeir að mestu leyti að velja konur
til forystustarfa í nefndum borgarinnar.
Þetta var hárrétt ábending hjá Svandísi. Borg-
arstjórinn og yfirborgarstjórinn eru kallpúngar
af verstu sort - miðað við þetta.
Össur SkarphEðinsson fjallar um borgarmAlin.