blaðið - 15.09.2006, Side 2

blaðið - 15.09.2006, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 blaðið Frístundaheimili: Saxast á biölistana Enn eru 453 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheim- ili í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá íþrótta- og tómstundaráði. 1 síðustu viku voru þau 587 og hafa því rúmlega 130 börn fengið pláss í millitíðinni. 1 heild hefur tekist að útvega rúm- lega 2 þúsund börnum pláss á frístundaheimili það sem af er skólaári. Þá vantar enn 56 starfsmenn til að fullmanna öll stöðugildi á frístundaheimilum og er ástandið verst í austur- hluta borgarinnar. Lögregla á vettvangi Fjöldi lög-reglumanna tók þátt íaðgerdum i Hafnarfirði. ' 1 |yi' Sérsveitin kölluð til Sérsveitin |£ aðstoðaði við leitina en það mun IjS'j vera orðið æ algengara að sérsveit- Hj armenn séu hafðir með i húsieitum Iflj vegna harðnandi umhverfis L ' > Lagt hald á skotvopn og fíkniefni í Hafnarfirði: lúsleit hjá glæpakóngi Einn maður handtekinn vegna máisins Húseigandi með skotvopnaleyfiSafnar vopnum Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Einn maður var handtekinn þegar lögreglan í Hafnarfirði gerði húsleit í tveimur húsum um hádegisbilið í gær. Við leitina fundust fíkniefni en ekki er gefið upp hversu mikið magn er um að ræða en tegundir fíkniefnanna eru LSD, hass og am- fetamin. Þá var einnig lagt hald á hnífa, meint þýfi, skotvopn og skot- færi. Maðurinn sem á vopnin mun þó vera með skotvopnaleyfi og þar að auki forfallinn vopnasafnari. Húsið sem lögreglan gerði húsleit í er Austurgata 27b en þar býr Frank- lín Kristinn Steiner. Hann hefur margsinnis komið við sögu hjá lög- reglunni. Að sögn íbúa við götuna mun hann hafa verið handtekinn í gær. Fíkniefni til söiu Myndir náðust þegar óeinkennis- klæddir lögreglumenn leituðu í bíl ^■11 ÍSLANDS HAUT Suður-Kórea Talandi fíll í dýragarði Starfsmenn dýragarðsins í Yongin í Suður-Kóreu staðhæfa að fíll í garðinum geti „talað” nokkur orð í kóresku og segja að tilraunir með hljóðgreiningar- búnaði staðfesti það. Starfsmennirnir segja að Kosik, sem er sextán ára gamall Asíufíll, geti hermt eftir átta kóreskum orðum. Meðal þeirra orða sem fílhnn kann eru „sestu“, „gott“, „ekki strax“ og „leggstu”. Hljóðgreiningar- búnaðurinn hefur sýnt svo ekki verður um vilist að hljómurinn frá fílnum er hann „segir” þessi orð líkist hljómi fflahirðisins í dýragarðinum, sem hefur séð um fílinn í tíu ár. Austurgata 27b Frankiin Steinerhef- ur verið þyrnir íaugum nágranna við hús hans og inni í húsinu sjálfu. Samkvæmt Guðna Kristjánssyni sem fer .með rannsókn málsins var rökstuddur grunur um að fíkni- efnin ætti að selja. Sérsveit ríkislögreglustjóra og lög- reglumenn úr Kópavogi aðstoðuðu Hafnarfjarðarlögregluna við aðgerð- irnar í gær. Að sögn Guðna er það orðið venjulegur viðbúnaður að hafa sérsveitina með í leit þvf æ oftar mæti lögregla mótspyrnu við húsleit. Nágrannar sem rætt var við segja að sér hafi verið brugðið og hafa sumir margoft kvartað til lögreglu undan því að Franklín Steiner sé í hverfinu. Þeir segja einnig að óvenjumikið hafi verið um að bílar væru að keyra framhjá húsinu hans og sagði einn nágranni að átta bílar hefðu verið fyrir utan húsið í síð- ustu viku. Þekktur úr undirheimum Franklín Steiner er þekktur úr undirheimum Islands og töldu menn að aðild hans í fíkniefnaheim- inum væri allnokkur. Mál hans komst í hámæli þegar hann var handtekinn árið 1996 en í kjölfar þess birtist grein i tímarit- inu Mannlíf um að Franklín væri að selja fíkniefni í skjóli lögreglunnar. Ástæðan fyrir því að hann fékk að vera í friði samkvæmt greininni var sú að hann gaf lögreglunni gagn- legar upplýsingar. Málið vatt svo upp á sig og endaði inni á Alþingi 1997 en þá sagði þáverandi dóms- málaráðherra að yfirstjórn lögregl- unnar hefði ekki haft vitneskju um þennan sérstæða samning. Franklín Steiner hefur marg- sinnis verið Imiidtekinn og tvisvar hefur hann hqjfðað mál gegn lögregl- unni vegna óféttmætrar handtöku. I báðum málúnum sigraði hann, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Samanlagt voru honum dæmdar 130 þúsund krónur f skaðabætur. I dómsorði segir að hann hafi verið með barnið sitt þegar lögreglan handtók hann. Einnig hélt hann því fram þegar hann var kærður fyrir að gefa ekki upp til skatts að hann hefði unnið allnokkrar milljónir í spilakössum. Franklfn er ekki skráður fyrir hús- inu þar sem leitin fór fram heldur mun það vera kona á fertugsaldri. Hún er skráð með búsetu annars staðar í Hafnarfirði. Yfirheyrslur fóru fram í gær og er málið í rannsókn. Framtakssemi tánings stöövuð: Fermingarbarni bannað að veiða „Það er þannig að ef maður á ekki bát þá fær maður ekki kvóta,“ segir Agnar Ólason en hann bað stjórn- völd um leyfi til að veiða á línu frá landi en fékk ekki. Agnar er sextán ára í dag en þegar hann veiddi með línunni var hann á fermingaraldri. Hann átti línu sem hann lýsir þannig að hún sé dregin út á sjó líkt og fáni að húni. Hann fékk ekki leyfi vegna þess að í kvótalögum segir að til að fá að veiða kvótaskyldar teg- undir verði menn að eiga bát með skipanúmeri. „Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart," segir Agnar sem hefur haft brennandi áhuga á sjómennsku frá barnsaldri. Hann keypti sér bát með utanborðsmótor fyrir ferming- arpeningana. Þá sótti hann einnig um að fá leyfi til þess að veiða og selja fisk en fékk ekki frekar en fyrri daginn. Stjórnvöld hafa ekki viljað aðstoða hann í framtaksseminni en Agnar segir núverandi lög hafa ákveðna galla, því sé þetta bara eins og það er. f dag er Agnar í Fjöltækniskól- anum á vélstjórnarbraut. Hann segist ávallt hafa haft áhuga á sjómennskunni en hann er frá Kópaskeri. Hefur migið í saltan sjó Agnar Óla- son keypti Iftinn bát fyrir fermingar- peningana sína. Hann segir að annað hafi ekki komið til greina þegar hann hélt í framhaldsnám. Aðspurður hvort enginn áhugi hafi verið fyrir vin- sælli fögum líkt og lögfræði eða við- skiptafræði er hann fljótur til svars: „Eitthvað verða lögfræðingarnir að éta.“

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.