blaðið - 16.06.2006, Síða 27

blaðið - 16.06.2006, Síða 27
blaðið FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 AFÞREYING I 35 Hœ, hó, jibbí jei... Það er margt skemmtilegt um að vera fyrir börn á 17. júní. Sérstök sautjánda júní föt, rellur, blöðrur, salgæti og fleira þess- háttar er eitthvað sem flest börn kannast við. Bærinn lifnar við og yfir hann leggst hátíðlegur, glaðvær og sumarlegur blær. Það er ekki síst fjölbreytt dagskrá um allan bæ sem mótar þessa stemmingu. Hitt húsið sér um 17. júní dagskrána eins og undanfarin ár og stendur hún frá klukkan tíu að morgni og fram á rauða nótt. Hefðbundin dag- skrá er um morguninn en síðdegis og um kvöldið eru barna- og fjölskyldu- skemmtanir, tónleikar, leiktæki, ýmsar sýningar og götuuppákomur. Þegar dagskráin er mikil getur reynst erfitt að velja og hafna. Það getur verið gott að skipuleggja hvert ferðinni er heitið. Umsjón með dag- skrá þjóðhátíðar í Reykjavík hefur þjóðhátíðarnefnd á vegum Iþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Há- punktar barnadagskrárinnar eru eftirfarandi: Staður: Tjörnin og umhverfi Stund: 13.00 - 17.00 Hvað er að gerast: Skátaland verður með leiktæki, þrauta- brautir og fleira. Leiksmiðja Kram- hússins sýnir leikspuna. I Hallargarði verður Sumargrín ÍTR. Ókeypis er í leiktækin í görðunum Staður: Skrúðganga frá Hlemmi niður Laugaveg að Ingólfstorgi, leikur Lúðrasveit Reykjavíkur. Einnig er skrúðganga frá Hagatorgi í Hljóm- skálagarð og þá leikur Lúðrasveitin Svanur. Stund: 13.440 Hvað er að gerast: Skrúðgöngur Staður: Arnarhóll Stund: 14.00 -18.00 Hvað er að gerast: Birta og Bárður úr Stundinni okkar kynna dagskrána. Skoppa og Skrítla koma fram, Alina verður með atriði fráSjónleikhúsinu. Nemandaleikhúsi LHl verður með atriðið Nú skyldi ég hlæja... Solla stirða og Halla hrekkju- svín úr Latabæ mæta á svæðið og hoppa og tralla fýrir viðstadda. Leik- hópurinn Perlan sýnir leikritið Mídas konungur og fjöllistamennirnir Jay og Quentin sýna atriði. Eftir það eru fjölmörg dans og söngatriði, meðal annars úr Litlu hryllingsbúðinni og söngleiknum Footloose. Sönghóp- urinn Nylon syngur nokkur lög og Idol-söngvararnir Snorri, Bríet Sunna og Ingó syngja með hljómsveitinni Izafold. Staður: Hljómskálagarðurinn Stund: 14.00 og 14.30 Hvað er að gerast: Brúðubíllinn sýnir Duddurnar hans Lilla. Staður: Hallargarðurinn Stund: 14.00 -17.00 Hvað er að gcrast: Leiktæki frá Sumargríni iTR og spákonur í garðhýsinu. Tóti trúður heldur uppi stuðinu og fjöl- mörg íþróttafélög sýna listir sínar. Staður: Ingólfstorg Stund: 14.00 Hvað er að gerast: Danssýning þar sem Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir sýning- una. Atriði verða frá Kramhúsinu, Raqs Sharki, DMU Dance Company, Danshópi Minervu Iglesias, Jazz- balletskóla Báru, Minerva Iglesias, DMU Dance Company, Dazed and Confused, Danshópi Brynju Pétursdóttur, Dansstúdíó Stellu Rósenkrans, Street Style, Romani Dance Studio, Drop the Pressure og Magadanshúsinu. Staður: Útitaflið við Lækjargötu Stund: 14.00 Hvað er að gerast: Lýðveldisskákmót Hróksins Staður: Veitingatjald á Austurvelli Stund: 14.00 -18.00 Hvað er að gerast: Þar verður blönduð dagskrá í sam- vinnu við NASA .Lalli töframaður sýnir listir sínar klukkan 15.30. Staður: Hljómskálagarður Stund: 15.00 Hvað er að gerast: Sigga og skessan er atriði frá Stopp- leikhópnum. Gosi kemur og tekur þátt í atriði frá Sjónleikhúsinu. Solla stirða og Halla hrekkjusvín koma alla leið frá Latabæ og halda uppi stuðinu. Staður: Ingólfstorg Stund: 17.15 Hvað er að gerast: Barnadansleikur með lögunum úr Söngvaborg með Siggu Beinteins, Maríu Björk, Masa, Georg og Helgu Brögu. Má bjóða þér í veislu á hjólum? BlaÖiÖ/SteinarHugi „Götuleikhúsið ætlar að bjóða Islend- ingum í veislu á hjólum. Við verðum með pall á hjólum sem krakkarnir eru búin að smíða sjálf og setjum upp nokkrar veislur og skemmtiatriði á honum. Svo förum við með veisl- urnar á plankanum niður Laugarveg- inn svo að sem flestir geti fylgst með okkur og notið sýningarinnar. Þetta verða nokkrar mismundandi veislur, byrjar sem brúðkaupsveisla og endar í jarðarför,“ segir Ólafur Steinn Ing- unnarson leikstjóri Götuleikhússins. Það eru tíu krakkar á aldrinum 17- 20 ára sem taka þátt I þessu verkefni og hafa unnið að því síðan fyrsta júní. „Vinnan hefur gegnið mjög vel hjá okkur. Það er gaman að vinna með þessum krökkum því þau eru mjög dugleg. Atriðið er mjög lifandi og það er mikil tónlist með því. Hluti af atrið- inu eru nokkurskonar ljósmyndir og það er nánast allt í svart hvítu,“ segir Ólafur. Atriðið leggur af stað niður Laugarveginn klukkan 14.00. r , ^ LOKAUTKALL HREINSUM ALLT UPP! Nýjar vörur á leiðinni Jakkaföt frá 7.900 Stakir jakkar frá 1. Gallabuxur 990 Bolir frá 590 Heira hafnarfjöiður Firði Hafnarfirði I Sími 56S 0073 ENGAR MALAMIÐLANIR, NJOTUM LIFSINS TIL FUiLS!

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.