blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 8
28 I HEILSA I ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 blaöiö og aftur grænmeti Lárpera Lárperan er sérstaklega hollur ávöxtur og ríkur af kalíum auk þess að búa yfir miklu af andoxun- arefnum. Frábær ávöxtur í salatið eða forréttinn. Viö eigum öll aö boröa eins mikiö af grænmeti og ávöxtum og kostur er. Grænmeti er bæöi hollt og gott, auk þess sem það lætur okkur líða vel og líta vel út. Grænmeti eða ávextir í poka er mun heillvænlegra en nammi í poka og þegar sætinda- þörfin gerir vart viö sig ættu allir að arka í ísskáp- inn og finna sér hollan bita til þess aö narta í. Flestar grænmetis- og ávaxtategundir hafa sína sérstöðu og innihalda ákveðin næringarefni sem eru góð fyrir líkamann, en meðfylgjandi eru nokkrir fróðleiksmolar sem ekki allir vita af. Spergilkál Spergilkál er mjög hollt og í því eru mörg þeirra efna sem vinna gegn krabbameini, svo sem karótín, plöntuefnin kversetín, indól, C-vít- amín, kalk og fleiri vítamínstegundir sem vinna gegn beinþynningu og háum blóðþrýstingi. Laukur Laukur og hvítlaukur innihalda efni sem geta dregið úr líkum á hjarta- sjúkdómum, sykursýki, krabba- meini og sýkingum. í laukum eru einnig andoxunarefni sem virka vel til varnar lungnasjúkdómum og asma. Tómatar || Tómatar eru ríkir af karótíni sem talið er góð vörn gegn gláku. Þá hefur litarefnið í tómötum góð áhrif á briskirtilinn. Við lífræna ræktutj er hvorki notað skordijareitur né tilbúinn áburður. Þetta leiðir til umhverfisvænni ræktunar, betri heilsu og betra bragðs. G\ ut &. C\ erv\e BvO - ,v- U/NSAMe/i i jmcEo FRUCHTt MUSU nán* tem hÚhnef ~!j iHUHvmn !l BtO Heilsa býður nú upp á fjölbreytt úrval af lífrænt ræktaðri matvöru frá Gut & Gerne, einum virtasta framleðanda í Evrópu á sínu sviði. Allar vörur Gut&Gerne eru lífrænt vottaðar af Evrópusambandinu og hafa unnið til fjölmargra verðlauna. Vörurnar frá Gut & Gerne fást I Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, heilsudeild Nóatúns I Hafnarfiröi, Samkaupum, Nettó og Blómaval. hafou það gott Jarðarber Auk þess að bragðast sérlega vel og henta í flestöll salöt eða eftirrétti innihalda jarðarber litarefnið lýko- pen sem hefur góð áhrif á briskirtil- inn og starfsemi hans. Ananas Þegar sætindaþörfin gerir vart við sig er ekki úr vegi að skera niður ananas og narta í hann yfir sjón- varpinu. Ananas er ferskur, hollur og virkilega góður, auk þess að innihalda mangan sem vinnur sem vörn gegn beinþynningu. ■«S3ESS*** Gulrætur Innihalda mikið af beta-karótíni og alfa-karótíni sem eru fyrirbyggj- andi gegn krabbameini. Efnin geta aukið framleiðslu húðarinnar á eigin sólarvörn og minnkað skaða af sólböðum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.