blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 4
24 I HEILSA
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 blaöÍA
Mikil ræktun íVallanesinu
Matvörur frá Móður Jörð hafa til
nokkurra ára verið vinsælar meðal
þeirra sem hugsa um heilsuna og
heilbrigt mataræði. Allar vörur fyr-
irtækisins eru ræktaðar í Vallanesi,
þar sem eingöngu lífræn ræktun á
sér stað á 330 hektara jörð og kemur
því maturinn beint úr moldinni til
neytandans.
Eymundur Magnússon, eigandi
Móður Jarðar, býr sjálfur í Valla-
nesinu, en hann segist njóta þess
að rækta allt góðgætið og bjóða
landanum holla vöru. „Ég rækta
allt grænmeti og hráefni í réttina
hjá okkur hérna á jörðinni hjá mér,
m.a. steinselju, grænkál, salat, rauð-
rófur, kartöflur og allt hvað eina.
Einnig kornið, sem er stór þáttur í
ræktuninni, þá sérstaklega banka-
byggið sem hefur verið mjög vin-
sælt,“ segir Eymundur. Hann segist
10 grunnreglur ~
Heilsu- og matreiðslunámskeið í Heilsuhúsinu Lágmúla
10 grunnreglur™ fyrir konur yfir fertugt!
Ein kvöldstund 19. septembereða
19. október kl. 19-22. Verð kr. 5.900
Meltingarvandamál og Candida sýking
20. september kl. 19-23. Verð kr. 6.900
Matreiðslunámskeið fyrir alla sem vilja
búa til góðan og hollan matl
21. september kl. 19-23. Verð kr. 6.900
10 grunnreglur™ fyrir byrjendur
Fræðslu- og matreiðslunámskeið
3. október kl. 19-23. Verð kr. 6.900
Grænmetis- og súpugerðamámskeið Umahro
5. október kl. 19-22. Verð kr. 5.900
Endumæring með alvöru mat og líkamsrækt
Breyttu um Irfsstfl - allur pakkinn!
8. október 2006 til 8. janúar 2007.
Verð kr. 85.000
Bólgur og gigt í vöðvum og liðum
18. október kl. 19-22. Verð kr. 5.900
Eftirréttir og nammi án viðbætts sykurs
2. nóvember kl. 19-22. Verð kr. 5.900
Bókun á námskeiö fer fram í síma 692 8489
eöa á namskeid@10grunnreglur.com
Frekari upplýsingar eru í Heilsuhúsinu eöa á
vefsíöunni www.10grunnreglur.com
ilsuhúsið
Skóiavörðustig - Kringlunni - Smáratorgi - Setfossi - Lágmula
vilja kenna fólki að nota bankabygg
í matseld, enda sé það með eindæm-
um hollt og afbragðsgott. „Það má
nota bankabyggið í staðinn fyrir hris-
grjón, í grauta, súpur, pottrétti og sal-
öt. Bankabygg er eitthvað sem allir
ættu að borða reglulega. Það er bæði
hollt og virkilega gott, auk þess sem
hægt er að matreiða það á fjölbreytt-
an hátt.“
Hressari sem grænmetisæta
Að sögn Eymundar er áherslan
lögð á lífræna ræktun og ferskt hrá-
efni. Hann segist sjálfur hafa skipt
alfarið yfir í grænmetið hér um árið,
en síðan hefur fátt annað komið inn
fyrir hans varir. „Ég sneri mér að
þessari líffænu ræktun árið 1989 og
fór sjálfur í kjölfarið að breyta mik-
ið um mataræði. Ég myndi segja að
ég sé um 98% grænmetisæta, þó svo
að ég geti auðvitað borðað kjöt stöku
sinnum. Það er einfaldlega þannig að
mér Hður mun betur og er einhvern
veginn léttari og hressari yfirhöfuð.
