blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 1
22
Fróðlegir fyrirlestrar
um heilbrigt líferni
íYggdrasil
23
Speltpasta frá
Sólveigu Eiríksdóttur
24
Mikilræktun Móður
Jarðar íVallanesinu
• ••••••••••••••••••••
26
Allir geta lært að dansa
28
Góðir kostir
grænmetisins
AUGLÝSINGASÍMIAUKABLAÐA
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Heimasíða um íslenskt grænmeti
Heimasíðan islenskt.is er fyrsta
vefsvæðið sem fjallar um íslenskt
grænmeti í heild sinni, en á síðunni
eru meðal annars upplýsingar um
grænmeti og kosti þess sem nær-
ingar, auk þess sem hinar ýmsu
grænmetistegundir eru kynntar og
gómsætum grænmetisréttum gerð
góð skil. Að sögn Kristínar Lindu
Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölu-
félags garðyrkjumanna, er auðvelt
að kynna sér staðreyndir um græn-
meti á vefnum þar sem skipulag og
uppsetning er þægileg og auðvelt að
verða sér úti um góða fræðslu. „Við
viljum veita upplýsingar um næring-
ar- og orkugildi ásamt því að gefa
góðar hugmyndir um notkun græn-
metis, sem á auðvitað að vera einn
þriðji af fæðu okkar á hverjum mat-
ardiski.“
Sölufélag garðyrkjumanna er um
þessar mundir með margar nýjung-
ar á sínum snærum í grænmetinu,
bæði hvað varðar tegundir og vöru-
pakkningar. „Við erum til dæmis
að hefja sölu á nýju salatkáli sem
er náskylt kínakáli. Salatið heitir
pack choi og er alveg sérstaklega gott,
blöðin dökkgræn og slétt með safa-
ríkum og hvítum blaðstilkum líkt og
romaine-salatið. Bragðið minnir á
kínakál en bara mun hvítkenndara
og trefjaríkara. Þetta má nota með
öðru grænmeti, eitt og sér sem snakk
ásamt ídýfu eða í hina ýmsu rétti,‘
segir Kristín og bætir við að ýmislegt
fleira sé einnig á döfinni. „Svo erum
við að byrja með niðurskorið íslenskt
blómkál og spergilkál, sem er auðvelt
að vinna með í matseld og gott að
grípa í milli mála. Einnig munum
við fljótlega vera með íslenskar míni-
gulrætur sem búið er að skræla, auk
Þökkum frábærar móttökur i
Egilshöllinni um helgina
Alltá
einum stað!