Það er líka ekki annað hægt en að
borða mikið af grænmeti þar sem
maður býr í svona landslagi þar sem
grænmetið vex allt í kringum mann.“
Móðir Jörð framleiðir hin vinsælu
grænmetisbuff sem ófáir nota í mat-
seldina þegar hollustan á að vera í
hávegum. Eymundur segir buffin
bjóða upp á marga möguleika þegar
kemur að skemmtilegum réttum auk
þess sem þau eru auðveld í matseld.
„Við seljum baunabuff, byggbuff og
rauðrófubuff sem eru öll hvert öðru
betra. Buffin eru auðveld í matseld
og þau passa vel með flestöllu með-
læti eða sósum. Svo má auðvitað ekki
gleyma kartöflunum frá Móður Jörð,
en margir telja þær bestu kartöflur í
heimi. Eg trúi því auðvitað!“
Kartöflusúpa aö hætti
Þórunnar Eymundsdóttur
'/2 kg soðnar kartöflur og
soðið af þeim
• 1 laukur
5 hvítlauksrif
• 1 msk olía
• 1 msk timjan/blóðberg (myljið
jurtinar í lófanum eða steytið til
að fá sem ríkast bragð)
• 1 tsk cummin
1 tsk dijonsinnep
• 1 tsk hunang
• salt og pipar eftir smekk
• mjólk eftir þörfum
• smjörklípa
Kartöflurnar eru soðnar og síðan
maukaðar með ca. 2 dl af soðinu
(gott að gera það í matvinnslu-
vél eða með maukara). Laukur
og hvítlaukur er saxaður fínt og
mýktur í heitri olíu. Þessu er svo
bætt í matvinnsluvélina ásamt
mjólk eða soði þar til súpan
er orðin hæfilega þunn (svona
álíka þunn og súrmjólk). Súpan
sett í pottinn og öllu kryddi og
jurtum blandað saman við sem
og smjörklípu fyrir þá sem það
vilja. Súpan er síðan hituð upp og
borin á borð. Gott er að strá yfir
súpuna fersku dilli eða hella yfir
hana örlítilli hvitlauksolíu, grænni
ólífuolíu eða graskerskjarnaolíu.
Bygg-ottó frá
Móður Jörð
• 3 dl bankabygg
• 1 mskjurtasalt
• 150-300 ml sólþurrkaðir tómatar
• 3-4 msk grænt pestó
i 9 dl vatn
Aðferð:
Byggið er soðið með jurtasalti
í u.þ.b. 40 mínútur. Einnig má
sjóða það í 15 mínútur að kvöldi
og láta það svo standa á hellunni
eftir að slökkt er undir yfir nóttina.
Eftir að byggið er soðið eru tóm-
atarnir skornir smátt og blandað í
byggið ásamt pestóinu.
Borið fram heitt eða kalt sem
meðlæti með öllum mat eða sem
létt máltíð.
DreifingrYggdrasill ehf.
Sími: 544 4270
K5PUNZgL|
lifrtvnl rwkturíur riirur frá 1974
Múslí
...gefur orku sem endist
allan daginn
Er unnið úr lílrænl ræktudu korni, þurrkudum ávöxtum, hnetum og
Iræjum. I>að fæst I mörgum tegundum. Ávaxtamúsli inniheldur 40%
þurrkaða ávexti og Original-músli inniheldur heilar ristadar helslihnetur,
þurrkaða ávexti og fræ. Enginn viðbÆttur sykur er í þessum tegundum.
...góð byrjun á góðum degi
faest í heilsubúðum og helstu matvönrmörkudum.
Móðir Jörð framleiðir einnig nuddolíur sem gera líkamanum gott
Eymundur er sjálfur nuddari og notar olíurnar í meöferöinni. Lífolían er góö
gegn slappleika í liðum, birkiolían hentar fólki með kláöa, exem og önnur .
húövandamál og blágresisollan vinnur vel á þurri húö "pj